Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Varúð! Tvífari heilbrigðisráðherra gerir grikk

Varúð! Tvífari heilbrigðisráðherra gerir grikk

Alvarlegur atburður uppgötvaðist þegar loksins náðist í Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, það er að tvífari ráðherrans gaf fyrirgreiðsluloforð erlendum fjárfestum, þúsund manna sjúkrahúsi.

Gott að náðist í Kristján:

Ekkert samkomulag hefur verið gert við íslensk heilbrigðisyfirvöld um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ, segir heilbrigðisráðherra sem heyrði fyrst um hugmyndina í fréttum í gær. 

Fjárfestar vilja reisa einkasjúkrahús í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði samkomulag um lóð fyrir sjúkrahúsið og sjúkrahótel í gær og er gert ráð fyrir því að það verði álíka dýrt og nýr Landspítali. 
Bæði settur landlæknir og heilbrigðisráðherra heyrðu af málinu fyrst í gær. 
 

„já ég heyrði fyrst af þessum fjárfestingaráformum í fréttum ykkar." Sagði hinn eini og sanni Kristján Þór Júlíusson.

Þegar rýnt er í mynd á heimasíðu fjárfestanna má sjá að tvífarinn er ansi líkur ráðherranum, jafnvel ég lét blekkjast þrátt fyrir að hafa verið í löngu samstarfi við ráðherrann fyrir áratug. Blátt bindi og allt.

Engum dettur í hug að minnisleysi þjái Kristján.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu