Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Nýtt lífeyriskerfi - klúður eða kjarabót?

Nýtt lífeyriskerfi - klúður eða kjarabót?

Kennarasambandinu berast þessa dagana mótmæli frá reiðum kennurum sem telja að sambandið hafi samið af sér með tilkomu nýs lífeyriskerfis. Ætlun þessara breytinga er að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna og ætlunin var að þeir opinberir starfsmenn sem eru í A-flokki lífeyrissjóðs LSR sem hefja störf eftir lagabreytingu fái þau réttindi. Sjá frumvarp.

Helsta gagnrýni kennara er þessi:

x   Samkvæmt samkomulaginu þykir ljóst að framtíðarlífeyrisréttindi nýrra starfsmanna verði skert, starfsævin lengd og ábyrgð vinnuveitanda á Lífeyrirssjóði opinberra starfsmanna afnumin. Þetta er gert án þess að niðurstaða hafi fengist um hvað komi í staðinn og á hvern hátt laun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins verði jöfnuð.
Ein af grunnforsendum jöfnunar lífeyrirsréttinda er að launakjör á milli markaða verði á sama tíma jöfnuð en slíkt er alls ekki tryggt. Með samkomulaginu er ljóst að kjör kennara versni en þau þykja ekki góð fyrir. Slíkt er óverjandi með öllu við þær aðstæður sem nú eru uppi í kjaramálum kennara.

x     Nú liggur fyrir að lífeyrisréttindi nýrra starfsmanna verða skv. samkomulaginu skert, starfsævin lengd og ríkisisábyrgð sjóðsins afnumin þó enn sé óséð hvernig laun verða jöfnuð á við almenna markaðinn og engin trygging fyrir því að slíkt gangi eftir á næstunni. Það er því ljóst að með samkomulaginu eru kjör kennara, sem slæm eru fyrir, gerð enn verri. Slíkt er óverjandi með öllu við þær aðstæður sem nú eru uppi í kjaramálum kennara.

x     Burtséð frá vinnubrögðunum og þeirri leynd hvílt hefur yfir þessum málum þá hafa kennarar að auki slæma reynslu af því að treysta stjórnvöldum og „vilja þeirra“ til að „leitast við“ að hækka laun eða bæta kjör okkar á nokkurn hátt.

x     Sé raunverulegur vilji til „launajöfnunar“ hefði það átt að endurspeglast í nýgerðum kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu en þar sáust engin merki um þann yfirlýsta vilja sem fram kemur í þessu samkomulagi.

[Frá BHM]: Lífeyrisauki sem eigi að koma í veg fyrir skerðingu gangi aðeins til virkra greiðenda í sjóðinn, samkvæmt frumvarpinu, en ekki til allra núverandi sjóðfélaga, svo sem þeirra sem einhvern tímann hafa greitt í sjóðinn, eða þeirra sem hafa hafið töku lífeyris. Réttindi núverandi sjóðfélaga eigi að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingar en frumvarpið tryggi ekki að svo sé.

Stjórn Kennarasambandsins sá ástæðu til að álykta vegna þessa:

Stjórn Kennarasambands Íslands (KÍ) fjallaði um á fundi sínum sunnudaginn 11. september 2016 samkomulag BHM, BSRB og KÍ annars vegar og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Í ljósi þess að fallist hefur verið á skilyrði KÍ frá 9. september um að ef Varúðarsjóðirnir tæmast verði jöfn verðmæti réttinda sjóðfélaga tryggð, þá samþykkir stjórn KÍ samkomulagið í trausti þess að markmið sjöundu greinar samkomulagsins nái fram að ganga.
[Samþykkt 207. fundar stjórnar Kennarasambands Íslands].

Traust stjórnar sambandsins byggir m.a. á þessu ákvæði:

-Um 7.grein: [...]Samkomulagið felur í sér að við fulla fjármögnun framtíðarskuldbindinga er dregið verulega úr allri áhættu sjóðsins. Þar með hefur kerfisbundin skekkja, sem m.a. leiddi af óhagstæðri aldurssamsetningu sjóðfélaga við stofnun A-deildarinnar, verið leiðrétt. Afnám skyldu launagreiðanda til að hækka iðgjald til að fjármagna fastákveðin réttindi er engu að síður viðkvæmt mál í hugum margra sjóðfélaga og við því er brugðist með stofnun varúðar­sjóðsins. Óvissa um getu sjóðsins til að mæta lífeyrisskuldbindingum í framtíðinni er þrátt fyrir það til staðar og því er lagt til að dugi varúðarsjóðurinn ekki til að tryggja markmið um jafn verðmæt réttindi, sbr. 2. mgr. b-liðar 7. gr., skuli launagreiðendur taka upp viðræður við heildarsamtök opinberra starfsmanna um hvernig við því verði brugðist, sbr. c-lið 3. mgr. Í þeim viðræðum skal lagt mat á hvort þær tryggingafræðilegu forsendur sem byggt er á við ákvörðun á framlagi í lífeyrisaukasjóð, svo sem forsendur varðandi útreikning á lífslíkum, hafi leitt til vanmats á fjárþörf sjóðsins. Verði það niðurstaðan skal brugðist við því þannig að markmið samkomulags aðila um jafn verðmæt réttindi sjóðfélaga séu tryggð.
[leturbr. gb]

Ekki finnst mér það nægjanlega traust að hér séu lífeyrisréttindin tryggð með jafn loðnu orðalagi og sem hér er sérmerkt.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni