Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Fjárlög við sögulegar aðstæður

Fjárlög við sögulegar aðstæður

Það er nú ekki fordæmislaust að fjárlög hafi verið afgreidd undir starfsstjórn eins og stjórnmálamenn apa nú eftir öðrum. 

Sannarlega sögulegt og held ég að ástæður séu m.a. þessar:

x     Margir nýir þingmenn um helmingur taka þátt í fjárlagagerð í fyrsta sinn. Nýir þingmenn voru ekki tilbúnir á hefðbundin refskap svo sem málþóf. Á sveitarstjórnarstiginu er slíkt algengt og þykir ekki frétt.

x     Góð staða ríkissjóðs gefur meiri sveigjanleika kostnaðarmegin.

x     Sex minnihlutaálit frá fjárlaganefnd benda til þess að samningaborðið var fært inn í þingsalinn og þar sameinast kjördæmisþingmenn allra flokka.

x     Frestun á samþykkt fjárlaga hefði kallað á þingfundi yfir jólin sem var óþarfi þar sem stærstu línurnar voru nú þegar dregnar.

x     Næstu daga/vikur þarf að fara í stjórnarmyndunarviðræður enda ókyrrist forsetinn. Þá er vont að láta fjárlög þvælast fyrir.

x     Nýjar reglur um samningu fjárlaga setur nær alla ramma fjárlaga fasta í apríl sama árs. Í raun eru þingmenn að velta fyrir sér innan við 20% fjárlaga.

Vafalaust munu stjórnmálafræðingar setja þetta í góðan skýringarkassa með tíð og tíma.

Á meðan bíðum við hin eftir því hvort Stafrófsstjórnin nái saman.

Óska öllum lesendum mínum gleðilegra jóla!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu