Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, sá ráð­herra sem fer með mál­efni fjöl­miðla, seg­ir að Ís­lend­ing­ar séu á „rauðu ljósi“ hvað starfs­um­hverfi þeirra varð­ar. Veg­ið sé að tján­ing­ar­frelsi þeirra og tel­ur hún að stað­an sé óá­sætt­an­leg.

„Það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag“
Tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengur ekki upp Menningar- og viðskiptaráðherra segir að tekjumódel íslenskra fjölmiðla gangi hreinlega ekki upp. „Það er ekki áskorun sem aðeins við hér á landi erum að fást við heldur um heim allan. Okkur ber skylda til þess að stuðla að því að starfsumhverfi fjölmiðla hér á Íslandi verði sjálfbært.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslendingar eru á „rauðu ljósi“ hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla, samkvæmt menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Hún segir að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag og sú staða sem uppi er í samanburði við fjölmiðla á Norðurlöndunum sé óásættanleg.

Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðlafrelsi á Alþingi í dag. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var málshefjandi umræðunnar og var ráðherrann til andsvara. 

Í fámennu landi er erfitt að treysta á sölu blaða

Jódís sagði í fyrri ræðu sinni að frjálsir fjölmiðlar væru hornsteinn lýðræðisins, fjórða valdið. Þeir veittu þingmönnum nauðsynlegt aðhald og drægju athyglina að þeim málefnum sem brýnust væru hverju sinni.

„Fjölmiðlar eru allt í senn helsti farvegur og vettvangur samfélagslegrar umræðu. Því ber stjórnvöldum að verja sjálfstæði þeirra og ritstjórnarlegt frelsi í hvívetna. Þetta á við í stóru og smáu. Þannig geta fjölmiðlar ljáð þeim rödd sem minnst mega sín, vakið athygli á því sem miður fer og haldið okkur öllum ábyrgum fyrir orðum okkar og gjörðum og á það treystum við. Til þess þarf fjárhagsstaða þeirra að vera trygg en án fjármagns er erfitt að halda úti starfseminni og í fámennu landi er erfitt að treysta á sölu blaða. Þetta er kunnuglegt stef,“ sagði hún.

Pólarísering í umræðunniJódís bendir á að um allan heim eigi sér stað mikil pólarísering og skautun í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum.

Jódís vildi halda á lofti stöðu héraðsmiðlanna. Þeir væru oftar en ekki í miklu návígi við ákvarðanir sem varða hag alls almennings og náttúru landsins. „Hér má til dæmis nefna áform um vindmyllur og sjókvíaeldi. Við verðum þess vegna að tryggja fjárhagslega burði fjölmiðla, allra fjölmiðla, til að sinna því mikilvæga hlutverki sem við ætlum þeim í þágu lýðræðis og lýðræðislegrar og upplýstrar umræðu,“ sagði Jódís. 

Ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks alvarlegt mál

Benti þingmaðurinn á að ekki hefði farið fram hjá neinum sem fylgst hefði með í samfélaginu undanfarin misseri að frelsi fjölmiðla til að sinna hlutverki sínu hefði ítrekað verið dregið í efa, ekki bara af einkaaðilum heldur einnig dómstólum. „Nýleg umfjöllun Heimildarinnar leiddi í ljós að fyrirtækið Norðurál hafði dreift misvísandi upplýsingum og áróðri með skipulögðum hætti með það að markmiði að hafa áhrif á almenningsálitið. Ekki er annað hægt en að minnast á hið svonefnda Samherjamál, en framgangan gagnvart ákveðnu fjölmiðlafólki í tengslum við umfjallanir um það mál var vægast sagt skelfileg.“

Hún sagði að ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks væru alvarlegt mál og mikilvægt væri að öryggi þeirra væri tryggt í hvívetna. „Um allan heim horfum við upp á mikla pólaríseringu í umræðunni og mikil skautun á sér stað í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum. Þetta veldur því að almenningur veigrar sér jafnvel við að ræða fréttir um stjórnmál. Grunnforsenda þess að koma í veg fyrir slíka þróun er að standa vörð um tjáningarfrelsið og tryggja fjölmiðlum og blaðamönnum öruggt starfsumhverfi þar sem þeim er gert kleift að rækja skyldur sínar án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti, áreiti eða lögsóknum. 

Við höfum orðið vitni að mjög alvarlegum atburðum í kjölfar starfa fjölmiðla og þá er nærtækt að nefna dæmi eins og þegar fjölmiðlum var varnað að sinna starfi sínu við brottflutning fólks á Keflavíkurflugvelli. Blaðamenn sem boðaðir voru í skýrslutöku vegna umfjöllunar um hina svokölluðu skrímsladeild Samherja telja margir að með því hafi verið gerð aðför að frjálsri fjölmiðlun í landinu,“ sagði hún. 

Tryggja verður fjölmiðlum það „öryggi og starfsumhverfi sem þeim ber“

Jódís spurði Lilju hver geta fjölmiðlanna væri til að verja fjölmiðlafólk sem fjallar um erfið mál fyrir áreiti og/eða hótunum sökum vinnu sinnar, sér í lagi þegar efnisdrög sneru að valdamiklum einstaklingum eða fyrirtækjum sem nota skoðanamyndandi aðferðir til að hafa áhrif á samfélagsumræðuna eins og nýleg dæmi sýndu. 

„Það er hlutverk okkar hér á hinu háa Alþingi að skapa það lagaumhverfi og þær leikreglur sem gilda eiga í samfélaginu,“ sagði hún og spurði í framhaldinu hvort  ráðherra væri kunnugt um áform sem lúta að því að efla öryggi blaðamanna með það að markmiði að vinna gegn áreitni eða hótunum sem þeir gætu orðið fyrir sökum vinnu sinnar.

„Á undanförnum árum hefur umræðan um falsfréttir og upplýsingaóreiðu aukist. Er ráðherra kunnugt um að slíkir miðlar hafi starfsemi hér á landi, hljóti styrki til jafns við aðra miðla og hvort ástæða sé að skerpa á úthlutunarreglum með tilliti til þessa?“ spurði hún enn fremur. 

Jódís vildi í lok síðari ræðu sinnar hvetja samfélagið til að „leyfa því aldrei að gerast að vegið sé að tjáningarfrelsinu; að við séum meðvituð um það að í heimi þar sem ógnir, stríð og náttúruvá sökum loftslagsbreytinga eru orðin partur af okkar daglega lífi, þá verðum við að tryggja fjölmiðlum það öryggi og starfsumhverfi sem þeim ber til að geta sinnt mikilvægum skyldum sínum.“

Stefna að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og á Norðurlöndunum

Lilja sagði í fyrri ræðu sinni að það væri alveg ljóst að frjálsir fjölmiðlar væru forsenda opinnar lýðræðislegrar umræðu og veittu stjórnvöldum, atvinnulífi og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á fjölbreytni í flóru fjölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fjölmiðlum og svo segir í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Að því sögðu er ég auðvitað hugsi yfir þeirri stöðu íslenskra fjölmiðla hvað varðar fjölmiðlafrelsi, að við séum í 15. sæti á lista alþjóðlegra samtaka. Ísland á auðvitað að skipa sér á bekk með öðrum Norðurlöndum og vera þarna á lista með þeim ríkjum sem eru efst.“

„Já, að sjálfsögðu erum við meðvituð um falsfréttir en ég hef ekki fengið það inn á borð til mín að við séum að veita styrki til aðila sem iðka það að breiða út falsfréttir.“
Lilja Alfreðsdóttir
menningar- og viðskiptaráðherra

Varðandi það hvað verið væri að gera til að efla öryggi blaðamanna og hvort ráðherra væri meðvitaður um umræðu um falsfréttir þá sagði Lilja að þau í ráðuneytinu væru að vinna fjölmiðlastefnu sem yrði kynnt öllum hagaðilum og vildu þau vinna hana í góðri samvinnu við þá sem starfa við fjölmiðla á Íslandi. Það væri gríðarlega mikilvægt. 

„Við sjáum auðvitað hvað hefur verið að gerast, ekki bara hér á landi heldur annars staðar, vegna þeirrar tæknibyltingar sem við stöndum frammi fyrir. Í Svíþjóð er það svo að um 73 prósent af öllum auglýsingatekjum fara til erlendra aðila, annars vegar erum við að tala um streymisveitur og svo aðrar veitur. Við erum að bregðast við þessu eins og við getum og viljum auðvitað gera enn betur í þeim efnum og erum, eins og ég hef ítrekað sagt, að horfa til Norðurlandanna. Annars vegar mun fjölmiðlastefnan ná að einhverju leyti utan um það hvernig við hlúum betur að fjölmiðlafólki á Íslandi og markmiðið er auðvitað að við förum upp í þessu mati. Í öðru lagi fylgjumst við mjög vel með, til að mynda spurði háttvirtur þingmaður hvort við værum meðvituð um falsfréttir. Já, að sjálfsögðu erum við meðvituð um falsfréttir en ég hef ekki fengið það inn á borð til mín að við séum að veita styrki til aðila sem iðka það að breiða út falsfréttir,“ sagði hún. 

Ráðherrann nefndi að saga Íslendinga væri þannig að fjölmiðlamenn á 19. öld og 20. öld hefðu séð til þess að hér væri mjög öflug umræða um öll framfaramál landsins. „Það er ekki að ástæðulausu sem við tölum fjórða valdið vegna þess að það veitir, eins og ég sagði í upphafsorðum mínum, þetta nauðsynlega aðhald sem við þurfum. Eitt af því sem við tökum eftir, þegar við erum að vinna að fjölmiðlastefnunni, eru þessar stóru breytingar, streymisveiturnar og þessir risar. Við stefnum að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og kollega okkar á Norðurlöndunum og það er mjög mikilvægt að það takist á þessu kjörtímabili að búa þannig um hnútana.“

Tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengur hreinlega ekki upp

Margir þingmenn lögði orð í belg í umræðunum og bar helst á góma vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en skiptar skoðanir eru á milli þingmanna hvað það varðar. 

Lilja benti á í seinni ræðu sinni að allir sem tóku til máls væru sammála um mikilvægi þess að stuðla að því að umhverfi fjölmiðla styrktist. „Það er svo að við erum á rauðu ljósi hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Ef við förum yfir þá umræðu sem hefur átt sér stað hér ber fyrst að nefna að það er hreinlega vegið að tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi í dag og sú staða, þ.e. hvar við erum stödd í samanburði við fjölmiðla á Norðurlöndunum, er óásættanleg. Ég vonast til þess að fjölmiðlastefnan geti tekið á þessu að einhverju leyti.“

Hún benti jafnframt á að tekjumódel íslenskra fjölmiðla gengi hreinlega ekki upp. „Það er ekki áskorun sem aðeins við hér á landi erum að fást við heldur um heim allan. Okkur ber skylda til þess að stuðla að því að starfsumhverfi fjölmiðla hér á Íslandi verði sjálfbært.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár