Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna

Sterk­ustu út­gerð­ar­fé­lög­in í Vest­manna­eyj­um, Vinnslu­stöð­in og Ís­fé­lag­ið, hafa auk­ið hlut sinn í Eyja­f­rétt­um og ráð­ið sjálf­stæð­is­mann og eig­in­mann odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins rit­stjóra.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna
Vestmannaeyjar Fréttamiðill bæjarbúa er í eigu sterkustu fyrirtækjanna og stýrt af sjálfstæðismönnum. Mynd: Shutterstock

Tilkynnt hefur verið um nýjan ritstjóra hjá Eyjafréttum, stærsta fréttamiðli Vestmannaeyja. 

Ritstjórinn, Sindri Ólafsson,  er stjórnarmaður í sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja, fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Eyjum og eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Hildar Sólveigar Sigurðardóttur.

Formaður nýrrar stjórnar útgáfufélagsins, sem ræður ritstjórann, er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stjórn félagsins segir í tilkynningu að nýr ritstjóri eigi ekki að „gjalda fjölskyldutengsla“ og er boðuð aukin prentútgáfa Eyjafrétta vegna komandi ríkisstyrkja til fjölmiðla. 

Þetta gerist í kjölfar þess að Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Vinnslustöðin stækka við hlutafé sitt í fjölmiðlafyrirtækinu Eyjasýn. Sömu félög eiga stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Búast við ríkisstyrkjum

Guðbjörg MatthíasdóttirEigandi Ísfélags Vestmannaeyja er stór hluthafi í Morgunblaðinu og Eyjafréttum í Vestmannaeyjum.

Útgáfufélag Eyjafrétta, Eyjasýn, hefur verið rekið með um fimm milljóna króna tapi á ári síðastliðin tvö ár.

Óuppfærður hluthafalisti er birtur á vef Fjölmiðlanefndar, en hann gefur ekki rétta mynd af núverandi eignarhaldi. Stærstu hluthafar eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Ísfélagið í Vestmannaeyjum.

Af ársreikningi útgáfufélags Eyjafrétta, Eyjasýn ehf, sést að Ísfélagið hefur aukið hlut sinn úr 15% í 24% og Vinnslustöðin úr 13,5% í 21,6% á milli ára.

Þá hefur verið boðað að útgáfudögum prentblaðs Eyjafrétta verði fjölgað og komi blaðið út á tveggja vikna fresti í stað einu sinni á mánuði. Grundvöllurinn fyrir því, þrátt fyrir taprekstur, er boðaðir ríkisstyrkir til fjölmiðla, eins og segir í yfirlýsingu stjórnar Eyjasýnar:

„Slíkur stuðningur myndi styrkja stoðir Eyjasýnar líkt og annarra útgáfufélaga í svipaðri stöðu. Ekki síst með þetta í huga ákváðu eigendur Eyjasýnar að tryggja félaginu fjármuni til að marka útgáfunni breyttan farveg og gefa áfram út Eyjafréttir á 43 ára gamalli kennitölu!“

Stjórnin er skipuð þremur aðilum, og hafa tveir þeirra verið viðloðandi starf Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, en sá þriðji starfað að kynningarmálum fyrir Vinnslustöðina. Formaður stjórnarinnar er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Rós Ingólfsdóttir. Með henni í bæjarstjórn er Hildur Sólveig Sigurðardóttir, eiginkona nýs ritstjóra, Sindra Ólafssonar.

Búast við fagmennsku af hálfu ritstjórans

Í yfirlýsingu stjórnarinnar er sérstaklega rætt að nýr ritstjóri eigi ekki að gjalda fyrir fjölskyldutengsl sín inn í pólitík.

Sindri ÓlafssonNýr ritstjóri Eyjafrétta er nátengdur Sjálfstæðisflokknum.

„Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi? Eðlilegt að spurt sé og þeirri spurningunni veltum við eðlilega fyrir okkur í stjórninni og við nýjan ritstjóra sömuleiðis. Sindri treystir sér vel til að taka fagmannlega á hlutunum og við treystum honum fullkomlega. Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

„Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

Sjálfstæðisflokkurinn missti óvænt meirihluta sinn í Vestmannaeyjum í síðustu kosningum og fékk minnsta fylgi frá árinu 1986, eða 45,4 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu  Eyjalistinn og flokkurinn Fyrir Heimaey meirihluta.

Ekki ljóst hvort hann víki úr stjórn

Nýr ritstjóri er sem fyrr segir stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja. Í fréttatilkynningu frá félaginu í febrúar síðastliðnum, sem nýráðinn ritstjóri undirritaði ásamt fjórum stjórnarmönnum, var Sjálfstæðisflokknum hrósað og flokkurinn hvattur til að „halda áfram á braut góðra verka“.

„Það er ánægjulegt að fylgjast með og verða vitni að því hvernig hin góðu verk og ákvarðanir Sjálfstæðismanna síðustu kjörtímabila verða að veruleika ... Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins hvetur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að halda áfram á braut góðra verka. Það er mikilvægt að sá mikli kraftur sem í grasrót flokksins býr og drífur áfram flokksstarfið nái að skila sér í bættum hag bæjarbúa hér eftir sem áður fyrr,“ sagði meðal annars í fréttatilkynningunni. Ekki hefur komið fram hvort nýráðinn ritstjóri Eyjafrétta muni sitja áfram í stjórn Sjálfstæðisfélagsins.

Meðal fyrstu frétta í nýrri ritstjórn var viðtal við vin Sindra, Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um stöðu innanlandsflugs, en Vilhjálmur hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna málsins.

„Blaðið er í öflugum höndum,“ sagði Vilhjálmur á Facebook-vegg Sindra í gær um ráðninguna.

Eiga einnig í Morgunblaðinu

Ísfélagið í Vestmannaeyjum  á einnig stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, Árvakri, eða um 13,4%. Auk þess á stjórnarmaður í Ísfélaginu, Sigurbjörn Magnússon, 12,4% í Morgunblaðinu í gegnum félag sitt. Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, einn helsti eigandi Ísfélagins, eigandi að 16,5% hlut í Árvakri. Þannig eiga Ísfélagið og tengdir aðilar minnst 42,3 prósent í félaginu, en meðal annarra eigenda eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem á rúm 20%, og Kaupfélag Skagfirðinga.

Nýir eigendur Morgunblaðsins árið 2009 skipuðu Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra ásamt Haraldi Johannessen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
9
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár