Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.

Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
Segjast ástunda samfélagslega ábyrgð Alma leigufélag segir í ársreikningi sínum ástunda samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum og segist vilja vera í fararbroddi við að búa til heilbrigðan leigumarkað á íslandi. Eigendur Ölmu eru systkinin í Mata, Guðný Edda, Gunnar Þór, Eggert Árni og Halldór Páll Gíslabörn. Bræðurnir þrír sjást hér á mynd.

Leigufélagið Alma stærir sig af „samfélagslegri ábyrgð sinni og segist vilja vera í fararbroddi við það að búa til heilbrigðan og faglegan leigumarkað hér á landi. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem samþykktur var af stjórn félagsins og birtur í gær. Þá telur félagið að ávinningur samfélagsins af starfsemi Ölmu fari saman við ávinning hluthafa af félaginu.

Um þetta segir í ársreikningnum: „Alma vill vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapast ávinningur fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa félagsins. 

Alma er annað stærsta leigufélag landsins, á eftir Heimstaden, og er með um 1100 íbúðir í útleigu og er stöðugt að bæta við sig nýjum eignum. 

Félagið hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í fyrra, samkvæmt ársreikningnum, en þær hækkanir má að hluta rekja til bókfærðrar hækkunar á verðmæti fasteigna Ölmu. Eignirnar hækkuðu um 8,3 milljarða króna á milli ára.

Rekstarhagnaður af starfsemi Ölmu, útleigu á íbúðum, var hins vegar einnig góður og nam tæplega 3,2 milljörðum króna fyrir matsbreytingu og afskriftir. Kjarnarekstur Ölmu stendur því traustum fótum og þegar hækkanir á verðmæti fasteigna félagsins er lagður saman við, eins og Alma gerir á hverju ári, þá verður hagnaðurinn ennþá meiri. 

Eigið fé Ölmu - eignir mínus skuldir - var í lok árs í fyrra rúmlega 32 milljarðar króna og hækkaði um rúma 5 milljarða á milli ára. 

„Til að koma til móts við þá gagnrýni breytti félagið verklagi sínu.“
Úr ársreikningi Ölmu leigufélags

Hörð gagnrýni á Ölmu

Alma var í lok árs í fyrra harðlega gagnrýnd fyrir snarpar hækkanir á leiguverði viðskiptavina félagsins.

Manneskjan á bak við þá umfjöllun fjölmiðla var Brynja Bjarnadóttir, öryrki á sjötugsaldri, sem var tilkynnt um að leigan hjá henni myndi hækka um 30 prósent um áramótin. Alma reyndi að rökstyðja hækkunina á leigu Brynju með því að segja að hækkunin hjá henni endurspeglaði ekki almennar hækkanir. Gögn sem Stundin, sem í dag heitir Heimildin eftir sameiningu við Kjarnann, hafði undir höndum sýndu hins vegar fram á að fyrirtækið hafði verið að hækka leiguna hjá mörgum viðskiptavinum sínum um 20 til 30 prósent allt síðasta ár. 

Í yfirlýsingu vegna máls Brynju sagði Alma að félagið hefði þurft að hækka leiguna hjá fólki vegna efnahagsástandsins: „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út.“

Eignarhaldið og hluti fjármögnunar á fyrirtækjasamstæðu eigenda Ölmu, Mata-systkinanna svokölluðu, var svo rakið til lágskattasvæða en þau hafa lengi notast við Möltu í viðskiptum sínum. 

Í kjölfarið var svo greint frá því að Alma ætlaði sér að hækka leiguna hjá úkraínskum flóttamönnum í fjölbýlishúsi Garðabæ um allt að 114 prósent nú í apríl.   Alma keypti blokkina sem flóttamennirnir búa í síðasta vor og var gerður eins árs leigusamningur við góðagerðasamtök sem leigðu Úkraínamönnunum íbúðirnar langt undir markaðsvirði. Alma ætlar hins vegar að hækka leiguna þannig að hún endurspegli markaðsvverð.

Ekki liggur enn fyrir hvort flóttamennirnir geti búið áfram í húsinu, segja tveir af þeim við Heimildina, en stjórnvöld í Garðabæ eru að vinna að því að tryggja þeim húsnæði. 

Byrjaði með BrynjuGagnrýnin á Ölmu hófst með frásögn Brynju Bjarnadóttur sem þurfti að flytja vegna þess að Alma hækkaði leiguna hjá henni um 30 prósent um áramótin.

Alma rökstyður hækkanirnar

Í ársreikningi Ölmu rökstyður leigufélagið þá skoðun félagsins að hækkun á leiguverði geti verið bæði eðlilegt og óhjákvæmilegt.  Í ófjárhagslegri upplýsingagjöf í ársreikningnum segir um þetta: „Sveiflur á fasteignamarkaði, fjármagnsmörkuðum og í framboði og eftirspurn eftir leiguhúsnæði geta leitt til sveiflna á leiguverði, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Það er því eðlilegt og stundum óhjákvæmilegt að breyta leiguverðum til markaðsverðs við endurnýjun leigusamninga.

Í greinum fjölmiðla um Ölmu hefur hins vegar komið fram að leiguhækkanir um 20 til 30 prósent séu miklu hærri en almennar kostnaðarhækkanir Ölmu og því sé órökrétt að vísa til þeirra þegar leiguverðshækkanir eru réttlættar. Hitt stóra leigufélagið á Íslandi hefur ekki verið með eins miklar hækkanir á  leigusamningum sínum.

Ástæðan er sú að flestir leigusamningar félagsins eru ótímabundnir og fylgja bara vísitölu neysluverðs, líkt og Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden, hefur sagt: „Þá erum við ekki að lenda í því, eins og Alma, að vera að endurnýja leigusamninga sem eru að renna út. Þannig að undanfarin tvö ár hafa langflestir af okkar leigjendum fært sig yfir í ótímabundna samninga. Þannig að við erum yfirleitt ekki að hækka leiguna. Þegar við leigjum út eignina þá gerum við það á markaðsverði og leigusamningurinn fylgir svo bara verðlagi. Svo, ef allt gengur vel, þá heyrum við ekkert í þér og þú heyrir ekkert í okkur. “

Ekki sambærilegar hækkanirHeimstaden, sem Gauti Reynisson stýrir, hefur ekki hækkað leiguna hjá fólki með sambærilegum hætti og Alma þar sem leigusamningar félagsins eru flestir ótímabundnir.

Alma breytti verklagi í kjölfar gagnrýni

Hvað sem líður réttlætingum Ölmu á hækkun leiguverðsins þá segir félagið jafnframt í ársreikningnum að það hafi komið til móts við þá gagnrýni sem félagið fékk á sig:  „Undir lok árs, þegar félagið hafði tilkynnt um hækkanir á leigu þeirra samninga sem komu til endurnýjunar í janúar og febrúar 2023, kom upp gagnrýni á leiguverðshækkanir félagsins. Til að koma til móts við þá gagnrýni breytti félagið verklagi sínu á þann hátt að takmarka leiguverðshækkanir við endurnýjun samninga við ákveðna krónutölu og að veita viðskiptavinum aukið svigrúm til að framlengja leigusamninga sína til skamms tíma á meðan þeir finna nýtt húsnæði.

Félagið segir líka í ársreikningnum að leiguhækkanir félagsins framan af ári hafi verið bundnar við nýja og endurnýjaða samninga. Þetta er hins vegar annað en félagið sagði þegar það réttlæti hækkanirnar hjá Brynju Bjarnadóttir. Þá sagði félagið að hækkunin hjá henni endurspeglaði ekki almennar hækkanir á leigu hjá félaginu. 

Um þetta segir í ársreikningnum:  „Leiguverð á markaði hækkuðu nokkuð á árinu, sérstaklega samanborið við leiguverð á þeim tíma þegar samfélagslegar takmarkanir voru í gildi á tímum COVID faraldursins. Framan af ári endurspegluðust markaðsleiguhækkanir í leiguverðshækkunum á nýjum og endurnýjuðum leigusamningum félagsins. Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 og áhrifa hennar á alþjóðlega orku- og vörumarkaði kom upp umræða á Íslandi um og áhyggjur af hækkandi verðlagi.

Þá segir enn frekar um þetta að félagið hafi tekið þá ákvörðun um mitt ár 2022 að hækka ekki leigusamninga umfram vísitölu neysluverðs út árið.  „Til að koma til móts við viðskiptavini félagsins og sýna gott fordæmi ákvað stjórn Ölmu í maí að endurnýjaðir leigusamningar yrðu ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs út árið.

Um leið og þessu tímabili var lokið, það er að segja í ársbyrjun, hækkaði Alma hins vegar leiguna skarpt, meðal annars hjá Brynju Bjarnadóttur sem þurfti að finna sér nýtt húsnæði sökum þessa. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
9
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár