Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Pólitísk pólskipti eru að breyta heiminum

Auk­in pól­un hef­ur orð­ið í valda­jafn­vægi heims­ins og fram und­an á ár­inu 2024 er lyk­ilat­burð­ur sem hef­ur áhrif á alla heims­byggð­ina, þar á með­al Ís­lend­inga. Eru Banda­rík­in og Kína nýju pól­ar heims­ins? Eru pól­arn­ir mun fleiri? Hvernig lít­ur al­þjóða­svið­ið út eft­ir ár­ið og hverj­ar eru horf­urn­ar á því næsta?

Pólitísk pólskipti eru að breyta heiminum
BRICS-löndin Leiðtogar BRICS-landanna, án Vladimirs Pútín, hittust í Jóhannesarborg í ágúst. Frá vinstri: Luiz Inacio Lula Da Silva, forseti Brasilíu, Xi Jinping, forseti Kína, Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mynd: ALET PRETORIUSPOOLAFP

Einn þeirra umræðupunkta í alþjóðamálum sem einkennt hafa árið 2023, rétt eins og undanfarin ár, eru svokölluð „skautun“ eða „pólun“ heimsins. Þá hvort heimurinn sé að verða tvípóla eða margpóla á ný líkt og einkenndi alþjóðasviðið margoft á öldum áður. Heimurinn upplifði svokallað einpóla kerfi á árunum eftir fall Sovétríkjanna og til að verða dagsins í dag, þar sem Bandaríkin stóðu ein uppi sem ofurveldi á heimsvísu.

Í stuttu máli sagt eiga þessi hugtök við aðstæður þar sem alþjóðasamskipti einkennast af yfirþyrmandi áhrifum og völdum stórvelda eða bandalagi blokka. Tvípóla kerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar til ársins 1991 eða Rómverja og Persa á fornöld, sem stóð yfir í mörg hundruð ár, eru einkennandi dæmi tvípóla kerfis þar sem hvorugur aðilinn er fær um að granda hinum vegna ofurveldisstöðu sinnar. 

Margpóla heimur er aðeins flóknara fyrirbæri að negla niður. Evrópa á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist 2024?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár