Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Á að leyfa flengingar?

Á að leyfa flengingar?

Svarið er auðvitað nei. En stórveldin eru einmitt þessa dagana að beita flengingarrökunum.

”Efnavopnaárás verður ekki liðin og eina leið gegn slíku er harðar aðgerðir” , segja ráðamenn. 

Mér finnst ekki nægjanlega koma skýrt fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvort það styður áframhaldandi “flengingar” .

Á sama hátt og varð ljóst í uppeldi að flengingar skilar litlu, þá skilar það enn minna að bombardera eiturefnageymslur eða verksmiðjur. Líklegast virkasta leiðin til að dreifa eiturefnum!

Vonandi ræskir @lþingi sig og minnir á að þátttaka í hernaðaraðgerðum er háð samþykki meirihluta.

Nema við flengjum stjórnmálamennina?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni