Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins setti fram kostn­að­ar­söm lof­orð í stjórn­arsátt­mál­an­um. Ætla að lækka skatta og falla frá 19 millj­arða tekju­öfl­un­ar­áform­um fyrri rík­is­stjórn­ar.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Þær skattalækkanir sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins boðar í stjórnarsáttmála sínum gætu kostað ríkissjóð vel yfir 30 milljarða á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.

Þar að auki hyggst ný ríkisstjórn falla frá tekjuöflunaráformum fyrri stjórnar sem áttu að auka tekjur ríkissjóðs um 19 milljarða króna á ársgrundvelli.

Þannig verða tekjustofnar hins opinbera rýrðir samhliða stórfelldri útgjaldaaukningu rétt eins og tíðkaðist á útrásarárunum og gagnrýnt var harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrun. 

Stórir tekjustofnar veiktir

Helstu skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin boðar eru lækkun neðra þreps tekjuskatts og lækkun tryggingagjalds.

Þá verður virðisaukaskattur af bókum afnuminn og frítekjumark atvinnutekna eldri borgara hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði.

Samkvæmt útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun lækkun neðra þreps tekjuskattsins um eitt prósentustig kosta um 14 milljarða á ári.

Tryggingastofnun hefur reiknað út að hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara upp í 100 þúsund muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða á ári. 

Þá ætti afnám bókaskattsins að kosta í kringum 300 til 400 milljónir ef miðað er við tekjurnar sem virðisaukaskattur af bóksölu hefur skilað á undanförnum árum. 

Í kjarasamningum árið 2016 var byggt á samkomulagi sem gert hafði verið við fjármálaráðherra um að tryggingagjaldið myndi lækka í þremur skrefum og verða jafn hátt árið 2018 og það var fyrir hrun. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær kostar lækkun tryggingargjalds sem þessu nemur um 20 milljarða. Í ljósi þess að talað er um lækkun tryggingagjalds sem „forgangsmál“ í stjórnarsáttmálanum hlýtur að mega slá því föstu að gjaldið verði a.m.k. lækkað um 15 milljarða á kjörtímabilinu. 

Út frá ofangreindum forsendum felur stjórnarsáttmálinn í sér fyrirheit um skattalækkanir upp á rúma 30 milljarða.

Tekjulækkunin gæti orðið 5 til 10 milljörðum minni ef gengið verður skemur í lækkun tryggingagjalds, en að sama skapi gæti hún orðið 13 til 15 milljörðum meiri ef kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka neðra þrep tekjuskatts niður í 35 prósent verður efnt. Í fyrirsögn þessarar fréttar er notað varkárt orðalag og talað um „hátt í 30 milljarða“, en þá er miðað við neðri mörk þeirra loforða sem hægt er að lesa út úr stjórnarsáttmálanum. 

Hvað sem því líður er ljóst að stjórnarsáttmálinn felur í sér fyrirheit um tugmilljarða skattalækkanir og veikingu stórra tekjustofna á þenslutímum í takt við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í kosningabaráttu sinni.

Kolefnisgjald hækkað helmingi minna

Ofan á þetta bætist að fallið verður frá tekjuöflunaráformum fyrri ríkisstjórnar sem áttu að skila árlegum viðbótartekjum í ríkissjóð upp á um það bil 19 milljarða samkvæmt fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna á næsta ári en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts og verða tekjurnar þar nær 1,6 milljörðum en þeim 3,2 sem gert var ráð fyrir. 

Þyngra vegur þó sú ákvörðun að hætta við að færa ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskattsins. Slík hækkun átti að auka tekjur ríkissjóðs um 17,5 milljarða á ári frá og með 2019. 

Á móti kemur að ný ríkisstjórn hlýtur að falla frá áformum fyrri stjórnar um lækkun almenna þreps virðisaukaskattsins árið 2019. Með því koma 13,5 milljarða tekjur á móti þeim 17,5 milljörðum sem tapast. 

Samhliða skattalækkunum boðar ríkisstjórnin stóraukin útgjöld til ýmissa málaflokka. Dregið verður úr tekjuafgangi hins opinbera og eignatekjur úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna nýttar til innviðauppbyggingar. Á meðal fyrirhugaðra aðgerða eru samgönguverkefni og mannvirkjagerð um allt land, efling heilbrigðiskerfisins, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og aukið fjármagn til háskólastigsins og löggæslu. Þetta verður vart skilið öðruvísi en sem fyrirheit um útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða á ári.

Fjármagnseigendur varðir fyrir verðbólguáhrifunum

Þær skattahækkanir sem boðaðar eru í stjórnarsáttmálanum duga skammt til að vega upp á móti útgjaldaaukningunni og skattalækkununum.

Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir að hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts skili um 2,5 milljarða viðbótartekjum í ríkissjóð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti í viðtali við RÚV í gær að umrædd endurskoðun á skattstofninum snúist m.a. um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Þá verða leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu kannaðar í samráði við greinina, svo sem „möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt svari fyrrverandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um tekjur af komugjöldum má gera ráð fyrir að þau skili 4,2 milljörðum í ríkissjóð á ári.

Samtals eru þetta aðeins 6,7 milljarðar. Sykurskattur, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nefnt sem möguleika, gæti skilað fáeinum milljörðum í ríkissjóð, en engu er slegið föstu um slíkan skatt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður tekið mjög harða afstöðu gegn honum. 

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að heildarendurskoðun verði gerð á gjaldtöku í samgöngum og á grænum sköttum auk þess sem skattaeftirlit verði eflt sem og barátta gegn skattaskjólum. Óljóst er hve miklum tekjum þetta mun skila en vandséð að þær mæti nema broti af kostnaðinum af þeim skattalækkunum og þeim útgjaldaáformum sem hér hefur verið fjallað um.

Láta Seðlabankann einan um að sporna við þenslunni

Allt í allt er ljóst að fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar er gjörólík þeirri stefnu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, lagði grunn að í sinni stuttu ráðherratíð.

Stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur felur í sér verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna. Fyrir vikið er hætt við því að Seðlabankinn verði svo gott sem látinn einn um að vega upp á móti þenslunni í hagkerfinu í gegnum peningastefnuna og að vextir verði hækkaðir. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var hagstjórnarstefna fyrirhrunsáranna gagnrýnd fyrir einmitt þetta: boginn var spenntur of hátt, skattalækkanir á þenslutímum drógu úr aðhaldi og kyntu undir hagsveiflunni fremur en að dempa hana og búa í haginn fyrir mýkri lendingu. 

„Efnahags- og framfarastofnunin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands eru á einu máli um að tímasetning skattalækkana á árunum 2005 til 2007 hafi verið óheppileg,“ segir í 4. kafla skýrslunnar þar sem því er lýst hvernig skattalækkanir á þenslutímum voru „olía á eldinn, þ.e. [juku] ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár