Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Formaður á flótta

Formaður á flótta

Formaður Framsóknarflokksins virðist á flótta. Flótta undan því að hann fái mat og dóm á stöðu sinni sem formaður flokksins og þingmaður. Það er gert á flokksþingi og reglur svipaðar í flestum stjórnmálaflokkum.
Það er ekki þannig líkt og á húsfundi í stigagangi að formaður er kjörinn til tveggja ára og því ekki breytt.

Árni Páll Árnason þurfti að fara þessi svipugöng, fyrst þegar hann naumlega endurnýjaði umboð sitt sem formaður flokksins og svo þegar ljóst var að kosningum var flýtt og hann hafði ekki þann stuðning sem þurfti. Hann vék því sem formaður og er maður meiri.

Jeremy Corbyn formaður breska Verkamannaflokksins hafði sótt fylgi sitt til almennra félagsmanna og naut fylgi um 65% félagsmanna. Samt sköpuðust efasemdir um styrk hans eftir niðurstöður BREXIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hann þarf því að sæka enn á ný stuðning og endurnýjun til félagsmanna. Annar er einnig í kjöri og staðan er tæp. Hann þarf því að eiga orðastað við keppinautinn á fundum og fara víða í söfnun fylgis.

Það vill Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki gera en sýnir flokksmönnum baksvipinn.

Það er þvi enn vafamál hvort hann sé kominn heim.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu