Gísli Baldvinsson
Gísli Baldvinsson er náms- og starfsráðgjafi að mennt. Einnig er hann með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Gísli hefur bloggað um áratuga skeið fyrst á Moggablogginu og síðar á Eyjunni. Hann bloggar að mestu um þjóðfélagsmál og málefni líðandi stundar. Ekkert er honum óviðkomandi. Einkunnarorð hans eru: jöfnuður-réttlæti –sanngirni.

Styðja ekki stjórnarsáttmálann

Athyglisverð staða hefur komið upp hvað varðar stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks styðja ekki lagasetningu um jafnlaunavottun: -Málið nýtur ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna, Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, styður málið ekki: „Það hefur legið fyrir alveg frá upphafi, frá því við lögðum upp í þessa vegferð, þessi ríkisstjórn að ég myndi ekki styðja þetta frumvarp.- Nú...

Er bæjarstjórinn að skrökva?

Yfirleitt er slétt og fellt í stjórnsýslu sveitarfélaganna og fulltrúar afgreiða ákvarðanir í sátt. Eitt af því sem hefur alltaf ríkt sátt um í Kópavogi er fundartími nefnda. Að vísu hafa komið fram tillögur um breytingar á fundartíma en þá með góðum fyrirvara. Hér er dæmi um annað: -Á fundi bæjarráðs í gær dró aftur til tíðinda í fundartíma-málinu þegar...

Banvænt íhaldsfaðmlag

Nokkuð fyrirsjáanlegt gerðist. Bæði viðhengi Sjálfstæðisflokksins hrunin í skoðanakönnunum. Þessi nýja könnun Fréttablaðsins byggir á aðferðum Félagsvísindastofnun HÍ og þar með fylgispurningunni um hversu líklegt óákveðni kjósandinn kjósi xD. En hvert fór fylgið? Ekki til Samfylkingarinnar. Ekki til Pírata. Ekki til Framsóknarflokksins. Nei fylgið fór á tvo staði, heim á aðalbólið í Valhöll og á Vinstri græna. Faðmlag íhaldsins er...

Verður Borgarlínu laumað yfir Fossvoginn?

Stundum er talað um að menn sofi að feigðarósi. Átökin hér eru um Kópavogsós. Kjarninn greinir frá: -Hrafnkell segir að það sé ótímabært að segja til um hvaða sam­göngutækni muni drífa Borgarlínuna á endanum. Það gæti vel verið að sjálfakandi strætislestir á gúmmíhjólum verði sú lausn sem verið fyrir valinu. Einnig skiptir máli hvaða áhrif tæknin mun hafa á...

Að fara heim og falla á sverð

„Þetta er spurning um hvernig fréttirnar eru matreiddar." Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Ennfremur: „Burtséð frá því hvað er rétt lagalega þá er þetta algjörlega rangt, það er byrjað á því að skapa rangar væntingar sem því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun, það má segja að það sé nánast siðlaust finnst mér af síðasta Alþingi."...

Platlækkun bankastjóra

Eftirfarandi fyrirsögn sást í sjölmiðlun: -Kjararáð lækkar laun bankastjóra Íslandsbanka um rúm 40 prósent- Gott og vel enda laun bankastjórans vel yfir meðaltali almennings: -Samkvæmt úrskurðinum sem er frá 31. janúar síðastliðnum en birtur var í dag mun Birna hafa 25 milljónir króna í árslaun. Samkvæmt ársreikningi Íslandsbanka frá árinu 2015 hafði Birna 43,7 milljónir króna í árslaun en ársreikningur...

Sjómannadeilan- Af hverju ekki gerðardóm?

Kennaradeilan 2004 kemur í hugan þegar litið er til sjómanna/útgerðardeilunnar. Þá: -Hafi aðilar skv. 1. gr. ekki gert með sér kjarasamning fyrir 15. desember 2004 skal Hæstiréttur Íslands tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 31. mars 2005 ákveða kaup og kjör félagsmanna Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hjá þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að launanefnd sveitarfélaga. Ákvarðanir gerðardómsins...

Kolvitlaus áhersluröðun á alþingi

Hvað er nú eiginlega að gerast á alþingi? Er virkilega verið að fjalla um þýðingamestu forgangsmálin? Skoðum: Samþykkt10 Fjáraukalög 2016, fjármála- og efnahagsráðherra, þskj. 86 22.12.20161 Fjárlög 2017, fjármála- og efnahagsráðherra, þskj. 87 22.12.20167 Kjararáð, BjarnB, þskj. 59 22.12.2016 130/20166 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), fjármála- og efnahagsráðherra, þskj. 82 22.12.2016 13 Málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir...

Á að þvera Fossvog á kostnað Kópavogsbúa?

Smátt og smátt færast menn nær þeirri ákvörðun hvort umhverfi eða einkabíllinn eigi að ráða ferð. Gegnsæi ákvörðunar er ekki gegnsæ a.m.k. hér í Kópavogi, sem er furða þar sem Björt framtíð lagði mikla áherslu á gegnsæi stjórnsýslu. Borgarlínan er framkvæmdaheiti yfir samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Þó ég teljist ekki mikill umhverfissinni [þó ég fullflokki sorp] fór um mig hrollur þegar...

Kjör þingmanna- Kallarnir máttu þetta!

Theodóra S. Þorsteinsdóttir hefur verið í skotlínuni vegna þess hversu marga hatta hún hafi samtímis. Hennar rök virðast vera þau að karlar, úr sama bæ hefðu komist upp með þetta. Það eru vond rök. Skoðum þá þingmenn sem nú búa eða hafa verið í bæjarstjórn Kópavogs: Hér sést að Ármann Kr. Ólafsson sýnilega duglegastur. Ef myndin er stækkuð sést að...

Hatursumræða: Réttlæti vísað frá

Þetta stendur á íslenskum lögum: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ (Almenn hegningarlögum nr. 19/1940 - Ákvæði 233. gr.) Nú hefur ákæru ríkissaksóknara verið vísað frá á hendur þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu...

Líkur á vorkosningum vaxa

Ekki náðist samkomulag um kjör í fastanefndir alþingis. Það gæti leitt til erfiðra samskipta milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Minnihlutinn verður væntanlega þverari að taka mál úr nefndum og hugsanlega jarðvegur fyrir málþóf myndist. Núverandi meirihluti fékk um 47% atkvæða í alþingiskosningum og rúm 51% þingmanna. Sá þingstyrkur nægir að náist ekki samkomulag um nefndir nær meirihlutinn um 55% nefndasæta í...

Ríkisstjórnir í byrjun árs lifa skemur

Eðlilega er rætt um á fyrsta fundi ríkisstjórnar um lífdaga ríkisstjórnar. Strangt til tekið er kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar fram að áramótum 2017 - 2018. Á lýðveldistíma hafa engar stjórnir sem myndaðar hafa verið í byrjun árs lifað lengur en rúm þrjú ár:* 4. febrúar 1947 – 6. desember 1949 Ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar.8. febrúar 1980 – 26. maí 1983 Ráðuneyti...

Engeyjarstjórn: Óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistíma?

Ýmis met eru bætt í heimi stjórnmálanna. Stjórnmálafræðingar halda utan um atburði og tölfræði og minna á þegar þarf. Eitt met vill engin ríkisstjórn eiga. Það er að vera óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma. Nú virðist ómynduð ríkisstjórn bæta þetta met, og áður en hún kemst til valda. Lóðin á þá vogarskál virðast vera tímalínubrenglun verðandi forsætisráðherra auk klaufalegrar tilraunar að...

Brynjar og Haraldur setja fyrirvara

Brynjar Níelsson og Haraldur Benediktsson hafa á þingflokksfundi sett fyrirvara um stuðning við ríkisstjórn DAC. Fyrirvari Brynjars er vegna úthlutunar ráðherrastóla. Brynjar telur að miðað við þingfylgi eigi Sjálfstæðisflokkur að fá sex ráðherrastóla. Sjálfur hefur hann haft augastað á dómsmálaráðuneytinu og lagt til að það ráðuneyti verði tekið út úr innanríkisráðuneytinu. Haraldur Benediktsson sér sjálfan sig sem landbúnaðarráðherra og þannig...

Bakslag í baklandi BF

Kurr er komið upp í baklandi Bjartrar framtíðar. Mörgum finnst þeir ekki hafa fengið nægjanlegar upplýsingar sem skýrir framsögu formanns BF í öllum fréttatímum. Margir telja að fyrst sé stefnan útþynnt í samvinnu við Viðreisn og það þunnildi hrært í sjálfstæðispottinn. Þá er andstaða við það að formaður flokksins taki við starfi utanríkisráðherra og benda á fylgistap annarra flokka við...

Lítil hrifning með DAC stjórnina innan Sjálfstæðisflokks

Vindátt stjórnmála breytist hratt eins og dæmin sanna. Áður en flugeldum var skotið á loft fyrir áramót virtist blasa við að últra-hægri stjórn tæki við stjórnartaumum á nýju ári. Samkvæmt heimildum voru fleiri á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í morgun sem töluðu fyrir uppfærðri Panamastjórn þ.e. samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. ESB viðræður eða umfjöllun er viðkvæm innan Sjálfstæðisflokksins og einna...

Áramót til hægri

Nú liggur fyrir að farið er að sjást í kollinn á DAC stjórninni. Það virðist vera komin bræðingur um sjávarútveg og Evrópumál væntanlega það loðið að sjálfstæðismenn geta kyngt. Það vefst ekkert fyrir þessum flokkum þó stjórnarskrármálið flækist fyrir. Mýktin í ráðherrastólunum er freistandi. Að öllum líkindum erum við að sjá fæðast á nýju ári þá mesta hægristjórn sem ríkt...

Fjárlög við sögulegar aðstæður

Það er nú ekki fordæmislaust að fjárlög hafi verið afgreidd undir starfsstjórn eins og stjórnmálamenn apa nú eftir öðrum. Sannarlega sögulegt og held ég að ástæður séu m.a. þessar: x Margir nýir þingmenn um helmingur taka þátt í fjárlagagerð í fyrsta sinn. Nýir þingmenn voru ekki tilbúnir á hefðbundin refskap svo sem málþóf. Á sveitarstjórnarstiginu er slíkt algengt og þykir...

Stafrófsflokkarnir mynda náttúrulegan meirihluta

Flokkadrættir á alþingi taka á sig mynd. Stafrófsflokkarnir ABCD mynda meirihluta í lífeyrissjóðsmálinu eða LSR málinu. Þetta frumvarp er mikilvægt og jafnframt staðsetur nýja stjórnmálaflokka á tvívíðum ás stjórnmálanna. Það sem kemur á óvart hvar Viðreisn og Björt framtíð lenda. Mun meira til hægri við miðjuna. Þessi staðsetning byggir á þeirri staðreynd að í þessum meirihluta er gegnrýni stéttarfélaganna hunsuð....

Vorkosningar breyta litlu

Fleiri bætast í kórinn sem vill kjósa aftur í vor. Að mínu mati er sú skoðun byggð á hagsmunum þess flokks sem viðkomandi styður ekki heildarhagsmunum. Fréttablaðið birtir áhugaverða könnun sem virðist ekki breyta miklu. Vissulega gætu kosningavanir flokkar nýtt sér það óvissuástand sem nú hefur skapast, og farið að tala um "klettinn í hafinu" eða "kjölfestan í íslenskum stjórnmálum"....

Framsókn í heila öld

Þann 16. desember 1916 var Framsóknarflokkurinn formlega stofnaður af þingflokki bænda og samvinnufólks. Fyrr á árinu var stjórnmálaflokkur launamanna stofnaður og þá í tengslum við stofnun Alþýðusambands Íslands. Eðlismunur er á stofnun þessara flokka því kjarni Framsóknarflokksins voru þingmenn, en kjarni Alþýðuflokks voru launamenn. Framsóknarflokkurinn taldist því til svokallaðra elítuflokka eða kjarnræðisflokka, en Alþýðuflokkurinn fjöldahreyfing. Tengsl Alþýðuflokks og Alþýðusambandsins rofnaði...

Hæpið að tala um stjórnarkreppu

Í tengslum við núverandi stjórnarmyndanir voru sumir fljótir að nota orðið stjórnarkreppa um stöðuna. Stjórnmálamenn hafi farið tvo hringi bæði formlega og óformlega. Það er þó ekki fyrr en í byrjun þessara viku sem forsetinn hafi opnað á myndun minnihlutastjórnar. Í raun þurfa flokkar á alþingi ekki að spyrja forsetann hvaða form eða ríkisstjórnargerð þeir huga að. Gullna reglan er...

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“

Þegar áfram er steinum velt eftir Hrunið kemur fleira óhreint í ljós. Nýjasta dæmið er furðuúttekt föður fjármálaráðherra. Fyrirsögnin er fengin úr frétt Stundarinnar en þar segir frá því að korter fyrir Hrun flutti Benedikt Sveinsson hvorki meir eða minna en hálfan miljarð yfir á setrið í Florída. En þarna er meira: -Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra...

UTANÞINGSSTJÓRN Í KORTUNUM

Sandurinn í stundaglasi Pírata í stjórnarmyndun er að runninn. Ef alþingismenn vilja bjarga heiðri alþingis er líklegast að Viðreisn og Björt framtíð gangi í björg Sjálfstæðismanna. Líklegast verður um sinn samkomulag um afgreiðslu fjárlaga og kosið aftur í vor. Samkvæmt þessu leysir ein hægristjórn, Engeyjarstjórnin, aðra hægri stjórn sem laskaðist af Panamaskjölum. Vilji kjósenda?