Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
Í þingsal Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, var heitt í hamsi þegar hann flutti ræðu sína á þingi í dag og sagði Sjálfstæðisflokkinn bera ábyrgð á þá erfiðu stöðu sem nú er uppi í útlendingamálum. Mynd: Hari

Útlendingamál og málefni hælisleitenda voru ofarlega á baugi í umræðum á Alþingi í dag. Í störfum þingsins komu nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna fram og fögnuðu því að tekist hafi að samþykkja heildræna stefnu í útlendingamálum, sem tilkynnt var um á vef stjórnarráðsins í gær. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á líðan barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum í ræðu sinni. Hún benti á að á síðustu fimm árum hafi börnum af erlendum uppruna fjölgað um 5.000 og nýjustu kannanir benda til þess að stór hluti þessa hóps barna upplifi sig síður tilheyra samfélaginu.

Ísland komi verr út á þessu sviði en önnur Norðurlönd. Bryndís sagði niðurstöðurnar vera sláandi og kalla á sérstakar aðgerðir er lúta að því hvernig við tökum á móti erlendum börnum í skólakerfinu okkar. Ummæli Bryndísar eru í takt við markmiðin sem stjórnvöld hafa nýlega sett sér í málaflokknum.

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnaði þeim áfanga að tekist hafi að mynda heildræna stefnu í kringum útlendingamál. Í ræðu sinni fór hann yfir helstu markmið og verkefni sem kynnt voru í tilkynningu stjórnvalda.

Jóhann Friðrik beindi síðan spjótum sínum að stjórnarandstöðunni og sagðist velta fyrir sér hvort þingmenn þeirra flokka muni styðja við breytingar á málaflokknum. „[Á] síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar,“ sagði Jóhann Friðrik. 

Stjórnvöld hafi skautað framhjá málaflokknum of lengi

„Því miður er ekki auðvelt að tala um málaflokkinn þar sem góða fólkið skautar fram hjá öllum staðreyndum og öskrar strax rasismi, rasismi, rasismi!“
Guðmundur Ingi Kristinsson,
þingmaður Flokks fólksins

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að stjórnvöld hafi í of langan sleppt því að sinna málaflokknum. Fjöldi flóttamanna hér á landi sé nú orðið stórt vandamál sem leggist þungt á skóla- og heilbrigðiskerfin.

Taldi Guðmundur Ingi stefnuleysið vera vegna þess að málefni hælisleitenda og flóttafólks séu orðin að pólitískt eldfimu umræðuefni. „Því miður er ekki auðvelt að tala um málaflokkinn þar sem góða fólkið skautar fram hjá öllum staðreyndum og öskrar strax rasismi, rasismi, rasismi! Og því er eiginlega vonlaust að tala um málaflokkinn að nokkru viti,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Stjórnarandstaðan gagnrýnir þróun umræðunnar

Þingmenn Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gagnrýndu bæði þá þróun sem þeim þykir hafa átt sér stað í opinberri umræðu um útlendingamál og málefni flóttafólks. Í ræðu sinni biðlaði Þorgerður Katrín til þingmanna að stilla yfirlýsingar sínar í hóf og sneiða hjá því að gera útlendingamál að kosningamáli. Önnur mál séu betur til þess fallin og nefndi Þorgerður til dæmis orkumál og stöðu íslenska gjaldmiðilsins.

Þá harmaði Sigmar í ræðu sinni að það sé nú „orðið norm að hallamæla fólk í viðkvæmri stöðu.“     

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng í ræðu sinni og sagði að ein helsta arfleifð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur mun vera sá viðsnúningur í viðhorfum til flóttamanna sem hefur átt sér stað á stjórnartíð hennar. „Nú er það orðinn eðlilegur hlutur að henda þessu fólki út á götu. Þetta verður hin sorglega arfleifð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.“

Samfylkingunni kennt um stöðu útlendingamála

Í ræðu sinni beindi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, máli sínu að Sjálfstæðisflokknum og sagði að gripið hafi um sig  „ákveðin taugaveiklun hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að Kristrún Frostadóttir steig inn í umræðuna um útlendingamál“. Jóhann sagði Sjálfstæðisflokkinn í kjölfarið ákveðið að kenna Samfylkingunni um núverandi stöðu útlendingamála.

„Fólk í viðkvæmri stöðu var látið hafast við í bílakjöllurum og gjótum á meðan ráðuneytin slógust um það hvernig framkvæma ætti lögin“
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar

Í ræðunni benti Jóhann Páll á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að málaflokknum í áratug og beri ábyrgð á ákvörðunum á borð við þeirri að taka á móti flóttamönnum frá Venesúela.

Þessi hópur hafi síðan þurft að bíða lengi á meðan það fékk viðeigandi málsmeðferð í stjórnsýslukerfinu. Í stað þess að taka á þessum vanda hafi „öllu púðrinu verið eytt í útlendingafrumvarp sem hefur aftur og aftur drepist í nefnd vegna ósættis milli stjórnarflokkanna“.

Þá sagði Jóhann að þegar frumvarpið hafi loks tekið gildi hafi komið í ljós að það skilaði ekki tilætluðum árangri. Ný lög hafi hins vegar verið þess valdandi að „fólk í viðkvæmri stöðu var látið hafast við í bílakjöllurum og gjótum á meðan ráðuneytin slógust um það hvernig framkvæma ætti lögin“. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Flott hjá Guðrúnu, flott hjá Kristrúnu!
    Innviðir Íslands eru löngu sprungnir vegna u.þ.b.120 hælisleitenda, sem eru, eða ætla að éta Okkur og túristana út á gaddinn.
    Næsti áfangi hlýtur að vera að taka á öllum gamlingjunum, sem bara hrúgast upp. Þjóðin er að eldast og flestir gamlingjarnir eldast um eitt ár á ári, og skammast sín ekki neitt fyrir.
    Mér finnst hugljómunin úr Kópavogi alveg frábær, þó hún sé ekki að fullu útfærð.
    Lokað búsetuúrræði fyrir gamlingja á Gunnarshólma, nýta ódýrt vinnuafl frá Hólmsheiði í skeiningar og aðra umönnun.
    Í ljósi þess að kirkjugarðar höfuðborgarsvæðisins eru að fyllast, mætti brjóta þarna nýtt land fyrir kirkjugarð, en jafnframt niðurgreiða "hverfisdeild" Sorpu, til að tryggja heilbrigða samkeppni við aðrar útfararstofnanir og lágt kolefnisspor.
    Til að auka skilvirkni, mætti svo tryggja gott aðgengi að Fentanýl, fyrir aðstandendur og þá sem ekki þekkja sinn vitjunartíma
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár