Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Framsókn: Wintrislituð kosningabarátta

Framsókn: Wintrislituð kosningabarátta

Það er mikill munur á vinstristjórn og Wintrisstjórn. Líklegast mun ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fara í sögubækurnar sem Wintrisstjórnin.

En í upphafi kosningabaráttunnar er þetta aflandsfélag að þælast fyrir kosningabaráttu framsóknarmanna. [skv. nýjum stafsetningareglum á að skrifa stjórnmálahóp manna með stórum staf sem ég mun ekki fylgja!]

Í fyrstu kappræðum stjórnmálatylftarinnar var innlegg formanns Framsóknarflokksins þetta þegar hann var skiljanlega spurður um yfirbreiðslur sínar og ósannsögli:

-„Ég get beðist afsökunar á ýmsu sem einstaklingur og sem stjórnmálamaður. Og sem stjórnmálamaður verður maður alltaf að reyna að bæta sig og viðurkenna það að það sé alltaf hægt að bæta sig. En það er ekki hægt að biðjast afsökunar á því sem er ekki hægt að kalla annað en ótrúlega árás sem – kom á daginn og hefur sýnt sig og verið sannað – að var tilefnislaus og ótrúlega gróf.-

Í þessu svari felst ansi mikil afneitun og ekki víst að verði flokki Sigmundar til framdráttar.

Þá heldur ekki þetta svar:

-Þáttastjórnendur spurðu fyrrverandi forsætisráðherra þá hvort honum þætti ekkert siðferðislega athugavert við það að forsætisráðherra ætti eignir á aflandseyjum.

„Ég hef aldrei átt aflandsfélag.“-

Þá vitum við það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni