Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Alþingi Björn Leví og Katrín ræddu útlendingafrumvarpið á þingi í gær. Mynd: Samsett/Bára Huld Beck

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vandað sé til verka þegar útlendingamál eru til meðferðar í þinginu. Hún segir að afstaða hennar hafi ekki breyst frá því árið 2017 þegar hún sagði að hlusta ætti á UNICEF og Rauða krossinn varðandi þessi mál. 

Þetta kom fram í máli hennar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata rifjaði upp fræg orð hennar áður en hún varð forsætisráðherra um fólk á flótta og spurði hvað hefði breyst síðan þá. 

Framhald af annarri umræðu heldur áfram á þingfundi eftir hádegi í dag en á mælendaskrá eru tveir þingmenn Pírata, þeir Björn Leví og Andrés Ingi Jónsson. 

Forsætisráðherra hafi skipt um skoðun

Björn Leví hóf fyrirspurn sína á því að rifja upp orð Katrínar frá því í september 2017 en þá sagði hún að þegar framkvæmd laga sem varðar fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu, börn, hefði það í för með sér að réttlætiskennd jafn margra væri misboðið, þá væri ástæða til að hlusta. „Þegar UNICEF og Rauði krossinn biðja okkur að hlusta er ástæða til að hlusta, hlusta og velta því fyrir sér hvort við séum að framfylgja lögum sem eiga að byggjast á mannúð með þeim hætti sem við eigum að gera þannig að þau uppfylli skyldur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem við höfum undirgengist,“ sagði Katrín árið 2017.

Björn Leví benti á að nú hefðu bæði Rauði krossinn og UNICEF ásamt yfir 20 öðrum umsagnaraðilum lýst yfir áhyggjum af samþykkt útlendingafrumvarpsins sem nú er til umræðu á þingi og skorað á Alþingi að tryggja mannréttindi, meðal annars barna á flótta. Að sama skapi varaði Rauði krossinn við því að leiða í lög ákvæði til að þröngva flóttafólki á götuna í von um að þau færu sjálfviljug úr landi. Las hann upp úr umsögn Rauða krossins en þar stendur: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir af töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt til efnislegrar meðferðar.“

Sagði þingmaðurinn jafnframt að fjölmörg fleiri dæmi væru um skerðingar á mannréttindum í frumvarpinu þar sem ekki væri búið að láta meta samræmi við stjórnarskrá né mannréttindasáttmála Evrópu. „Nú er hins vegar augljóst að forsætisráðherra er ekki á sömu skoðun og árið 2017 þegar kemur að mikilvægi þess að tryggja að mannréttindi séu virt.“ Spurði hann því ráðherrann hvað hefði breyst. „Hvers vegna er hún hætt að hlusta?“

Segir umsagnir hafa komið seint fram

Katrín svaraði og sagði að umrætt frumvarp væri í talsvert annarri mynd en þegar það var kynnt á sínum tíma í samráðsgátt, meðal annars vegna þeirra áherslna, sem hefðu ekki breyst af hálfu Vinstri grænna, sem varða grundvallaratriði í útlendingamálum og ættu raunar samhljóm með ýmsu af því sem var rætt á þinginu síðast þegar þessi mál voru til umfjöllunar og varðar til dæmis þau atriði sem tengjast sérstökum tengslum útlendinga við landið og upptöku efnismeðferðar. 

„Þá hefur einnig verið fjallað sérstaklega um hagsmunamat barna sem er eitt af því sem hefur verið töluvert lengi til skoðunar af hálfu dómsmálaráðuneytisins og unnin var um það sérstök skýrsla en líka af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis. Þegar háttvirtur þingmaður fer hér yfir hvort eitthvað hafi breyst þá er það svo sannarlega ekki svo. Það hafa einmitt verið gerðar breytingar á málinu frá því að það var kynnt upphaflega og þangað til það var lagt fram í þá átt sem ég hef ávallt talað fyrir, sem snýst um það að við höfum vissulega útlendingalöggjöf, það séu ákveðnar reglur um það hvernig við framkvæmum hlutina en þar sé mannúðarsjónarmiða gætt. 

Ég hef sagt það og mér finnst eðlilegt að tiltekin atriði verði tekin til skoðunar, meðal annars vegna umsagna sem komu seint fram eftir því sem mér er sagt í meðförum nefndarinnar og það hefur verið reifað að þau mál verði skoðuð milli umræðna.“ Þetta sagði Katrín út frá upplýsingum frá fulltrúa VG í allsherjar- og menntamálanefnd því hún situr ekki í nefndinni. „Það er bara til marks um þá afstöðu okkar að mjög mikilvægt sé að vanda til verka þegar svona mál eru til meðferðar í þinginu,“ sagði hún.  

Gamalt frumvarp ekki til umræðu

Björn Leví hélt áfram að spyrja ráðherrann út í málið og sagði að árið 2017 hefði átt að hlusta á Rauða krossinn og UNICEF. 

„Við erum ekki að ræða gamalt frumvarp núna, við erum að ræða frumvarp sem er til umræðu í þingsal núna í annarri umræðu og ef það á að vera vel afgreitt úr nefnd þá á það líka að vera vel afgreitt í annarri umræðu hér í þingsal, ekki bara laga það einhvern veginn seinna, við þurfum að hafa þetta algerlega skýrt. 

En þar sem dómsmálaráðuneyti og meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hunsuðu einmitt að gera mat á samræmi ákvæða frumvarpsins og stjórnarskrár við alþjóðlegar skuldbindingar, þvert á allar athugasemdir helstu fagaðila, hvað er þá ráðherra mannréttinda að gera til þess að búa ráðuneytið undir það að taka afleiðingunum af þessari lagasetningu? Eða í rauninni, með öðrum orðum: Hvernig ætlar ráðherra að axla ábyrgð ef aðvaranir umsagnaraðila raungerast?“ spurði hann. 

Telur Ísland ekki ganga harðast fram í útlendingamálum

Katrín sagði í seinna svari sínu að það væri svo að þau vissu að öll ríki Evrópu væru að fást við þessi mál og raunar myndi hún nú ekki telja að Ísland gengi harðast fram í þessum málum ef löggjöf ólíkra ríkja yrðu bornar saman. 

„Þetta er því ekki einhver einsleitur heimur þegar að þessu kemur. Evrópuríki hafa ákveðið að koma sér saman um tiltekið kerfi og síðan útfæra ríkin það í raun og veru hvert með sínum hætti. Ég vil ítreka að þar gengu Íslendingar í raun og veru skemur en mjög mörg nágrannaríki okkar. Það hefur verið viljinn á Alþingi að við séum með tiltölulega frjálslynda löggjöf og það er í anda þess sem mér finnst sjálfri en um leið er líka mikilvægt að við tökum tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa birst hvað varðar framkvæmd laganna.

Annað mál sem mér finnst kannski ekki nægjanlega rætt er hvernig við síðan fylgjum þessari móttöku eftir því að við getum auðvitað ekki rætt útlendingamálin eingöngu út frá þeim lögum og reglum sem við setjum um hverjum við tökum á móti, við þurfum líka að ræða það hér í þessum sal hvernig við tökum á móti þeim. Og það skiptir verulegu máli að ræða þau mál,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    VG er í ríkisstjórn í boði Sjálfstæðisflokksins og þess vegna er ekkert að marka það sem Katrín Jakobsdóttir segir. Það eru gjörðir hennar og annarra VG liða sem segir allt. Munið, það eru margar setningar sem Katrín Jakobsdóttir hefur sagt, og hvað hefur gerst ? Ekkert.
    0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Svo má böl bæta aað benda á annað verra.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Katrín kemur ekki fram eins og hún sé forsætisráðherra - enda er hún það ekki í raun.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár