Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn veltir því upp hvort starfsmenn Morgunblaðsins muni mótmæla skrifum ritstjóra þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hvað lætur fagfólk yfir sig ganga sem vinnur á þessum fjölmiðli?“ Þannig spyr rithöfundurinn Andri Snær Magnason um starfsfólk Morgunblaðsins í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Veltir hann því upp hvort starfsfólk blaðsins ræði um að beita vinnustöðvun eða mótmæla með formlegum hætti skrifum ritstjóra þess þar sem hugmyndinni um hamfarahlýnun er hafnað.

Tilefnið er ritstjórnarpistillinn Staksteinar í Morgunblaðinu í dag, en ætla má að þar haldi annar hvor ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson eða Haraldur Johannessen, um penna. Titill pistilsins er „Álfavísindi“ og er hann að uppistöðu tilvitnun í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, um það sem höfundur Staksteina kallar „loftslagstrúna“.

Í pistlinum sem Staksteinar vitna í skrifar Páll að meðalhiti fyrstu 15 daga í júlí hafi verið undir meðaltali og vísar í önnur skrif þess efnis að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu „ýkjusaga“ eins og hann kallar það. „Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu,“ skrifar Páll.

Er þetta þvert á samstöðu innan fræðasamfélagsins þess efnis að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé helsta ástæða hlýnun jarðar og þeirra afleiðinga sem hún hefur í för með sér.

„Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem loftslagsbreytingum af mannavöldum er hafnað í ritstjórnarpistlum blaðsins. „Er boðlegt fyrir fagfólk að vinna undir svona stjórn?“ spyr Andri Snær á Facebook. „Er engin umræða innanhúss um að mæta ekki til vinnu og mótmæla þessu formlega? Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Má ekki Mogginn hafa skoðun ?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Leggjum Morgunblaðið í eyði !!
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Er það skoðanafrelsi að halda því fram að 2 sinnum 2 séu fimm? Menn verða að átta sig á því að skoðanafrelsi er ekki ótakmarkað. Þeir sem gegna opinberum störfum bera skyldu til að fara rétt með viðurkenndar staðreyndir. Sama gildir um fjölmiðla. Hlýnun loftslagsins að miklu leyti af mannavöldum er almennt viðurkennd staðreynd og sá sem vill efast um hana verður að færa fram rök studd með vísindalegum aðferðum.
    1
  • Það munar ekki um það
    0
  • Kveikjum eld kveikjum eld kátt hann brennur syngja skátarnir víst ha?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það á að vera mál og skoðanafrelsi í landinu.þeir sem efast um þetta hafa fullan rétt til þess. Hér var t.d allt gaddfreðið á hálendinu síðasta vetur og vatnsskortur hjá virkjunum þrátt fyrir hamfarbráðnun jökla þannig að fyrirtæki fengu ekki rafmagn og þurftu að stóla á olíu. Eins er verið að nýta þessa umræðu til að skattleggja allt milli himins og jarðar enn frekar en orðið er ánægðir með það kommarnir sem vinna hjá ríkinu örugglega. Samt er ég persónulega mjög hlyntur orkuskiptunum en þeir sem hafa aðrar skoðanir mega hafa þær fyrir mér skil þá að mörgu leiti. Hljóta að geta sannað þetta betur hvað segja t.d hitatölur síðustu 50 ára.
    -1
    • Valur Bjarnason skrifaði
      Talandi um skatta þá ætla framsokn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja ómælda skatta á bifreiðaeigendur í formi veggjalda út um allar koppagrudir. Þeir verða ánægðir með það í fjármálaráðuneytinu, sjallarnir!
      0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þöggunin um loftslagsvánna er ótrúlega lífseig, og ekki bara hér heldur um allan heim
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þeir eru trúir auvaldinu og fasitunum ritstjórarnir á mogganum sem aldrei fyrr .
    Er ekki hagt að skjóta þeim út í geim til að þeir sjai afleðingar aðvaldsins og fasistan á jörðina okkar og allar eiturspuandi verksmijurnar sem mala gull fyrir auvaldið svo þeir geti nú fgerðast um í eikkaþotum sínum sem meinga óskaplega miðað við að kannski ein fjöskilda er um borð .
    Já ,það er ansi lagt lagst til að reina að sanfaera áskrifendur mogganns um að meigun af mannavöldum sé ástaeða hitnunar á jörðini .
    Hvað er þaÐ FYRSTA SEM MAÐUR GERIR EF OF HEITT VARÐUR AF MANNAVÖLDUM Í HÍBÝLUM ÞÍNU ,jÚ ÞÚ LAKAR HITAN OG OPNAR GLUGGA TIL AÐ NÁ JAFNVAGI Á HITANUM .
    Eins er með jörðina ef eingin opnar gluggann hitnar bara meira ,eða hvað.
    Mogginn er í dauðategjunum hvort sem er ,og er ekki bara best að loka sjopuni og loka ritstjórana ínn á kleppi til varnar öðru fólki ,og reina að opna gluggana áður en þáð verður og seint og slökva eldana undir kötlunum sem mala gull fyrir fasistana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
8
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár