Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum

Tveir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar halda á lofti órök­studd­um full­yrð­ing­um frá hags­muna­sam­tök­um fyr­ir­tækja í gagn­rýni sinni á rík­is­stjórn­ina. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa ekki orð­ið við beiðni Stund­ar­inn­ar um að gefa upp á hvaða for­send­um mat á stjórn­arsátt­mál­an­um bygg­ir.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum
Halldór Benjamín Þorgeirsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en gefur ekki upp forsendurnar að baki. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp hvaða forsendur liggja að baki fullyrðingum sínum um að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar „myndi kosta um 90 milljarða á ári“. Samtökin fullyrða á vef sínum að málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar gefi fyrirheit um árlega útgjaldaaukningu ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja upp á 87.860 milljónir króna á kjörtímabilinu og tekjusamdrátt um 15 milljarða en verða ekki við beiðni Stundarinnar um að gefa upp hvaða forsendur liggja að baki útreikningunum.

Flestir fjölmiðlar hafa birt fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins (SA) án útskýringa. Vísað hefur verið til fullyrðinga hagsmunasamtakanna sem „úttektar“ og „greinargerðar“ og jafnframt talað um „útreikninga“ Samtaka atvinnulífsins.

Þá hafa tveir þingmenn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokknum og Þorsteinn Víglundsson úr Viðreisn, notfært sér fullyrðingar SA í gagnrýni á ríkisstjórnina. 

Samtök atvinnulífsins birtu mat sitt á kostnaði stjórnarsáttmálans í nafnlausum pistli á fimmtudag. Til að geta fjallað um málið óskaði Stundin eftir því að fá yfirlit yfir forsendur matsins fyrir hvern útgjaldalið fyrir sig, enda er ekkert slíkt gefið upp í pistlinum né annars staðar á vef Samtaka atvinnulífsins. Við þeirri beiðni hafa samtökin ekki orðið þrátt fyrir ítrekun.

Mat Samtaka atvinnulífsins á tekjusamdrættinum sem boðaður er í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar virðist vanáætlað. SA fullyrðir að aðeins sé verið að gefa eftir 15 milljarða tekjur á ársgrundvelli þegar fyrirheit stjórnarsáttmálans eru komin til framkvæmda. 

Hins vegar má ætla, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins, að lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig kosti ríkissjóð ein og sér 13 til 14 milljarða. Hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara kostar um 1,3 milljarða króna á ári samkvæmt mati Tryggingastofnunar og afnám virðisaukaskatts af bóksölu kostar að minnsta kosti 200 til 300 milljónir. Tryggingagjaldið er stór tekjustofn, á að skila um það bil 100 milljörðum á næsta fjárlagaári, og ef ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingagjald í samræmi við fyrirheit sem gefin hafa verið aðilum vinnumarkaðarins verður tekjutapið af því verulegt, líklega vel á annan tug milljarða.

Þær skattahækkanir sem koma á móti þessu eru óverulegar; hækkun fjármagnstekjuskatts skilar 2,5 til 3 milljörðum í kassann. Komugjöld eru óútfærð en munu varla skila meira en 3 til 4 milljörðum. Allsendis óljóst er hve miklu hert skattaeftirlit og heildarendurskoðun á gjaldtöku í samgöngum og grænum sköttum mun skila. Ofan á þetta bætist að í stjórnarsáttmálanum er því slegið föstu að fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem átti að skila 17,5 milljarða tekjum í ríkissjóð og að kolefnisgjald verði hækkað helmingi minna á næsta ári en áður stóð til. 

Ýkt fullyrðing um skatta

Af þessu má ráða að kostnaður vegna fyrirhugaðra skattalækkana ríkisstjórnarinnar sé nær 30 milljörðum en 15 milljörðum og að Samtök atvinnulífsins vanmeti tekjusamdráttinn. Þetta er í samræmi við þann skattalækkunarboðskap sem birtist í pistli SA, en þar er hvatt eindregið til skattalækkana þrátt fyrir að Ísland sé sagt vera á „toppi hagsveiflunnar“. 

Í pistli SA er fullyrt að „nánast hvergi meðal þróaðra ríkja [séu] skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hærri en á Íslandi.“ Þetta er á skjön við samanburð Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu á ríkjum að því er varðar hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu, en samkvæmt viðmiðum OECD eru skattar hærri en á Íslandi í 12 ríkjum í þessum skilningi. Sjá hér:

„Óljóst“ hver kostnaðurinn sé vegna loftslagsmála

Samtök atvinnulífsins telja að stjórnarsáttmálinn feli í sér fyrirheit um 50 milljóna útgjaldaaukningu til atvinnumála, 9,3 milljarða aukningu til mennta- og menningarmála, 15 milljarða aukningu til heilbrigðismála og 8,5 milljarða aukningu til húsnæðismála. Þá er því spáð að 9,6 milljarða viðbótarútgjöld fari til velferðarmála, 42,2 milljarða útgjöld til samgangna, fjarskipta og byggðamála, 2,9 milljarðar til alþjóðamála og 300 milljónir til eflingar Alþingis.

Svo virðist sem SA telji að árlegur kostnaður sem þessu nemur liggi nokkurn veginn ljós fyrir, enda er sérstaklega tekið fram að „óljóst“ sé hver kostnaðurinn verði af aðgerðum í loftslagsmálum. Að öðru leyti eru gefnar upp fremur nákvæmar tölur, t.d. 9.310 milljónir til menntamála.

Vísað er til hins meinta 87,86 milljarða útgjaldavaxtar sem „árlegs kostnaðar“. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur þó dregið aðeins í land og sagt í viðtali við RÚV að það sé „mikilvægt að árétta að þetta er í raun tvískipt. Annars vegar er þetta viðvarandi kostnaðaraukning sem við metum á um 32 milljarða á ári. Hins vegar er þetta innviðafjárfesting sem eru einskiptisfjárfestingar í eðli sínu. Sem eru um 55 milljarðar sem samtals gerir um 90 milljarða króna“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í sömu frétt að mat SA væri ekki í samræmi við það sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður í vikunni.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði svo í viðtali við Mbl.is að hann vildi „sem minnst [...] segja um þetta plagg Sam­taka at­vinnu­lífs­ins að svo stöddu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
6
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
7
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
10
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
7
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár