Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Flokksval Samfylkingar: Ósamræmi og ójafnrétti

Flokksval Samfylkingar: Ósamræmi og ójafnrétti

Seint verður fundir réttlát og sanngjörn regla um val á framboðslistum nema kjósendum sé treyst á kjördag og þá með persónukosningu.

Stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að þeim sé ekki treystandi.*

Eftir flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kraganum (suðvestur) er ljóst að þar eru ekki samræmdar reglur það er farið eins að í framkvæmd. Ég tek hér saman nokkur atriði byggða á fréttaskýringum og tölulegum staðreyndum.

Athygli vekur að á listanum er vikið frá reglum flokksins um jafnræði kynjanna á framboðslistum. Samkvæmt reglum flokksins skal það jafnræði tryggt í efstu sætum listans með því að láta reglur um paralista eða fléttulista ráða í þeim sætum sem kosið er í bindandi kosningu. Niðurstöður flokksvalsins voru bindandi fyrir átta efstu sætin, fjögur í hvoru kjördæmi og beita átti pörun við uppröðun á listana.

Úrslit flokksvals Samfylkingarinnar var þannig:
Össur Skarphéðinsson,
og í næstu sætum á eftir komu þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Eva H. Baldursdóttir,
Helgi Hjörvar,
Valgerður Bjarnadóttir,
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir,
Auður Alfa Ólafsdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir,
Magnús Már Guðmundsson og
Gunnar Alexander Ólafsson.

Vikið var frá kynjareglu í Reykjavík suður

    Össur Skarphéðinsson, Alþingismaður
    Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur (1982)
    Valgerður Bjarnadóttir, Alþingismaður
    Auður Alfa Ólafsdóttir, (1989) stjórnmálahagfræðingur
    Magnús Már Guðmundsson, framhaldsskólakennari og borgarfulltrúi

Hefði átt að vera:

Össur Skarphéðinsson,
Eva Baldursdóttir, (1982) og
Magnús Már Guðmundsson (1982)
Valgerður Bjarnadóttir
Auður Alfa Ólafsdóttir.(1989)

Vikið frá aldursreglu í Reykjavík norður

Í efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður eru þau
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Helgi Hjörvar og
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Öll eru þau yfir 35 ára
Steinunn Ýr Einarsdóttir, (1982) kennari
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur

Hefði átt að vera:
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Helgi Hjörvar
Steinunn Ýr Einarsdóttir, (1982) kennari
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Í reglum flokksins segir: Skuldbindandi reglur um aðferðir við val á framboðslista-Ávallt skal leitast við að á framboðslistum séu frambjóðendur yngri en 35 ára í að minnsta kosti fimmtungi þeirra sæta sem stillt er upp í. [lbr. gb]

Samþykkt var á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn að í einu af þremur efstu sætum flokksins á listunum í Reykjavík skuli sitja einn frambjóðandi 35 ára eða yngri. Á þessu er hnekkt í fyrrnefndri frétt um framkvæmd flokksvalsins. [lbr. gb]

Hér er fastar kveðið að orði sem frekar festir vandann en leysir.

Önnur framkvæmd en í Kraganum

Í þessu samhengi má benda á að í kosningu í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hlaut Margrét Tryggvadóttir kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður um sæti þar eð enginn þeirra sem hlutu efstu þrjú sætin voru 35 ára eða yngri. Var því Sema Erla Serdar færð upp í þriðja sætið. Þá var staðan orðin sú að tvær konur voru í sætum 2. og 3. þar eð Margrét Gauja Magnúsdóttir hlaut kosningu í 2. sætið. Þurfti því að færa Margréti Tryggvadóttur niður í 5. sæti vegna kynjasjónarmiða.

Þó fékk Margrét samanlagt flest atkvæði í prófkjörinu sem er upplýsandi.

Hér er einn athyglisverður punktur:

-Gert í samráði við frambjóðendur í Reykjavík

Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir í samtali við Eyjuna að valnefnd flokksins í Reykjavík hafi ákveðið í samráði við frambjóðendur flokksins að láta úrslit standa eins og þau urðu í flokksvali flokksins. Erfitt hafi verið að samþætta kynjareglu, aldursreglu og reglu um bindandi úrslit í sæti í flokksvalinu, ekki síst í ljósi þess að deila þurfti frambjóðendum niður á tvö kjördæmi. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að láta úrslitin úr flokksvalinu standa og var haft samráð við alla þá sem hlutu kosningu í flokksvalinu, ekki síst þá sem hefðu mátt vænta þess að þeirra röðun myndi breytast ef tekið hefði verið tillilt til kynja- eða aldursregla. Um þá framkvæmd hafi ríkt sátt.-

Eins og ég les út úr orðum framkvæmdastjórans þá getur "sátt" vikið samþykktum reglum til hliðar.

Er þetta jafnræði og jöfnuður?

* Þess skal getið að Samfylkingin á Akureyri leggur til perónukosningu í sv.stj. kosningum vorið 2018.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni