Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ætlar alþingi að brjóta stjórnarskrána?

Ætlar alþingi að brjóta stjórnarskrána?

Einbeittur brotavilji virðist vera ráðandi á alþingi Íslendinga. Hljóðlega hefur þingsályktun um yfirfærslu fjármálaeftirlitsvalds til EES.runnið í gegnum umræður þingsins og nefndir.
Ósvífnast finnst mér umsögn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar:
-"[S]kiptar skoðanir eru í nefndinni um hvort framsal það sem hér er kveðið á um rúmist innan heimilda 2. gr. stjórnarskrár. Sumir nefndarmenn telja að málið reyni á þanþol stjórnarskrár hvað varðar fullveldisafsal og að þar reyni á ítrustu mörk en löggjafanum sé engu að síður heimilt að kveða á um slíkt framsal. Aðrir nefndarmenn telja að hér sé gengið lengra en 2. gr.
stjórnarskrár leyfi og að framsalsákvæði þurfi í stjórnarskrá til að unnt verði að veita umfangsmikið framsal. Um þetta atriði mun fást pólitísk niðurstaða í atkvæðagreiðslu í þingsal en dómstólar eiga um það síðasta orðið.-"

Af ummælunum má lesa að nefndarmenn séu sér meðvitaðir um stöðunni en vísa vafanum til dómstóla!

Björg Thor­ar­en­sen, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands segir í viðtali við Mbl: "„Mér þykir þetta ekki hafa tekið þeim lagfær­ing­um sem þyrfti og hef verið þeirr­ar skoðunar að það yrði ekk­ert lengra kom­ist í að teygja stjórn­ar­skrána held­ur en orðið er,“ seg­ir Björg Thor­ar­en­sen, laga­pró­fess­or við Há­skóla Íslands og sér­fræðing­ur í stjórn­skip­un­ar­rétti, í sam­tali við mbl.is spurð út í þings­álykt­un­ar­til­lögu sem til um­fjöll­un­ar er á Alþingi um að Ísland gang­ist und­ir yfirþjóðlegt fjár­mála­eft­ir­lit Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA).

Björg seg­ir ákveðinn tví­skinn­ung ríkja í stjórn­mál­un­um í þess­um efn­um. Litið sé svo á að brýn þörf á að viðhalda sam­starfi í gegn­um EES-samn­ing­inn rétt­læti það að teygt sé sí­fellt meira á stjórn­ar­skránni og bætt við nýj­um og nýj­um sviðum sem kalli á valda­framsal.

Það er því furða að stjórnarskrárnefnd alþingis klippti af þunnildinu (tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskrá) ákvæði um valdaframsal.

Er einhver hissa að ég get ekki skrifað alþingi með stórum staf?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni