Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnarskrábreyting: Óvenjuleg framlagning

Stjórnarskrábreyting: Óvenjuleg framlagning

Forsætisráðherra hefur nú lagt fram í eigin nafni frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskrá, svokölluð þunnildi, eða þrjár breytingar sem stjórnarskránefnd alþingis koma sér saman um, með fyrirvara. Það sem er einstakt við framlagningu þessa frumvarps að enginn annar stjórnmálaflokkur á alþingi styður frumvarpið.

Skoðum hversu mikil sátt hefur verið um breytingar á stjórnarskrá gegnum tíðina:

Auk þess hefur Árni Páll Árnason í eigin nafni lagt fram frumvarp til bráðabirgða um breytingar á stjórnarskrá reddingarfrumvarpið, sem er að renna sitt skeið. 

Eins og sést á þessari mynd þá eru dæmi um að forsætisráðherrar hafa lagt fram í eigin nafni frumvarp til breytingar á stjórnarskrá. Það hafa þeir gert til staðfestingar nýs þings eða góð sátt um breytingarnar t.d. 1999.

Ég sló á þann kostnað sem í gegnum tíðina hefur kostað skattgreiðendur við nefndarstörf vegna breytinga á stjórnarskrá. Mér sýnist sá raunkostnaður sé nær miljarður eða um 820 miljónir). Margar ástæður eru um ósætti um breytingar, einna helst vegna breytingar á kjördæmaskipan eða skiptingu þingsæta. Helst hefur Framsóknarflokkurinn verið dragbíturinn en nú er öldin önnur!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni