Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Adidas eða Puma? Hvað finnst þér?

Adidas eða Puma?  Hvað finnst þér?

Frasinn "Við lifum á spennandi tímum" er allt í senn útjaskaður, þreyttur, sloj og sannur.  

Samfélagsmiðarnir hafa umbyllt fjölmiðlun með frábærum og skelfilegum aðfleiðingum.  Það var mjög athyglisvert að fylgjast með þegar athugasemdakerfin voru að festa sig í sessi sem "skemmtileg viðbót"í fréttaflutningi, að þá sást greinilega að hinir ríku og völdugu og sterku. .

valdastéttirnar í samfélaginu . . 

kepptust við að barma sér undan "umræðunni á netinu" og sýndu sárin sín undir klínísku skoðunarljósi.

Staðreyndin er og var að þessir voðalegu virku í athugasemdum voru ekki fleiri en tíu tylftir hugtrylltra.  Þeir voru allskonar. Sumir rasistar, sumir kvenhatarar. Sumir karl og kvenhatarar. Sumir bara hatarar og gatarar og sumir á rófi á milli þessarar bitru mengja.

Þetta tóku hinir ríku og völdugu og slömmuðu með salti og sítrónu á barborði sjálfsmeðaumkunarinnar og upplifðu sig  - í alvöru, enginn vafi á því - rosalega illa leikna. 

Alveg makalaust.

Sem betur fer róuðust raddirnar um illindi "virkra í athugasemdakerfunum" og fólk er almennt byrjað að skilja að við erum allskonar og með allskonar skoðanir og meiningar.  Sumir hafa meir að segja mjög vondar skoðanir á hinu og þessu margir eigi erfitt með að kyngja því. 

Hafandi varpað þessu fram er ágætt að benda á þá leiðinlegu árátttu hinna síþyrstu fréttamiðla að vofa yfir athugasemdakerfunum í leit að smellu-beitum.  Með þessu móti er hreinlega verið að rétta hinum óalandi og óferjandi og óverjandi, opin míkrafón. . 

Gjörsovel herra rasista-kvenhatara-trúarnöttara-vísindaafneitara-freki kall... Hvað finnst þér um þetta?

- - - 

Af þessum meiði er annað sem er afar hvimleitt. Það eru vinsældarspurningar þjóðarpúls Gallups.  Þótt að það sé sniðugt og göfugt að mæla allskonar sveiflur í samfélaginu (sbr fylgi stjórnmálaflokka osfr) er afar hæpið að vikka könnunnarþránna endalaust.

Í síðust viku kom það í fréttum að vinsældir biskupsins hjá Þjóðkirkjunni hefðu falli úr 44% niður í 29%.  Við þetta er að athuga að mögulega hefur biskupinn verið að eiga við erfið mál hvers úrlausn hefur bara verið vond.  Sum máli eru þannig þótt ótrúlegt megi virðast.  Ef svo er, væri ekki þá frekar að hrósa biskupnum fyrir að vaða í erfið mál?  Er mögulegt að spurningavagninn hafi farið af stað og ástandið í samfélaginu drungalegt vegna glæpamála eða hundleiðinlegs verðurs?  Getur það haft áhrif á það hvenrig maður svara svona spurningum?  

það sem ég á við er að sumar spurningar eru alltaf gallaðar.  Sér í lagi spurningar um hvernig maður fílar þennan eða hinn.  Breyturnar eru bara of margar og flóknar til þess að hægt sé að taka mark á niðurstöðum sem byggðar eru á þeim. 

Hvernig finnst þér Guðni Bergsson hafa staðið sig?  Hvernig finnst þér Jakob Bjarnar hafa staðið sig.  Hvernig finnst þér hótelstjórinn á Sögu hafa staðið sig?  Hvað finnst þér um græna kallinn á umferðarljósunum? 

Fattið þið hvert ég er að fara? 

Sumir, eins og t.d þeir óalandi og óverjandi með óverjandi skoðanirnar, munu alltaf andskotast út í allt.  Sama með suma sem verða að hafa skoðanir á öllu.  

Svo ratar þetta bull í fréttirnar og við við viðtækin eigum svo að mynda okkur skoðun á þessu..  

Þetta er einskonar gnægtarmengun sem gerir okkur aðeins vitlausari með hverri mínútu.  Aðeins fávísari. Aðeins grimmari.  Aðeins meira eins og hin tryllta tylft.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu