Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Palestínskir mótmælendur krefjast fundar með ráðherrum

Hóp­ur palestínskra manna sem reist hafa tjöld við Al­þing­is­hús­ið í þeirri von um að stjórn­völd komi fjöl­skyldu­með­lim­um þeirra frá Gaza til Ís­lands hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu og krefjast fund­ar með dóms­mála­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra og fé­lags-og vinnu­mála­ráð­herra.

Palestínskir mótmælendur krefjast fundar með ráðherrum

Fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll hafa nokkrir menn frá Palestínu, sem hafa enn líkamlegan og andlegan styrk til, eins og þeir lýsa því, slegið upp einskonar tjaldbúðum í mótmælaskyni við því sem þeir lýsa sem aðgerðarleysi stjórnvalda er varðar fjölskyldusameiningu. Þeir hafa allir fengið fjölskyldusameiningu samþykkta en segja aðgerðarleysi stjórnvalda felast í því að fjölskyldumeðlimir þeirra, þar á meðal makar og börn, eru enn staddir á Gaza og eiga því á hættu að vera drepnir af Ísraelsher sem til þessa hefur drepið yfir 21 þúsund manns, um helmingur þeirra eru börn.

Mennirnir, sem hafa dvalið í tæpa tvo sólahringa í tjöldum í frosti og kulda, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu sem aðgerðarsinnar, eins og segir í henni, skrifa einnig undir. Þar ítreka þeir þau áform sín að dvelja í tjöldunum „þar til ástvinir þeirra hafa verið fluttir frá Gaza og til Íslands“.

„Hver sólarhringur skiptir sköpum,“ segir í yfirlýsingu og því næst er tekið dæmi um að hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum hér á Íslandi, hafi orðið fyrir loftárásum Ísraelshers. „Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.“ 

Palestínskir feður mótmælaPalestínsku mennirnir sem slegið hafa upp tjaldbúðum við alþingishúsið eiga það allir sameiginlegt að eiga fjölskyldumeðlimi í Palestínu sem hafa fengið dvalarleyfi. Sumir þeirra eru feður og bíða þess að stjórnvöld komi börnum þeirra til Íslands í skjól.

Naji Asar, sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 13 fjölskyldumeðlimi sína, þar af átta börn, sagði í samtali við Heimildina í gær að Ísland geti vel gert meira til að hjálpa og sagðist ekki skilja hvernig hægt hafi verið að bjarga tafarlaust 120 Íslendingum sem staddir voru í Ísrael þann sjöunda október og þeim komið í skjól en það sama ætti ekki að eiga við um fjölskyldumeðlimi hans.

„Af hverju ekki okkur?“ spurði hann og bætti svo við:

„Þá það, ef þið viljið ekki hjálpa. Komið mér þá aftur heim. Ég vil fá að deyja með fjölskyldunni minni. Ég vil ekki deyja hægt.“

Fela sig á bakvið lokuð landamæri

Íslensk stjórnvöld eru sögð fela sig á bak við að landamæri Palestínu og Egyptalands eru lokuð við Rafah landamærastöðina en í yfirlýsingunni segir að dæmi séu þess að önnur lönd hafi komið fólki þar í gegn og þau sótt og þeim komið til viðkomandi ríkis í skjól. „Lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa.“

„Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.“
Naji Asar

Í lok yfirlýsingarinnar er þess krafist að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra komi til fundar við mótmælendur til að hlusta á kröfur þeirra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið.“

Bíða í frostiMótmælendur láta frostið og kuldann ekki koma í veg fyrir mótmæli sín en þeir ætla sér ekki að fara af Austurvelli fyrr en fjölskyldur þeirra eru komnar til Íslands.

Hér er

í heild sinni:

„Kröfur aðgerðasinna og palestínsks flóttafólks til ráðherra:

Í tæplega tvo sólarhringa hefur fólk á flótta frá Gasa dvalið í tjaldbúðum fyrir utan Alþingi á Austurvelli í mótmælaskyni við aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Þar áforma þau að dvelja uns ástvinir þeirra hafa verið flutt frá Gasa.

Hver sólarhringur skiptir sköpum. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.

Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst.

Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa.

Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þessir Hamarssinnar eru með eindæmum frekir treisti núverandi Dómsmálaraðherra og Bjarna B fyrir þessu
    -6
    • HDLB
      Halle d'Or le Bibbalingeur skrifaði
      Þú gleymdir næstum því öllum innsláttarvillunum, vanda sig. Ggledlieg jøl.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár