Sjö ráðherrar hafa gerst brotlegir við lög frá hruni
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sjö ráðherrar hafa gerst brotlegir við lög frá hruni

Frá efna­hags­hrun­inu 2008 hafa sjö ráð­herr­ar gerst brot­leg­ir við lög í embætti. Svandís Svavars­dótt­ir hef­ur gerst brot­leg tvisvar sinn­um – bæði ár­in 2023 og 2010. Al­geng­ast er að ráð­herr­ar hafi brot­ið í bága við jafn­rétt­is­lög. Tvær af­sagn­ir hafa orð­ið í kjöl­far lög­brota ráð­herra.

Í síðustu viku komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði ekki haft nægilega skýra lagastoð að baki frestun hennar á hvalveiðum síðasta sumar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Svandís, eða aðrir ráðherrar, hafa gerst brotleg við lög í starfi sínu.

Skammt er síðan að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna Benediktsson hafi brostið hæfi þegar hann tók ákvörðun um að selja félagi föður síns hlut í Íslandsbanka í mars 2022 og að væri í andstöðu við vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. Bjarni brást við þeirri niðurstöðu með því að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra þann 10. október í fyrra en taka við sem utanríkisráðherra fjórum dögum síðar. 

Þó nokkur önnur dæmi eru um að ráðherrar brjóti í bága við lög en til dæmis brutu Jóhanna Sigurðardóttir, Ögmundur Jónasson, Bjarni Benediktsson og Lilja Alfreðsdóttir öll jafnréttislög á meðan að þau sátu á ráðherrastól. …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár