Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn

Ari­on banki heim­il­aði sölu á tveim­ur jörð­um og sum­ar­bú­stað sem voru veð­sett í til­raun­um Skúla til að bjarga WOW air. Bank­inn lán­ar fé­lagi Brynj­ólfs Mo­gensen fyr­ir kaup­un­um og held­ur eft­ir sem áð­ur veð­um í eign­un­um. Skúli Mo­gensen er ánægð­ur að sum­ar­bú­stað­ur­inn verð­ur áfram í fjöl­skyld­unni.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn
Heldur sumarbústaðnum innan fjölskyldunnar Skúli Mogensen fékk heimild Arion banka til að selja jarðir og sumarbústað til föður síns. Mynd: WOWAIR.IS

Skúli Mogensen hefur selt sumarbústað sinn í Hvalfirði og tvær jarðir til félags í eigu föðurs síns. Það fékk Skúli að gera með heimild Arion banka en Skúli veðsetti bankanum umræddar eignir fyrir 160 milljónir króna í september 2018 þegar hann reyndi, án árangurs, að bjarga flugfélaginu WOW air frá falli.

Skúli átti sumarbústað á jörðinni Hvammi, jörðina sjálfa og auk þess jörðina Hvammsvík en jarðirnar tvær liggja saman innarlega í Hvalfirði sunnanverðum.

Ánægður með að sumarbústaðurinn verði áfram innan fjölskyldunnar

Skúli var fáorður um málið þegar Stundin náði tali af honum. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Skúli.

„Ég er vissulega mjög ánægður með það“ 

Þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri gleðilegt að jarðirnar og sumarbústaðurinn héldust innan fjölskyldunnar svaraði Skúl: „Ég er vissulega mjög ánægður með það og úr því að þú spyrð þá greiddu þau [foreldrar Skúla] töluvert hærra verð en fasteignamat, svo það sé á hreinu.“ 

Fasteignamat jarðanna tveggja og sumarbústaðarins nemur samtals 102 milljónum króna. Þar vegur jörðin Hvammur mest, rúmar 48,5 milljónir króna. Sumarbústaðurinn er metinn á 27,6 milljónir króna og Hvammsvík á 25,8 milljónir króna. 

Þarf að greiða 160 milljónir á tveimur árum

Kaupandi sumarbústaðsins og jarðanna er félagið Flúðir ehf. sem er í eigu Brynjólfs Árna Mogensen, bæklunarlæknis og föður Skúla. Arion banki lánar Flúðum fyrir kaupunum, alls 160 milljónir króna. Af þeirri upphæð er félaginu hins vegar skilt að greiða þegar 35 milljónir króna beint aftur til bankans, auk lántökugjalds og kostnaðar við skjalagerð upp á rúmar 800 þúsund krónur. Eftir sem áður á Arion banka veð í eignunum. Athygli vekur að lánstíminn er óvenju stuttur, aðeins 24 mánuðir. 

Samkvæmt ársreikningi Flúða ehf. fyrir árið 2019 nam hagnaður félagsins það ár tæpum þremur milljónum króna, og byggðist hagnaðurinn því sem næst eingöngu á rekstrartekjum. Eigið fé félagsins í árslok nam rúmum 11,6 milljónum króna. Hvernig félagið hyggst standa skil á láni að upphæð 160 milljónir króna á næstu tveimur árum er því ekki ljóst en miðað við eignir og veltu þess gæti það reynst örðugt.

Gerði allt sem hann gatSkúli Mogensen gerði allt sem hann gat til að bjarga rekstri WOW air og veðsetti meðal annars fasteignir sínar sem Arion banki hefur nú tekið yfir eða haft milligöngu um að selja upp í skuldir hans við bankann.

Veðsetti eignirnar fyrir WOW

Í september árið 2018, þegar Skúl réri lífróður til að reyna að halda flugfélaginu WOW air á floti, veðsetti hann eignir sínar, að öllum líkindum til að fjármagna þátttöku sína í skuldabréfaútboði WOW sem þá stóð yfir og var ætlað til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins. Það tókst ekki og WOW fór í þrot 28. mars 2019.

 „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Í viðtali við RÚV þegar gjaldþrotið WOW air lá fyrir sagðist Skúli hafa sett allt sitt í flugfélagið til að bjarga því: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Skúli fjárfesti sjálfur í skuldabréfum í félaginu fyrir 770 milljónir króna. Skömmu áður hafði Skúli fengið útgefin tvö tryggingabréf hjá Arion banka alls að upphæð 733 milljónir króna. Öðru tryggingabréfinu var þinglýst á heimili Skúla að Hrólfskálavör á Seltjarnarnesi, upp á 358 milljónir króna. Hinu tryggingabréfinu var þinglýst á aðrar fasteignir í hans eigu, meðal annars umræddan sumarbústað og jarðir.

Hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann

4. september síðastliðinn leysti Arion banki einbýlishús Skúla á Seltjarnarnesi til sín vegna skuldanna sem á því hvíldu eftir veðsetninguna árið 2018.  Sá gjörningur var hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann.

Jarðirnar og sumarbústaðinn í Hvalfirði átti Skúli í gegnum félagið Kotasælu ehf.

Hinn 21. september 2018 var þinglýst kvöðum á eignirnar þess efnis að félaginu væri hvorki heimilt að veðsetja eða selja eignirnar nema fyrir lægi skriflegt samþykki Arion banka. Þetta var gert vegna þess að Skúli veðsetti þessar eignir meðal annars til að taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air þá um haustið. Bankinn veitti hins vegar Skúla heimild til að selja eignirnar í september síðastliðnum og er það einnig hluti af skuldauppgjöri Skúla.

Botnlaust tap hjá félögum Skúla

Félag Skúla, Kotasæla, er þá í miklum kröggum en tap félagsins á síðasta ári nam tæpri 271 milljón króna. Það er þó talsvert minna en árið áður, 2018, en þá nam tapið tæpri 421 milljón króna. Tapið á síðasta ári skýrist að langmestu leyti af afskriftum og virðisrýrnun en einu tekjur fyrirtækisins voru húsaleigutekjur upp á tæpar 12 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok var bókfært rúmar 205 milljónir króna. Það segir hins vegar ekki alla söguna vegna þess að félagið skuldaði þá tengdum aðilum, Skúla sjálfum og öðrum félögum hans, 844 milljónir króna.

Þá tapaði fjárfestingarfélagið Títan, móðurfélag WOW air, tæplega 600 milljónum króna á síðasta ári. Tapið má því sem næst eingöngu rekja til niðurfærslu á kröfum félagsins á hendur öðrum félgöum í eigu Skúla, en hann er einnig einig eigandi Títan. Eigið fé félagsins var í árslok 2019 neikvætt um rúmar 637 milljónir króna.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár