Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ekki að fara að gerast

Ekki að fara að gerast

Ein helstu rök þeirra sem vilja ekki taka á móti flóttafólki og hælisleitendum, eru þau að fráleitt sé að hjálpa öðrum, þegar við getum ekki einu sinni hjálpað okkur sjálfum.

Þarna er vísað í þá staðreynd að margir í algsnægtasamfélaginu okkar, hafa það bísna skítt.  Margir öryrkjar og aldraðir lepja dauðann úr skel. Það eru biðraðir eftir mikilvægum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu okkar o.s.fr.  

Röksemdafærslan siglir svo áfram uns hún fær höfn í hugmyndinni um að við Íslendingar þurfum að taka til í eigin ranni, áður en við getum hjálpað öðrum.

Þessi hugmynd er til í nokkrum útgáfum en er í megindráttum eins og líst er hér að ofan.  Við getum ekki stoðað þurfandi útlendinga, því fyrst verðum við að stoða þurfandi Íslendinga.

Þessi hugmynd er ekkert fráleit í fyrstu sýn, en eftir nokkra vængjaslætti brotlendir hún í Ónýtismýri.

Það er nefnilega þannig að sú stund mun aldrei renna upp þegar stjórnmálamenn (ég tala nú ekki um lýðskrumandi mannkynsfrelsara) setji hendurnar á mjaðmir sér og dæsi.

"Jæja. Nú er þetta komið.  Samfélagið er fullkomið og enginn hefur það skítt. Nú er lag að hjálpa hælisleitendum og flóttafólki".

 

-Þetta er ekki að fara að gerast.  

Ástæðurnar eru nokkrar en þær helstar að jafnvel í alsgnægtarsamfélagi (eins og okkar) eru alltaf þau sem hafa það skítt. Alltaf eru þau til sem eru með lægstar tekjurnar. Alltaf þau sem troðið er á og alltaf þau sem minna mega sín.

En búandi í alsnægtarsamfélagi ætti að vera hægur leikur að sækja á á báðum vígstöðvum. Uppræta fátækt og óréttlæti og hjálpa þeim sem hingað leita eftir betra lífi eða flýja ógeðsleg stríðsátök.

Það er hægur leikur að breyta þessu og bara spurningum vilja.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu