Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Stjórnarandstaðan: Sátu þau sama fundinn?

Stjórnarandstaðan: Sátu þau sama fundinn?

Loksins fékk stjórnarandstaðan fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Fundarefnið var áherslumál stjórnarinnar og "hugsanlegar" kosningar í haust.

Skoðum upplifun tveggja fundarmanna:

Birgitta Jónsdóttir:

Ég mætti jákvæð á þennan fund og átti von á því að við myndum fá forgangslista ríkisstjórnarinnar um hvaða mál það eru sem þarf að leggja allt kapp á að klára á svo stuttum tíma sem talað hefur verið um að þetta þing inniberi, vegna forsetakosninga og almennra sumarfría starfsmanna á þingi og í stjórnsýslu. En það var ekki fyrr en undir lok fundar sem ég var orðin verulega pirruð og byrsti mig við þá kappa sem fara með völdin að Sigurður Ingi fór fram og lét ljósrita listann með 75 málum sem þeir hafa hreinlega ekki neitt forgangsraðað og ljóst er að setja á ábyrgðina á stjórnarandstöðuna um hvenær hinn raunverulegi kjördagur á að vera, því ef við gerum ekki bara allt eins og þeir vilja þá verður hætt við að hætta. Mér finnst það algerlega óásættanlegt. Ég sagði að við værum tilbúin að vinna vel að því sem væri á forgangslista svo framarlega að það lægi algerlega ljóst fyrir og væri geirnelgt hver kjördagurinn er en þeir láta enn hótunina liggja í loftinu og vitandi hve innantóm þeirra loforð eru þá get ég ekki sagt að það hafi skapast neitt traust þarna inni um að innistæða væri fyrir þessari tillögu sem kom frá þeim sjálfum þegar allt var að fara á annan endan í samfélaginu nýverið. Óvissan er alfarið þeirra.

 

Árni Páll Árnason:

Það er mik­il­vægt að kjör­dag­ur liggi fyr­ir. Við vild­um auðvitað að það yrði kosið strax í vor, en það var fellt í þing­inu. En það er ennþá mín afstaða að það væri best að kjósa í vor,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is. Hann sat fund ásamt Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­sæt­is­ráðherra, Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­málaráðherra og for­ystu­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í dag. 

-

Sátu þau sama fundinn?

Með því að púsla ummæli stjórnarsinna hér og þar aðallega á útvarpi Sögu og ÍNN þá er efi. Þar er nefnilega stjórnmálamennirnir í öruggu skjóli og tala hreint út.

-Það verða ekki kosningar í haust.-

Ef málalistinn er 75 mál og þar á meðal útþynnt drög að stjórnarskrárbreytingum er þetta augljóst.

Er eiginlega hissa að fjölmiðlar hafi ekki fattað þetta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu