Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Til skammar fyrir Samherja,“ segir forsætis­ráðherra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur var „per­sónu­lega mjög brugð­ið“ yf­ir mútu­máli Sam­herja. Hún legg­ur áherslu á að fram­ferði Sam­herja verði rann­sak­að. Hún treyst­ir Kristjáni Þór Júlí­us­syni sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrátt fyr­ir teng­ing­ar hans við fyr­ir­tæk­ið. Katrín seg­ir að skoð­að verði að Vinstri græn skili styrkj­um sem flokk­ur­inn fékk frá Sam­herja.

„Til skammar fyrir Samherja,“ segir forsætis­ráðherra
Segir framferði Samherja minna á framferði nýlenduherra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framferði Samherja í Namibíu vera þeim til skammar. Mynd: Shutterstock

„Gögnin eins og þau eru birt eru mjög sláandi og ef málavextir eru eins og þeir líta út fyrir þá var mér persónulega mjög brugðið. Ef málið er vaxið með þessum hætti þá er það til skammar fyrir Samherja.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í spurð um viðbrögð hennar við uppljóstrunum um mútugreiðslur Samherja í Namibíu.

Katrín segir að málið sé áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf almennt og mjög mikilvægt að málið verði rannsakað ofan í kjölin, rétt eins og hafið sé nú þegar.

-Hyggst þú ganga á eftir því að málið verði rannsakað?

„Við búum auðvitað í réttarríki og héraðssaksóknari er þegar kominn með málið til meðferðar þannig að það verður rannsakað. Ég veit líka að skattrannsóknarstjóri er komin með afmörkuð gögn sem tengast málinu til skoðunar. Ég lít svo á að okkar opinbera kerfi sé þannig að virka en augljóslega þarf að vanda til verka og rannsaka þetta mál ofan í kjölinn.“

Segir upplýsingarnar engu breyta um Seðlabankamál Samherja

-Breyta þessar upplýsingar einhverju um sýn þína á málaferli Samherja og Seðlabankans, og ákvörðun þína um að upplýsa bæri lögregluna um meint samskipti Seðlabankans við RÚV?

„Sú ákvörðun er óskyld þessu máli og varðar bara lög um Seðlabankann þannig að ég tel ekki að þetta tengist. Það mál kom auðvitað til vegna greinargerðar bankaráðs og umsagnar umboðsmanns Alþingis þannig að það mál er bara í sjálfstæðu ferli.“

„Ég geri bara þá kröfu til íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða lítil, að þau fylgi lögum“

-Telur þú að íslensk stjórnvöld hafi með einhverjum hætti gengið erinda Samherja með óeðlilegum hætti eða verið of lin við fyrirtækið á einhvern hátt, í ljósi gríðar sterkrar stöðu þess í íslensku atvinnulífi?

„Ég geri bara þá kröfu til íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða lítil, að þau fylgi lögum. Í þessu máli eru íslensk lög algjörlega skýr. Ég geri líka þá kröfu að íslensk fyrirtæki fylgi lögum í þeim löndum sem þau starfa í. Ef að málið er vaxið með þeim hætti sem það hefur birst í fjölmiðlum, þá er ljóst að það eru skýr ákvæði í innlendum lögum og alþjóðlegum um mútugreiðslur til opinberra starfsmanna, og ég lít svo á að það sé ekki í boði að veita neinn afslátt af þeim kröfum sem þar birtast gagnvart neinum.“

Segir stöðu Kristjáns Þórs ekki hafa veikst

Katrín segist hafa heyrt í sínum samstarfsmönnum í ríkisstjórninni en þau hafi ekki hist til að ræða málið sérstaklega. Það verði þó til umræðu á næsta fundi hennar. Spurð hvort að hún telji að staða Kristjáns Þórs Júlíussonar vera með einhverjum hætti erfið eftir það sem fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks, meðal annars um að hann hefði hitt James Hatuikulipi, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Sacky Shangala á fundi með Þorsteini Má, neitar Katrín því. „Nú kom það fram í þessum gögnum að hann hefði ekki setið þennan fund, hann hefði heilsað þeim og átt við þá eitthvað kurteisisspjall. Ég sé ekki að það sé neitt í þessum gögnum sem bendi til þess að sjávarútvegsráðherra hafi haft nokkra vitneskju um þetta mál.“

-Þannig að það veikir ekki með neinum hætti hans stöðu?

„Nei, og ég sé ekki neina ástæðu til annars en að treysta honum áfram.“

-En sú staða, sem þekkt er, að Kristján Þór og Þorsteinn Már séu vinir til margra ára og að Kristján Þór sé fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, finnst þér það setja Kristján Þór í erfiða stöðu í þessu máli?

„Það höfum við auðvitað öll vitað um mjög lengi. Ég hef lagt á það mjög mikla áherslu að við séum alltaf að gera betur þegar við erum að upplýsa um okkar hagsmunatengsl. Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar upplýsingar.“

-Hefur þú haft samband við stjórnvöld í Namibíu eða hyggstu gera það?

„Persónulega hef ég ekki gert það en ég tel að íslensk yfirvöld, viðeigandi yfirvöld, muni auðvitað eiga samstarf við yfirvöld í þeim löndum sem þetta varðar. Þá er ég að tala um lögregluyfirvöld, skattayfirvöld og önnur slík.“

-En sérðu ástæðu til að hafa samband við til að mynda forseta Namibíu eða aðra stjórnmálaleiðtoga þar?

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það en þetta mál mun eðli málsins samkvæmt kalla á samskipti ríkjanna.“

Kallar á að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar

-Finnst þér þessar upplýsingar með einhverjum hætti breyta umræðu um veiðigjöld, sem meðal annars fóru síðast fram í gær í umræðum um fjárlagafrumvarp, til dæmis í ljósi tengingar veiðigjalda við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja?

„Ég tel að það hafi verið gott skref að breyta veiðigjöldum þannig að þau tengist afkomu og það sýnir sig auðvitað núna að ef gildandi kerfi hefði ekki verið tekið upp þá væru heimtur af veiðigjöldum um það bil tveir milljarðar, um það bil helmingi minna en gert er ráð fyrir núna. Ég hins vegar segi það að þessi mál, veiðigjöld, lagaumhverfi sjávarútvegsins á Íslandi, ég held að þau séu ekki útrædd, kannski óháð þessu máli. Ég minni á það að mér hefur verið tíðrætt um það á þessu kjörtímabili að Alþingi ljúki vinnu við ýmsar stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal nýtt ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Ég vona svo sannarlega að það verði ein af afurðum þessa kjörtímabils.“

-Þá ekki síst í þessu ljósi eða hvað?

„Ja, þetta minnir okkur bara á það hvernig við viljum hugsa um okkar auðlindir“.

Framferði Samherja minnir á nýlenduherra

-Í sögulegu samhengi hefur Ísland átt í góðum samskiptum við Namibíu. Hefur þú áhyggjur af því að þetta geti haft neikvæð áhrif á samskipti ríkjanna tveggja?

„Það vona ég svo sannarlega ekki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi, til dæmis á sviði landgræðslu. Auðvitað er það mjög dapurlegt að land þar sem Ísland hefur verið að sinna þróunarsamvinnu, að þegar því ljúki, þá taki þetta við.“

„Auðvitað minnir þetta mann óþægilega á framferði gamalla nýlenduherra, sem eru að nýta sér veikleika í stjórnkerfum nýfrjálsra landa“

-Hvað finnst þér um framferði Samherja í Namibíu, óháð mútugreiðslum, gagnvart namibísku þjóðinni?

„Auðvitað minnir þetta mann óþægilega á framferði gamalla nýlenduherra, sem eru að nýta sér veikleika í stjórnkerfum nýfrjálsra landa.“

Vinstri græn fengu styrk upp á 1,05 milljónir króna á árabilinu 2012 til 2018 frá Samherja. Spurð hvort henni finnist siðlegt að taka við fjárframlögum af fyrirtækinu, í ljósi þess sem nú er komið fram, svarar Katrín: „Ég sendi bréf á framkvæmdastjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við ættum að skoða hvort við vildum skila þessum styrkjum og eins hvort við viljum taka þessi styrkjamál til gagngerrar umræðu á okkar vettvangi. Það verður tekið upp á næsta fundi okkar sem verður fljótlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár