Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum og ljótum sögum“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir leigu­fé­lag­ið Ölmu fyr­ir sýnd­ar­mennsku eft­ir svör fé­lags­ins við um­ræðu um fram­komu þess gagn­vart grind­vískri fjöl­skyldu.

„Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum og ljótum sögum“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að Alma leigufélag hafi aðeins gefið eftir í máli Grindvíkinga þegar mál þeirra komust í opinbera umræðu Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sakar leigufélagið Ölmu um tvískinnung. Í færslu sem Ragnar birti á Facebook-síðu sinni segir hann að stuðningur leigufélagsins til Grindvíkinga sé einungis almannatengslabrella.

Félagið komi aðeins til móts við leigjendur þegar vakin er athygli á málum þeirra opinberlega. Í færslunni segir Ragnar að það hljóti að vera „einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess líkur“.

Leigufélagið Alma hefur séð mörgum íbúum frá Grindavík fyrir bráðabirgðahúsnæði eftir að rýma þurfti bæinn 10. nóvember í fyrra.

Rebekka Saidy, íbúi í Grindavík, greindi opinberlega frá slæmri reynslu sinni af viðskiptum við Ölmu, eftir að hún tók of litla íbúð á leigu fyrir sig og fjölskyldu sína vegna bráðabirgðaaðstæðna í hamförunum en fékk lítinn hljómgrunn fyrir því að fá að skipta yfir í stærra langtímahúsnæði án þess að klára þriggja mánaða uppsagnarfrest. Eftir að frásögn Rebekku birtist opinberlega fékk hún tölvupóst frá Ölmu leigufélagi að kvöldi með samþykkt á undanþágu frá uppsagnarfresti. Samfélagsmiðlafærsla Rebekku hvarf í kjölfarið og sagði hún í samtali við Vísi.is að það „margborgaði sig að hafa hátt“.

Í kjölfarið hélt framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, Ingólfur Árni Gunnarsson, því fram að málið væri byggt á misskilningi. Hann sagði að félagið muni leyfa öllum fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem leigja íbúðir hjá félaginu að skila af sér íbúðum án uppsagnarfrests.

Þessari framsetningu mótmælir Ragnar Þór.

„Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur,“ segir hann á Facebook. „Leigufélagið Alma þverneitaði að losa fimm manna fjölskyldu úr Grindavík undan leigusamningi eftir að henni bauðst stærri og hentugri íbúð. Þegar vakin var athygli á málinu opinberlega skiptu stjórnendur félagsins um skoðun og ákváðu að gefa eftir. Meintur stuðningur eigenda Ölmu til Grindvíkinga nær ekki lengra en það að ekkert fæst í gegn nema vakin sé athygli á því opinberlega og sú umræða sé nægilega neikvæð.“

Umdeilt leigufélag

Alma leigufélag hefur reglulega komið upp í umræðunni vegna viðskiptahátta og framkomu gagnvart leigjendum. Félagið sætti til dæmis mikilli gagnrýni árið 2022 fyrir miklar hækkanir á leiguverði sem mörgum leigjendum þeirra í opna skjöldu. 

Í samtali við Heimildina segir Ragnar Þór Ölmu leigufélag skera sig úr í óbilgirni gagnvart leigjendum sínu. „Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum, dæmum og ljótum sögum frá fólki sem hefur verið í samskiptum við þetta félag,“ segir Ragnar.

Ekki náðist í framkvæmdastjóra Ölmu við vinnslu fréttarinnar og tölvupósti á félagið hefur ekki verið svarað.

Umsvifamikið fjölskyldufyrirtæki

Alma íbúðafélag á tæplega 1.100 íbúðir í gegnum níu dótturfélög. Þá er eigandi Ölmu fjárfestingafélagið Langisjór sem í eigu fjögurra systkinanna: Egg­erts, Guð­nýjar Eddu, Gunn­ars Þórs og Hall­dórs Páls Gísla­sona og fjöl­skyldna þeirra. En Gunnar Þór Gíslason einmitt faðir Ingólfs Árna, framkvæmdastjóra Ölmu.

Ásamt Ölmu nær eignasamstæða Langasjávar ehf. yfir fjölmörg öflug fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Fyrirtæki á borð við Mata hf., Mat­fugl ehf. Sal­at­húsið ehf. og Síld og fisk ehf. tilheyra öll Langasjó. Samkvæmt ársreikningum hagnaðist Langisjór um 4 milljarða árið 2022 og eigið fé þess var 27,7 milljarðar króna.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Sperri eyrun þegar Ragnar Þór lætur í sér heyra. Glöggur maður á réttum stað.
    Það er með ólíkindum hvað græðgi sumra er takmarkalaus og ósvífin og því miður virðist þetta lið komast upp með allt hérlendis í skjóli þessarar voluðu ríkisstjórnar. Auðvitað á að vera leigubremsa á þessum oft illa fengnum íbúðum.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neytendamál

Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“
Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin
ÚttektNeytendamál

Ok­ur­lán Net­gíró og tengsl­in við smá­lána­fyr­ir­tæk­in

Net­gíró er eitt helsta fjár­tæknifyr­ir­tæki Ís­lands sem er í sam­keppni um neyslu­lán við banka. Býð­ur upp á smá­lán og rað­greiðslu­lán sem bera vexti sem al­mennt eru ná­lægt 30 pró­sent­um og geta far­ið upp í 50. Um­boðs­mað­ur skuld­ara ger­ir ekki grein­ar­mun á Net­gíró og smá­lána­fyr­ir­tækj­un­um. Fram­kvæmda­stjór­inn neit­ar að gefa upp veltu­töl­ur en hef­ur sagt fyr­ir­tæk­ið stefna á 14 millj­arða veltu á þessu ári.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár