Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Sveitastjórnarkosningar: Reynslu fleygt á haugana

Sveitastjórnarkosningar: Reynslu fleygt á haugana

Nú fer hinn nýi foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík mikinn. Hann þarf að halda hlaupahraðanum í kapphlaupi við leiðtoga Miðflokksins, Vigdísi Hauksdóttur.

En líkt og í Kreml þá fylgja nýjum valdhöfum hreinsanir.

Ég er fullviss að hvað sem segja má um Kjartan Magnússon og Áslaugu Friðriksdóttur, þá búa þau yfir reynslu sem nýtist vel í kosningabaráttu.

Mörg baráttumálin týnast og kom Áslaug t.d. með mörg góð málefni og studdi önnur. Vonandi er hún ekki að gjalda fyrir upprunann. Friðrik Sophusson tóks á sínum tíma við Morgunblaðsveldið og hafði t.d. Björn Bjarnason undir í formannskjöri á æskuárum. 

Davíð er minnugur.

Eins og listinn xD í Reykjavík hefur lekið út er reynt að auka hlut kvenna.

En það vekur furðu að varla sést frambjóðandi eldri en fimmtugur.

Halldór Blöndal er formaður eldri sjálfstæðismanna. Er hann mállaus?

Læt fylgja með mynd af mér að sækja um í kerfinu. Seint kemur 21. öldin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni