Gísli Baldvinsson
Gísli Baldvinsson er náms- og starfsráðgjafi að mennt. Einnig er hann með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Gísli hefur bloggað um áratuga skeið fyrst á Moggablogginu og síðar á Eyjunni. Hann bloggar að mestu um þjóðfélagsmál og málefni líðandi stundar. Ekkert er honum óviðkomandi. Einkunnarorð hans eru: jöfnuður-réttlæti –sanngirni.

Ríkisstjórnir í byrjun árs lifa skemur

Eðlilega er rætt um á fyrsta fundi ríkisstjórnar um lífdaga ríkisstjórnar. Strangt til tekið er kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar fram að áramótum 2017 - 2018. Á lýðveldistíma hafa engar stjórnir sem myndaðar hafa verið í byrjun árs lifað lengur en rúm þrjú ár:* 4. febrúar 1947 – 6. desember 1949 Ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar.8. febrúar 1980 – 26. maí 1983 Ráðuneyti...

Engeyjarstjórn: Óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistíma?

Ýmis met eru bætt í heimi stjórnmálanna. Stjórnmálafræðingar halda utan um atburði og tölfræði og minna á þegar þarf. Eitt met vill engin ríkisstjórn eiga. Það er að vera óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma. Nú virðist ómynduð ríkisstjórn bæta þetta met, og áður en hún kemst til valda. Lóðin á þá vogarskál virðast vera tímalínubrenglun verðandi forsætisráðherra auk klaufalegrar tilraunar að...

Brynjar og Haraldur setja fyrirvara

Brynjar Níelsson og Haraldur Benediktsson hafa á þingflokksfundi sett fyrirvara um stuðning við ríkisstjórn DAC. Fyrirvari Brynjars er vegna úthlutunar ráðherrastóla. Brynjar telur að miðað við þingfylgi eigi Sjálfstæðisflokkur að fá sex ráðherrastóla. Sjálfur hefur hann haft augastað á dómsmálaráðuneytinu og lagt til að það ráðuneyti verði tekið út úr innanríkisráðuneytinu. Haraldur Benediktsson sér sjálfan sig sem landbúnaðarráðherra og þannig...

Bakslag í baklandi BF

Kurr er komið upp í baklandi Bjartrar framtíðar. Mörgum finnst þeir ekki hafa fengið nægjanlegar upplýsingar sem skýrir framsögu formanns BF í öllum fréttatímum. Margir telja að fyrst sé stefnan útþynnt í samvinnu við Viðreisn og það þunnildi hrært í sjálfstæðispottinn. Þá er andstaða við það að formaður flokksins taki við starfi utanríkisráðherra og benda á fylgistap annarra flokka við...

Lítil hrifning með DAC stjórnina innan Sjálfstæðisflokks

Vindátt stjórnmála breytist hratt eins og dæmin sanna. Áður en flugeldum var skotið á loft fyrir áramót virtist blasa við að últra-hægri stjórn tæki við stjórnartaumum á nýju ári. Samkvæmt heimildum voru fleiri á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í morgun sem töluðu fyrir uppfærðri Panamastjórn þ.e. samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. ESB viðræður eða umfjöllun er viðkvæm innan Sjálfstæðisflokksins og einna...

Áramót til hægri

Nú liggur fyrir að farið er að sjást í kollinn á DAC stjórninni. Það virðist vera komin bræðingur um sjávarútveg og Evrópumál væntanlega það loðið að sjálfstæðismenn geta kyngt. Það vefst ekkert fyrir þessum flokkum þó stjórnarskrármálið flækist fyrir. Mýktin í ráðherrastólunum er freistandi. Að öllum líkindum erum við að sjá fæðast á nýju ári þá mesta hægristjórn sem ríkt...

Fjárlög við sögulegar aðstæður

Það er nú ekki fordæmislaust að fjárlög hafi verið afgreidd undir starfsstjórn eins og stjórnmálamenn apa nú eftir öðrum. Sannarlega sögulegt og held ég að ástæður séu m.a. þessar: x Margir nýir þingmenn um helmingur taka þátt í fjárlagagerð í fyrsta sinn. Nýir þingmenn voru ekki tilbúnir á hefðbundin refskap svo sem málþóf. Á sveitarstjórnarstiginu er slíkt algengt og þykir...

Stafrófsflokkarnir mynda náttúrulegan meirihluta

Flokkadrættir á alþingi taka á sig mynd. Stafrófsflokkarnir ABCD mynda meirihluta í lífeyrissjóðsmálinu eða LSR málinu. Þetta frumvarp er mikilvægt og jafnframt staðsetur nýja stjórnmálaflokka á tvívíðum ás stjórnmálanna. Það sem kemur á óvart hvar Viðreisn og Björt framtíð lenda. Mun meira til hægri við miðjuna. Þessi staðsetning byggir á þeirri staðreynd að í þessum meirihluta er gegnrýni stéttarfélaganna hunsuð....

Vorkosningar breyta litlu

Fleiri bætast í kórinn sem vill kjósa aftur í vor. Að mínu mati er sú skoðun byggð á hagsmunum þess flokks sem viðkomandi styður ekki heildarhagsmunum. Fréttablaðið birtir áhugaverða könnun sem virðist ekki breyta miklu. Vissulega gætu kosningavanir flokkar nýtt sér það óvissuástand sem nú hefur skapast, og farið að tala um "klettinn í hafinu" eða "kjölfestan í íslenskum stjórnmálum"....

Framsókn í heila öld

Þann 16. desember 1916 var Framsóknarflokkurinn formlega stofnaður af þingflokki bænda og samvinnufólks. Fyrr á árinu var stjórnmálaflokkur launamanna stofnaður og þá í tengslum við stofnun Alþýðusambands Íslands. Eðlismunur er á stofnun þessara flokka því kjarni Framsóknarflokksins voru þingmenn, en kjarni Alþýðuflokks voru launamenn. Framsóknarflokkurinn taldist því til svokallaðra elítuflokka eða kjarnræðisflokka, en Alþýðuflokkurinn fjöldahreyfing. Tengsl Alþýðuflokks og Alþýðusambandsins rofnaði...

Hæpið að tala um stjórnarkreppu

Í tengslum við núverandi stjórnarmyndanir voru sumir fljótir að nota orðið stjórnarkreppa um stöðuna. Stjórnmálamenn hafi farið tvo hringi bæði formlega og óformlega. Það er þó ekki fyrr en í byrjun þessara viku sem forsetinn hafi opnað á myndun minnihlutastjórnar. Í raun þurfa flokkar á alþingi ekki að spyrja forsetann hvaða form eða ríkisstjórnargerð þeir huga að. Gullna reglan er...

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“

Þegar áfram er steinum velt eftir Hrunið kemur fleira óhreint í ljós. Nýjasta dæmið er furðuúttekt föður fjármálaráðherra. Fyrirsögnin er fengin úr frétt Stundarinnar en þar segir frá því að korter fyrir Hrun flutti Benedikt Sveinsson hvorki meir eða minna en hálfan miljarð yfir á setrið í Florída. En þarna er meira: -Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra...

UTANÞINGSSTJÓRN Í KORTUNUM

Sandurinn í stundaglasi Pírata í stjórnarmyndun er að runninn. Ef alþingismenn vilja bjarga heiðri alþingis er líklegast að Viðreisn og Björt framtíð gangi í björg Sjálfstæðismanna. Líklegast verður um sinn samkomulag um afgreiðslu fjárlaga og kosið aftur í vor. Samkvæmt þessu leysir ein hægristjórn, Engeyjarstjórnin, aðra hægri stjórn sem laskaðist af Panamaskjölum. Vilji kjósenda?

Nýjar kosningar - ótímabærar vangaveltur

Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins ekki haft stjórnarmyndunarumboðið um stund og virðist vera fúll vegna þessa. Hann kastar því fram í hálfkæringi að mér sýnist, að líklegast skapaðist meirihluti fyrir nýjum kosningum. Þessi skella kemur fram um það bil sem Píratar hefja viðræður við hina flokkana í fimmflokkabandalaginu. Í sögulegum skilningi er þetta ólíkt formanni Sjálfstæðisflokksins sem fram að þessu hefur...

Pírtar með keflið: Hvað segir Davíð nú?

Það eru stórtíðindi að forystumaður nýs stjórnmálaafls fái umboð til stjórnarmyndunar. Í byrjun átti að beita svokölluðu Lúðvíksbragði á Pírata, það er að flokkurinn væri ekki stjórnhæfur. Það hefur forsetinn hrakið. Til hamingju Sagan er svona:Þriðjudaginn 15. ágúst [1978] skilaði Geir stjórnarmyndunarumboðinu. Samdægurs leitaði Lúðvík Jósepsson fundar með forseta. Sagði Lúðvík „að ekki væri endalaust hægt að ganga fram hjá...

Þjóðstjórn á styrjaldartímum

Eftirfarandi var haft eftir formanni Vg: -Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir ljóst að engin augljós lausn sé í sjónmáli um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þing kemur saman í næstu viku en hvorki gengur né rekur fyrir flokkanna sjö að ná saman meirihluta. Katrín segir að hugsanlega þurfi flokkarnir að hugsa út fyrir rammann - ekki sé hægt að útiloka myndun breiðrar...

Nú fer Guðni að ókyrrast

Það er ekki ofsagt að ýmsir lausir endar eru lausir í stjórnarmyndun. Í raun er staðan svo flókin að jafnar líkur eru á vinstri stjórn og hægri stjórn, og allt þar á milli. Guðni forseti fer því að ókyrrast og ekki ólíklegt að hann notið fullveldisdaginn á morgun til að setja flokkunum kosti. Í miðri seinni heimstyrjöldinni 1942 var stjórnarkreppa...

Stjórnarmyndun: Allir á alla

Passsögn forseta er svipuð millileik Kristjáns Eldjárns í janúar 1980. Það sem er frábrugðið er að nú er styttri kveikjuþráðurinn í þolinmæðinni. Björn Bjarnason skrifaði þá sem blaðamaður: -Skynsamlegasti kosturinn virðist sá, að forseti Íslands kalli stjórnmálaforingjana á sinn fund og tilkynni þeim sameiginlegaað þeir hafi tiltekinn frest til að mynda þingræðisstjórn og láti jafnframt að því liggja, að eftir...

Flokkslínur skýrast

Það getur verið erfitt að staðsetja nýjar stjórnmálahreyfingar þegar þær eru stofnaðar. Í byrjun getur verið í deiglunni eitt mál eða fá. Þannig má lýsa fæðingu Pírata og nú Viðreisnar. Staðsetningin á Pírötum var erfið vegna þess að þeir festust ekki á hefðbundin hægri/vinstri ás. Þeir voru vissulega á frjálslyndisásnum en það mátti finna félags- og markaðshyggju í stefnunni. Sjálfir...

Stjórnarmyndun: Samið til tveggja ára?

Flókin staða er mest notaður frasinn þessa dagana. Þessa stundina reyna fimm flokkar að koma sér saman um stjórn landsins til fjögurra ára. Það er viss ómöguleiki. Sú hugmynd hefur fengið vængi að gerður verði málefnasamningur til tveggja ára þar sem vissar umbætur og kerfisbreytingar verið gerðar. Þessi hugmynd smellpassar við tillögur Pírata og gæti nýst fleiri flokkum að ná...

Eldur í skúr útigangsmanns

Þjóðmálaþættir eru mismunandi. Yfirleitt er þá RÚV með ágætis þætti í morgunsárið en Bylgjan sjaldnar. Nú voru þessar rásir með langar útleggingar á vörum úr kálfaskinni og eitrun katta í Hveragerði. Daginn sem kennarar fylltu (enn einu sinni) Háskólabíó var fyrsta frétt Bylgjunnar um eld í skúri útigangsmanns. Ekki var grunur um að kviknað hafi út frá rafmagni. Nú kemur...

Erfitt verkefni: Myndun stjórnar yfir miðjuna

Þó vinstrimenn lýsa yfir pólitísku vori í miðjum norðangarra með því að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar getur komið hret. Hretið felst í þeim ómögleika að fiskveiðistefna Viðreisnar er afar frábrugðin stefnu Vinstri grænna. Þá er nokkur ómögleiki Pírata og Bjartar framtíðar að vinna saman. Á báðum stöðum eru konur með temprament. Skrúfan (i.e. Samfylking) mun verða mikilvægur hlekkur...

Stjórnarmyndun: Engey út - Kata inn

Stórtíðindi. Engin Engeyjarstjórn verður mynduð í bráð. Nú er Katrín Jakobsdóttir um það bil að fá umboðið ósýnilega og þar með boltann umtalaða. Katrín þarf að mynda fimm flokka stjórn og jafnvel fá málefnastuðning yfir miðjuna. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokki hugnast ekki markaðsleið í sjávarútvegi. Það er saga til næstu bæjar. En hvað felldi þessar viðræður. Í raun kosningasvik Bjarna...

Stjórnarmyndun: Verður Framsókn fjórða hjólið?

Skilyrði Viðreisnar fyrir stjórnarmyndunarviðræður var að Framsókn yrði ekki með. Með því var Viðreisn að árétta að hún væri ekki þriðja hjól fallandi ríkisstjórnar. Ef stjórnarmyndun Bjarna tekst er meirihlutinn knappur. Hver og einn þingmaður hefur vantraustsvald. Vandinn liggur einnig í því að stór hluti þingmanna er nýliði. Límið í ráðherra- og þingstólunum er því ekki ólseigt. Því gæti svo...

Stjórnarmyndun: Vinstriviðræður hafnar

Smátt og smátt dregur af formanni Sjálfstæðisflokknum og stundarglasið að tæmast. Bjarni Benediktsson á tvo kosti: Skila stjórnarmyndunarumboðinu [ósýnilega] eða ganga að afarkostum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. "Afarkostirnir" eru þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB viðræður og þátttaka Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn. Blinda formanns Sjálfstæðisflokksins felst í því að sjá ekki að ekkert verður að frétta frá Brussel fyrir en 2020 í fyrsta...