Aðili

Katrín Jakobsdóttir

Greinar

Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér
FréttirÁrásir á Gaza

Katrín seg­ir all­ar lík­ur til þess að fram­lag­ið til UN­RWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.
Refsistefna ekki rétta leiðin
Fréttir

Refs­i­stefna ekki rétta leið­in

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.
Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Fréttir

Spyr hvort ekki séu til betri verk­færi en að biðja at­vinnu­rek­end­ur og fjár­magnseig­end­ur um „að haga sér“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Pírata, Hall­dóra Mo­gensen, ræddu á þing­inu í vik­unni efna­hags­ástand­ið á Ís­landi en Hall­dóra spurði Katrínu með­al ann­ars hvort stjórn­völd ættu ekki að gera meira en að „grát­biðja“ fjár­magnseig­end­ur og at­vinnu­rek­end­ur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arð­greiðsl­um. Katrín taldi upp þær að­gerð­ir sem rík­is­stjórn­in hef­ur stað­ið fyr­ir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hef­ur ver­ið og hef­ur ver­ið boð­að snýst um að skapa hér rétt­lát­ara skatt­kerfi.“
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
„Verðbólgan ætlar að verða þrálátari en spáð var“
Fréttir

„Verð­bólg­an ætl­ar að verða þrálát­ari en spáð var“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ástæð­ur þrálátr­ar verð­bólgu séu marg­þætt­ar. Þær séu með­al ann­ars vegna að­stæðna – fyrst í heims­far­aldri og svo þeg­ar stríð­ið í Úkraínu skall á. „Kost­ur­inn fyr­ir okk­ur hér á Ís­landi, mið­að við ann­ars stað­ar í Evr­ópu, er að það er margt sem vinn­ur með okk­ur. Þá vil ég sér­stak­lega nefna að hér er kröft­ug­ur vöxt­ur, það eru mik­il um­svif í hag­kerf­inu og skuldastað­an er ágæt í al­þjóð­legu sam­hengi.“

Mest lesið undanfarið ár