Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs

Rit­stjór­inn Kristjón Kor­mák­ur Guð­jóns­son hef­ur við­ur­kennt inn­brot á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Mann­lífs. Hann steig fram í við­tali við Reyni Trausta­son, rit­stjóra Mann­lífs, í hlað­varps­þætti sem birt­ur var í kvöld. Seg­ist hafa feng­ið millj­óna greiðsl­ur frá Ró­berti Wessman fyr­ir ráð­gjöf og fleira.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs
Úr viðtalinu Reynir Traustason ræddi við Kristjón Kormák í hlaðvarpsþættinum Mannlífið sem birtur var á vef Mannlífs í kvöld. Mynd: Mannlíf

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri fjölmiðilsins 24.is, hefur viðurkennt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs 21. janúar síðastliðinn. Hann ætlar að gefa skýrslu um málið hjá lögreglunni. Kristjón segist hafa verið á launum hjá Róberti Wessman fyrir ýmis viðvik en innbrotið hafi hins vegar ekki verið með hans vilja eða vitund.

„Hann bað aldrei um það, hann fékk aldrei skjal úr þessari tölvu,“ fullyrti Kristjón sem segist þó hafa talað við auðmanninn í síma morguninn eftir innbrotið þar sem hann hafi sagt honum frá innbrotinu og að hann hefði tölvu Reynis Traustasonar undir höndum. 

Í innbrotinu var vefur Mannlífs eyðilagður og færslum, bæði birtum og þær sem voru í vinnslu, eytt. Hann steig fram og játaði verknaðinn í viðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, í hlaðvarpsþætti hans á fjölmiðlinum í kvöld. Þátturinn var birtur rúmlega 22.10 og er rúmlega klukkutíma að lengd.

„Ég fann þessa tilfinningu, það er ekki rétt að gera þetta,“ lýsti Kristjón Kormákur í viðtalinu um það sem fór í gegnum huga hans þar sem hann stóð fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Mannlífs í aðdraganda innbrotsins. Hann hafi þó farið inn á skrifstofuna, tekið þar turntölvu og fartölvu Reynis. 

Kristjón lýsti því einnig í viðtalinu að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi fjármagnað rekstur fréttavefsins 24.is með fjárframlögum. Hann segir að Róbert hafi ekki viljað eiga hlut í miðlinum en tilbúinn að greiða honum tugi milljóna til að byggja hann upp. 

Fann til með Róberti

Kristjón hafi svo upplifað Reyni og Mannlíf sem óvini Róberts og að hann hafi viljað sann sig gagnvart velgjörðarmanni sínum. „Ég fann til með honum,“ sagði Kristjón um Róbert. 

VinurKristjón sagðist hafa farið að horfa á Róbert sem vin. Samskipti þeirra hafi verið mikil.

Greiðslurnar hafi meðal annars verið fyrir ráðgjöf til handa Róberti. „Það kemur í ljós að þekking mín er mikil,“ sagði Kristjón sem lýsti því sem svo að verkefni utan fjölmiðilsins hafi verið margvísleg. Samskipti þeirra hafi verið mikil og náin. „Ég var farinn að telja hann til vina minna [...] Við vorum kannski að tala saman klukkan tíu á kvöldin,“ sagði Kristjón og bætti því við að hann hafi verið hálfgerður sálusorgari Róberts og þurft að „peppa“ hann.

Það var þó ekki að beiðni Róberts sem innbrotið var framið, að sögn Kristjóns. „Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert,“ sagði hann en lýsti í beinu framhaldi miklu valdaójafnvægi í samskiptum sínum við auðmanninn. Morguninn eftir innbrotið hafi hann þó talað við fólk í kringum Róbert og svo hann sjálfan skömmu síðar. 

Ætlaði að eyða vefnum

Kristjón lýsir því í viðtalinu við Reyni að markmið innbrotsins hafi verið að eyða vef Mannlífs og losa sig við keppinaut. Undir niðri hafi þó kraumað von um að í tölvu Reynis myndu leynast gögn. „Ég var bara kominn í örvæntingu,“ sagði hann. Kristjón sagðist hafa vitað það allan tíman að hann ætti ekki að framkvæma innbrotið en hafi þó látið til skara skríða.

„Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert.“
Kristjón Kormákur
um Róbert Wessman og innbrotið

Það tókst þó ekki, því vefurinn var að mestu kominn aftur í loftið fljótlega eftir innbrotið. 

Á endanum hafði hann svo samband við Reyni til að játa verknaðinn, sem lýsti því sjálfur að símtalið hafi glatt. „Ég var alveg ótrúlega glaður einhvernvegin. þá var myrkrið farið,“ sagði Reynir við Kristjón í viðtalinu. „Ég lít ekki á þig sem stóra gerandann í þessu máli.“ 

Viðtalið er rúmur klukkutími að lengd og má sjá í spilaranum hér að ofan eða á vef Mannlífs

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
8
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár