Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Sjö flokkar á næsta alþingi?

Sjö flokkar á næsta alþingi?

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur ekki útilokað að sjö flokkar nái inn á næsta þing eftir alþingiskosningar. Björt framtíð er að hressast og turnarnir tveir Sjálfstæðisflokkur og Píratar lækka.

Það sem styður þessa tilgátu er þróun flokkakerfis á Norðurlöndum. Flestir í kringum miðjuna eða á endum stjórnmálaássins.

En getur verið að Viðreisn að toppa of snemma? Viðreisn hefur haldið vel á áróðursvopninu á sama tíma sem aðrir flokkar utan Vinstri grænna þurfa að taka á ýmsum krísum. Samfylkingin virðist fara hægt upp skalann en það hægt að línulega rétt næði fyrra kjörfylgi.

Stjórnarflokkarnir takast á við innanmein, reyndar af ólíkum toga. Sjálfstæðisflokkur vegna kvennaskorts og Framsókn vegna forystuvanda.

Páll Valur Björnsson alþingismaður Bjartar framtíðar flutti að mínu mati bestu ræðuna. Endaði reyndar ræðuna eins og kveðjuræðu sem er alger óþarfi. BF á enn erindi á alþingi.

Mér sýnist að stjórnarflokkarnir eigi enn inni meira fylgi. Píratar að komast á það svæði sem margir hafa spáð.

Verði breyting á forystu Framsóknar er ekki útilokað að hún nái 15 prósenta markinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni