Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn rekin úr landi – lagabreytingin nær ekki til fjölskyldunnar

„Þeim finnst gam­an í skól­an­um og eru glað­ir,“ seg­ir Hana­di Sbhehat um syni sína. Þeir eru sex og sjö ára nem­end­ur í Voga­skóla en pabbi þeirra sér fyr­ir fjöl­skyld­unni sem kokk­ur.

Börn rekin úr landi – lagabreytingin nær ekki til fjölskyldunnar

Arabísk fjölskylda frá Ísrael með tvo unga drengi verður flutt úr landi eftir tvær vikur. Þau Hanadi Sbhehat og Muhamed Sadat Sbhehat hafa búið á Íslandi ásamt sonum sínum, sem eru sex ára og sjö ára gamlir, frá því í september 2016, en Útlendingastofnun telur að þau séu ekki í hættu í heimalandinu þrátt fyrir að arabar í Ísrael verði gjarnan fyrir aðkasti og líkamlegu ofbeldi vegna uppruna síns og þeim sé mismunað með ýmsum hætti. 

Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um hæli fyrr á árinu og hafnaði jafnframt þrautavarakröfu um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þau kærðu niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti synjunina þann 29. júní síðastliðinn. Lögmaður fjölskyldunnar fór svo fram á endurupptöku málsins og óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað. Þeirri beiðni var hafnað þann 18. ágúst.

„Strákarnir hafa eignast marga vini á Íslandi,“ segir Hanadi í samtali við Stundina. „Þeim finnst gaman í skólanum og eru glaðir. Ég vildi óska þess að við gætum fengið að búa hérna á Íslandi, vinna og lifa.“ 

Hanadi ólst upp í þorpinu Moquiblh í Ísrael og er arabísk að uppruna, rétt eins og Muhamed Sadat. Þau bjuggu í þorpinu Salem áður en þau flúðu frá Ísrael, en þorpið er afgirt og þar búa einungis arabar. 

Fram kom í viðtölum Útlendingastofnunar við Hanadi og Muhamed að fjölskyldan hefði ítrekað orðið fyrir fordómum, mismunun og ýmiss konar áreiti vegna arabísks uppruna síns. Jafnframt vísuðu þau til þess að harðvítugar deilur hefðu átt sér stað milli fjölskyldna í Salem en ísraelska ríkið og lögreglan nær ekkert aðhafst í málinu. Mikið sé um skotárásir og íkveikjur í þorpinu og fjölskyldan hafi óttast um öryggi sitt. 

Þau komu til landsins þann 13. september á síðasta ári og hafa þannig búið hér í hartnær 13 mánuði. Lagabreytingin sem Alþingi samþykkti í gær nær ekki til fjölskyldunnar, en breytingin felur í sér að stjórnvöldum er nú heimilt að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef það hefur ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 15 mánaða. Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Stundina að vísað verði til lagabreytinganna málatilbúnaði fjölskyldunnar til stuðnings í ljósi hagsmuna og velferðar barnanna.

Staða araba í Ísrael er slæm

Í máli fjölskyldunnar er meðal annars byggt á því að þau séu fórnarlömb ofsókna á grundvelli þjóðernis, trúarbragða og vegna aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi. Hanadi og Muhamed segjast hafa orðið fyrir kerfisbundinni og ólögmætri mismunun í Ísrael; fjölskyldan eigi á hættu ómannúðlega og vanvirðandi meðferð og að lífi þeirra yrði stofnað í hætti yrði þeim gert að snúa aftur til Ísraels. 

Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um stöðu mannréttindamála í Ísrael kemur meðal annars fram að alvarlegustu mannréttindabrotin þar í landi séu mismunun samfélagsins og stofnana gagnvart ísraelskum ríkisborgurum af arabískum uppruna, sem margir hverjir líti á sig sem Palestínumenn. Þá eru heimildir um fjölmörg tilvik þar sem öryggissveitir Ísraelsríkis eða almennir borgarar hafi áreitt arabíska borgara vegna uppruna síns, auk fjölda tilvika þar sem hefndaraðgerður er beint gegn ísraelskum aröbum. Einnig eru dæmi um ofbeldi gyðinga gegn aröbum fyrir það eitt að tala arabísku á almannafæri. 

Í skýrslu sérstaks mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um skoðana- og tjáningarfrelsi koma fram upplýsingar um að oft sé litið á palestínska ríkisborgara Ísraels sem „óvin að innan“ í ljósi þjóðernis- og trúarlegra tengsla þeirra við Palestínumenn á hernumdu svæðunum og að þeir verði í kjölfarið fyrir margvíslegri mismunun og meðferð. Þá hafi CERD-eftirlitsnefndin einnig áhyggjur af því að sú óhóflega áhersla sem lögð sé á Ísrael sem gyðingaríki hvetji til mismununar og veiti borgurum landsins, sem ekki eru gyðingar, stöðu annars flokks borgara. 

Ennfremur sæta ísraelsir ríkisborgarar af arabískum uppruna mismunun að því er varðar ríkisborgararéttindi. Samkvæmt lögum landsins er fjölskyldusameining ísralsks ríkisborgara og einstaklings sem býr á Vesturbakkanaum eða á Gaza ekki möguleg, sem skerðir fjölskyldutengsl, réttinn til að stofna til hjúskapar og val á maka. Þá eru í gildi lög í landinu sem gera kleift að svipta einstaklinga ríkisfangi af ýmsum ástæðum, meðal annars á grundvelli meintrar „óhollustu“ við ríkið eða vegna „brota á trausti“, og er lögunum stefnt óbeint að ríkisborgararéttindum palestínskra borgara landsins. 

Börn sem eru ísraelskir ríkisborgarar af arabískum uppruna sæta einnig mismunun, en yfirvöld í Ísrael halda úti aðskildum almenningsskólum, annars vegar fyrir hebreskumælandi börn og hins vegar fyrir börn sem hafa arabísku að móðurmáli. Í skýrslu nefndar sem hefur eftirlit með framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að minna fé sé varið til menntamála vegna barna af arabískum uppruna en hinna. Þetta leiði til verri kennslu, lakari námsárangurs, alvarlegs skorts á skólastofum og kennsluaðstöðu og hærra brottfalls nemenda. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
7
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár