Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hauck & Aufhäuser Privatbankiers

Hauck & Aufhäuser Privatbankiers

Nú hefur umboðsmaður alþingis bankað í alþingi vegna þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupunum á eignarhluta ríkisins í Búnaðarbankanum. Tryggvi segir að frekari úrvinnsla þeirra upplýsinga sem hann hafi, og viðbótar gagnaöflun, sé líkleg til að leiða fram nýjar staðreyndir um hver raunverulegur þáttur þýska bankans var. Hvorki umboðsmaður né Ríkisendurskoðun hafi nauðsynlegar heimildir til þess.

Líklegast svindl frá byrjun. 

Egill Helgason bloggaði um þetta í janúar 2009:

"Það var ákveðið að útvaldir framsóknarmenn fengju Búnaðarbankann. Þar vönduðust málin aðeins því þeir áttu ekki fyrir bankanum. Í raun hefði það átt að útiloka þá frá kaupunum. En Halldór Ásgrímsson og félagar dóu ekki ráðalausir. Útvegað var lán í Landsbankanum til að S-hópurinn með Ólaf Ólafsson í fararbroddi gæti keypt Búnaðarbankann. Lánið var veitt rétt áður en Björgólfar tóku yfir Landsbankann. Kaupverðið var jafn fáránlega lágt og tilfelli Landsbankans.[...]
Á sama tíma var sett upp leikrit sem fjallaði um þýskan banka, Hauck und Aufhäuser sem átti að vera stór aðili að kaupunum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að bankinn var ekki annað en skúffa úti í Evrópu Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði að þetta væri það sem gerði útslagið, að virtur erlendur banki væri með. Ekki verður séð að þýski bankinn hafi komið með krónu inn í íslenska lögsögu– og kemur hann ekki meira við sögu."

Augu fólks munu því beinast að ákvörðun alþingis í þessum málum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu