Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Ingó veð­ur­guð, neit­ar því að hafa brot­ið gegn kon­um eða geng­ið yf­ir mörk kvenna, þrátt fyr­ir að birt­ar hafi ver­ið á fjórða tug frá­sagna þar um. Hann hef­ur ekki far­ið í nafla­skoð­un vegna máls­ins og ekki breytt sam­skipt­um sín­um við kon­ur.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“
Segist engu hafa breytt í sínu fari Ingólfur segir sögurnar um sig vera ósannar og hann hafi ekki breytt neinu í sínu fari í kjölfar þess að þær voru birtar. Mynd: Hlíf Una

Ingólfur Þórarinsson var eini maðurinn sem úttekt Stundarinnar fjallar um sem gaf kost á viðtali vegna umfjöllunarinnar. Hann hafnar því að hafa beitt nokkra konu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða áreiti og kannast ekki við að hafa gengið yfir mörk kvenna. Ingólfur segir frásagnir þess efnis uppspuna og flökkusögur, hann muni aldrei gangast við þeim. Málið allt hafi ekki haft veruleg áhrif á hann persónulega, utan þess að hann hafi misst verkefni. Þannig hafi hann ekki breytt neinu í samskiptum sínum við konur né farið í naflaskoðun hvað það varðar.

Ingólfur segir að hann hafi verið afboðaður í öll tónlistartengd verkefni eftir að málið kom upp. „Það var allt afbókað sem var planað, það hefur eiginlega allt bara stoppað. Ég hef bara verið að reyna að vinna í öðru.“ Aðspurður segir Ingólfur að sama staða sé enn þá uppi nú hálfu ári eftir að málið kom upp, því sem næst engin verkefni séu á borðinu hjá honum.

Varðandi kærumál og stefnur Ingólfs segir hann að hann hafi lítið fylgst með framvindu þeirra mála heldur reynt að einbeita sér að jákvæðari málum. Spurður hví hann hafi gripið til þessa ráðs, hvort hann hafi með því verið að gera tilraun til að endurheimta mannorð sitt eða hvort hann hafi viljað fá bætur, svarar hann: „Mér fannst, í öllum þessum stormi, margt sagt sem bæði voru lygar og líka ljótir hlutir. Mér fannst ekki hægt að sitja undir því að vera kallaður eitthvað sem ég er ekki þannig að þess vegna vildi ég reyna að svara einhvern veginn fyrir það. Ekki endilega á neinum samfélagsmiðlum heldur láta reyna á hvort það mætti ljúga svona upp á fólk, ég vildi láta reyna á það.“

Varðandi þessar ásakanir, hvernig bregstu við þeim?

„Þetta er náttúrlega búið að vera mjög skrýtið því það er sagt frá svo mörgu sem ég er handviss um að eru bara lygar eða gróusögur. Það er voða erfitt að segja hvaðan það kemur eða hvernig eitthvað svona verður til. En nei, ég hef sagt það frá upphafi að ég muni aldrei gangast við því að beita einhvern ofbeldi, það hef ég ekki gert.“

Segist ekki muna eftir neinum dæmum 

Þú kannast heldur ekki við neina áreitni eða að hafa farið yfir mörk í samskiptum þínum við konur?

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tíma verið dónalegur, misst eitthvað út úr sér eða hafi ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti. Mér finnst það bara ekki vera það sama og að beita einhvern ofbeldi og ég mun aldrei samþykkja að hafa gert það.“

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tímann verið dónalegur“

Manstu eftir einhverju dæmi um að hafa verið dónalegur, misst eitthvað út úr þér eða einhverju atviki þar sem þú varst ekki til fyrirmyndar?

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni neins staðar. Ég er frekar venjulegur. Mér fannst margt af því sem sagt var um mig mjög gróft og ýmsu logið, veit ég fyrir víst. Ég er auðvitað sá eini sem get vitað það en ég veit það fyrir víst og þess vegna hef ég farið þessa leið, að láta reyna á hvort það megi segja allt um fólk.“

Þetta voru margar frásagnir sem voru birtar um þig. Þú segir að þú neitir fyrir þær allar, þú neitar að hafa beitt ofbeldi og kannast ekki við þetta. Hvernig getur þá staðið á því að allar þessar frásagnir koma fram?

„Einhver sagði mér að einhverjar þessara frásagna hefðu verið sendar inn til að athuga hvort þær yrðu birtar. Svo var bara allt birt, og ekkert tékkað á hvort það væri bara uppspuni eða sögum blandað saman.“

En finnst þér þetta virkilega líklegt? Telur þú að þú eigir þér óvildarfólk sem myndi gera eitthvað slíkt?

„Ekkert endilega vil ég halda að það sé markvisst verið að ráðast á mig. Það er enginn sem er allra og kannski hefur maður einhvern tíma verið að tjá sig um eitthvað sem hefur komið illa við fólk, verið með ákveðnar skoðanir á hinu og þessu sem hafa áhrif. Það finnst mér aldrei réttlæta að það sé ráðist á mannorðið og það tekið alveg niður þegar ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður.“

Hefur engu breytt í sínu fari

Hefur þetta breytt þér, þinni persónu?

„Nei nei, þetta er kannski ákveðinn lærdómur. Þú veist kannski ekki endilega hverjir eru góðir vinir þínir, það er kannski aðallega það.“

Þú hefur þá ekki breytt samskiptum þínum við konur eftir þetta, þú hefur ekki farið í neina naflaskoðun með það?

„Nei, ég á bara góða kærustu í dag og það gengur bara vel. Ég veit það ekki, eflaust þegar maður var ungur maður hefði maður átt að fara varlega. Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti sem maður lærir ekkert á nema að fara í gegnum það en maður er orðinn miklu eldri í dag, það er önnur staða sem maður er í dag. Ég hef bara alltaf verið svipaður og ekki verið með neitt ofbeldi.“

„Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti“

Telurðu að þetta mál muni hafa áhrif á þig til framtíðar, þig sjálfan, þína atvinnu og þinn feril?

„Það gerir það óhjákvæmilega eitthvað, sama hvað maður er að vinna eða gera, þegar reynt er að stoppa það. Nei, ég held svo sem bara áfram sjálfur að gera mitt besta. Svo held ég að tíminn vinni bara með manni ef maður heldur bara áfram að gera sitt.“

Þú telur sem sagt að þú hafir verið órétti beittur?

„Já já, mér finnst það. Mér finnst þetta bara búið að vera skrýtið, að það sé hægt að birta eitthvað nafnlaust sem á að hafa gerst einhvern tímann og svo í raun getur maður ekkert varið sig fyrir því. Maður þarf bara að halda áfram að gera sitt og vita betur, þannig lít ég á þetta.“

Telur #metoo baráttuna ekki rétta

Vonastu til að niðurstaða í dómsmálum sem þú hefur höfðað muni hjálpa til við að hreinsa nafn þitt?

„Ekkert endilega, ekki þegar er búið að sletta nógu miklu yfir mann. Það er frekar að láta á það reyna hvort það megi segja um mann svona ljóta hluti, sem ekki eru sannir. Hvort það breyti einhverju til lengri tíma er ég ekki viss um.“

Þannig að þú hafnar því að hafa beitt ofbeldi og áreitni. Fordæmir þú ofbeldi, kynferðisofbeldi og áreitni?

„Já, ég held að það geri það nú bara nánast allir. Það er skrýtið að vera sakaður um slíkt. Ég er ekki alveg viss um að baráttan sé rétt svona, ef ég er sakaður um að vera ofbeldismaður þá finnst mér ansi margt skrýtið í gangi.“

En það eru ansi mörg dæmi um menn sem greint hefur verið frá að hafi beitt konur ofbeldi og sumir þeirra, ekki allir, hafa gengist við því. Er ekki jákvætt að svo sé?

„Jú jú, ef einhverjir hafa verið að beita ofbeldi og stíga fram og vilja segja frá því, þá er það örugglega jákvætt fyrir einhverja sem hafa lent í einhverju slæmu. En í mínu tilfelli verður maður reiður á köflum og svekktur. Þetta er allt rosalega viðkvæmt og auðvitað eru allir á móti svona en mér finnst ekki að það megi segja ósatt um hvað einhver hefur verið að gera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Blessaður kallin, ekkert að hjá mér
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
9
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár