Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Rangar staðreyndir á ekki að afsaka sem „bara“ skoðanir

Eitt af því sem ég tek eftir í umræðunni er að fólk virðist ekki alltaf gera greinarmun á staðhæfingum sem byggja á gildismati eða „skoðunum“ annars vegar og staðhæfingum sem byggja á ,,staðreyndum“ hins vegar. Þær síðarnefndu geta sem sagt verið annað hvort réttar eða rangar (sannar eða ósannar) meðan að skoðanir sem slíkar mælast ekki á þeim ás; þótt fólki geti að sjálfsögðu fundist skoðanir misgóðar eða misgáfulegar.

Vissulega er margt á gráu svæði og sumar staðhæfingar þannig að hægt er að túlka þær bæði sem „vonda“ skoðun eða ranga staðreynd. En stundum reynir fólk að setja ranga staðreynd í „felubúning“ skoðanna eða sem meira er afsakar fólk allskyns „vitleysu“ sem bara skoðanir og ræðir um þær sem slíkar. Tökum dæmi um staðhæfingu: Það á ekki að hleypa flóttamönnum inn í landið þar sem þeir eru upp til hópa hættulegir og geta ekki aðlagast menningunni hér. Má tala um þetta sem „bara“ skoðun  eða þurfum við að ræða um þetta sem ranga staðreynd? Dæmi nú hver fyrir sig.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni