Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skúli Mogensen: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur“

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir að gjald­þroti fyr­ir­tæk­is­ins hefði mátt af­stýra ef meiri tími hefði gef­ist. „Þau hafa hald­ið uppi WOW stemmn­ing­unni þrátt fyr­ir þetta áfall,“ seg­ir hann um starfs­fólk­ið en um þús­und manns missa vinn­una.

Skúli Mogensen: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur“

Hátt í eitt þúsund manns munu missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air, að sögn Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins sem veitti RÚV viðtal í aukafréttatíma í hádeginu. 

„Þau hafa haldið uppi WOW-stemmningunni þrátt fyrir þetta áfall,“ segir Skúli um starfsfólk fyrirtækisins. „Við vorum brautryðjendur í lággjaldafluginu og náðum frábærum árangri.“

Skúli segist ekki vera með á hreinu hvað sé eftir af eignum í félaginu. „Ég setti aleiguna í þennan rekstur,“ segir Skúli en nefnir ekki upphæð. „Ég lagði allt mitt í þetta.“

Skúli segir að ytra umhverfið hafi verið erfitt og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann viðurkennir að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu fyrirtækisins fyrr. „Ég hefði átt að byrja fyrir ári síðan,“ segir Skúli. „Ég trúi því að ef við hefðum fengið meiri tíma hefðum við klárað þetta.“

Hann segist ekki vita hversu margir hafi keypt flugmiða til framtíðar sem ekki verði staðið við. Aðspurður hvort það hafi verið óábyrgt að segja fólki að óhætt væri að kaupa miða segir Skúli að hann hafi ætlað sér að klára viðræðurnar. „Ég trúði því og sagði það af einlægri sannfæringu á þeim tíma enda vorum við í viðræðum og komnir langt í viðræðum við fjölda manns,“ segir hann. „Ég var nú eiginlega bara njörvaður niður í það sæti að sætta mig við staðreynd málsins.“

Skúli segir að það hefði verið óábyrgt að skila inn flugrekstarleyfinu fyrr og reyna ekki til þrautar að ná lausn á málinu. „Ég axla ábyrgð á stöðunni og geri það áfram,“ segir Skúli.

„Auðvitað er maður bara ennþá í sjokki,“ segir Skúli að lokum. „Þessu verki er því miður lokið og ég vildi innilega óska þess að því hefði lokið öðruvísi. En ég stend hérna ennþá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár