Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Löglegt, þetta má

Löglegt, þetta má

Var að hlusta á samtal drengja sem búa í einu auðugasta sveitarfélagi landsins sem jafnframt sækir nær alla þjónustu til Reykjavíkur.

Þeir voru að tala um aflandsfélög og skattaskjól. Einn sagði:

"Þetta má engin lög voru brotin".

Það sem má er:

x   Vera búinn að gleyma því að eiga aflandsfélög og fé í skattaskjóli

x   Halda að fjárfestingarfélag sitt sé skráð í banka í Lúxenborg

x   Fullvissa aðra að allir skattar og gjöld hafi verið greidd á Íslandi

x  Hvíta samviskuna með því að þetta sé gamall gjörningur og félagið afskráð

Svona get ég haldið áfram vegna þess að nú eru þrjár vikur þar sem ljóst var að þrír ráðherrar áttu/eiga félög í skattaskjóli.

Einn þeirra er sjálfur ráðherra skattamála.

Er ekki tími kominn til að þetta fólk segi af sér?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni