Flokkur

Erlent

Greinar

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir
Erlent

Átök við Rauða­haf magn­ast í landi þar sem „versta mann­úð­ar­krísa“ heims­ins rík­ir

Árás­ir Houtha í Jemen á Ísra­el og skipa­flutn­ing um Rauða­haf­ið hafa glætt göm­ul átök nýju lífi. Her­skip Banda­ríkj­anna grönd­uðu árás­ar­bát­um Houtha yf­ir helg­ina, en átök­in eru lið­ur í áfram­hald­andi ófriði Ír­ans við ná­granna­lönd sín og Banda­rík­in. Í Jemen hafa allt að 377 þús­und manns lát­ið líf­ið síð­an 2014 og neyð al­mennra borg­ara í land­inu er mik­il.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu