Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Brotið á lýðræðisrétti ÞÍNUM

Brotið á lýðræðisrétti ÞÍNUM

Það skýtur óneitanlega skökku við að á Fundi Fólksins sem haldinn var um helgina þar sem almenningi átti m.a. að vera gefinn kostur á að kynna sér flokka sem bjóða fram til Alþingis skyldu einungis útvaldir fá að vera með. Formaður eins af litlu flokkunum var mættur á viðburð sem var auglýstur sem ,,Stjórnmálabúðir – Upptaktur kosninga“. Hann var með þjósti beðinn um að fara niður af pallinum og sagður ,,ekki eiga að vera þarna“. Hann talar strax við verkefnisstjóra Funds Fólksins sem sver af sér ábyrgð og segir fjölmiðla stjórna þessu. Þetta var ekki eini vettvangurinn á Fundi Fólksins þar sem litlu flokkunum var ekki boðið að taka þátt. Rökin um að eingöngu flokkar með sitjandi þingmenn eiga ekki við þar sem fulltrúi Viðreisnar var alls staðar með. Þetta sýnir svo mikið vanda Íslands í hnotskurn. Stöðugt er brotið á lýðræðisréttindum fólks. Átti þetta kannski að heita fundur Flokksins?!

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu