Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu

Namib­íski lög­mað­ur­inn Mar­en de Klerk seg­ir að for­seti Namib­íu Hage Geingob hafi ver­ið aðal­mað­ur­inn í spill­ing­ar­mál­inu sem kall­að er Sam­herja­mál­ið á ís­lensku. Ef de Klerk seg­ir rétt frá er mál­ið, sem hófst með því að sagt var frá mútu­greiðsl­um Sam­herja í land­inu, dýpra og stærra en áð­ur hef­ur ver­ið tal­ið og snýst með­al ann­ars um æðsta ráða­mann þjóð­ar­inn­ar.

Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Bendlaður við Samherjamálið Namibískur lögmaður bendlar Hage Geingob forseta við Samherjamálið í nærri 500 blaðsíðna yfirlýsingu. Mynd: RODGER BOSCH / AFP

Namibíski lögmaðurinn, Maren de Klerk, bendlar forseta Namibíu, Hage Geingob, við Samherjamálið svokallaða í Namibíumálinu í yfirlýsingu til ákæruvaldsins þar í landi. Í yfirlýsingunni segir de Klerk að tveir af sakborningunum í Samherjamálinu, Sacky Shangala og James Hatuikulipi, sem sitja á gæsluvarðhaldi og verða ákærðir fyrir að hafa þegið mútur af Samherja, hafi notað sömu félög og þeir notuðu til að millifæra peninga  frá íslenska útgerðarfélaginu til að fjármagna ráðandi stjórnmálaflokkinn í landinu, Swapo.

Samkvæmt því sem de Klerk segir kölluðu þeir Sacky og James forseta landsins, Hage Geingob, „The boss“ og segir hann að þeir hafi unnið að undirlagi hans við fjámögnun Swapo. Yfirlýsing de Klerks, sem er 477 blaðsíður, barst til yfirvalda í Namibíu í apríl í fyrra í tengslum við rannsókn málsins. De Klerk vann fyrir Shangala og Hatuikulipi við meðal annars millifærslu fjármuna og verður hann mögulega ákærður fyrir aðkomu sína að málinu. Sökum þess hefur de Klerk verið kallaður „the Fishrot paymaster“ í namibískum miðlum, maðurinn sem millifærði peningana í málinu. 

Orðétt segir de Klerk í yfirlýsingunni: „Shangala og Hatuikulipi útskýrðu fyrir mér að þeim hafi verið fyrirskipað, af Hage Geingob forseta, sem þeir kölluðu „stjórann“, að setja upp félaganet til að sjá um útdeilingu fjárframlaga sem greidd höfðu verið til Swapo og ríkisstjórnarinnar af stuðningsmönnum þeirra.“

Kannski stærra og dýpra mál

Yfirlýsing de Klerks bendir til að Samherjamálið, sem kallað er Fishrot á ensku vegna þess að það snýst um spillingu í sjávarútvegi landsins, sem hófst með fréttaflutningi af mútugreiðslum Samherja til áhrifamanna í Namibíu í nóvember árið 2019, sé talsvert stærra í sniðum en hingað til hefur talið og snúist um fleiri fyrirtæki og aðila en íslensku útgerðina.

Upphaf málsins má hins vegar rekja til fréttaflutningsins af mútugreiðslum Samherja til namibísku áhrifamannanna en frekari rannsókn á því kann hins vegar að leiða í ljós ennþá stærra og dýpra spillingarmál en að það snúist eingöngu um greiðslurnar frá Samherja. Málið kann jafnvel að tengjast sjálfum forseta landsins en hann neitar allri vitneskju um málið. 

Þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu nú gera það hins vegar á grundvelli þess að hafa þegið mútur frá Samherja sérstaklega eins og greint var frá í Kveik, Stundinni og Al Jazeera, á grundvelli gagna frá Wikileaks, í nóvember 2019. 

„Stjóri stjóranna“Forsíða The Namibian í dag segir söguna um vitnisburð de Klerks sem sést hér ásamt Geingob eða „stjóra stjóranna“, aðalmanninum í málinu að sögn de Klerk. Fyrir neðan þá eru James og Sacky.

De Klerk: Sömu félögin notuð

Eins og de Klerk lýsir því þá kannaðist hann við nokkur af þeim félögum sem notuð voru í fjármagnsflutningunum í málinu.  Eins og segir í yfirlýsingu de Klerks: „Rannsóknin á Samherjamálinu [e. The fishrot investigation] varð opinber í fjölmiðlum í lok nóvember árið 2019. Ég kannaðist við nöfn nokkurra þeirra fyrirtækja sem tengdust þeim atburðum sem leiddu til rannsóknarinnar á málinu.“

Stundin fjallaði um nokkur þessara félaga fyrir skömmu. 

Greiðslurnar og viðskiptin sem de Klerk kom að tengdust Samherja hins vegar ekki með beinum hætti jafnvel þó félögin sem Shangala og Hatuikulipi notuðu í fjármagsfærslurnar hafi verið þau sömu í einhverjum tilfellum. 

Í kjölfarið talaði de Klerk við yfirmann á lögfræðiskrifstofunni þar sem hann starfar og varð úr að fyrirtækið hafði samband við namibísk yfirvöld út af aðkomu de Klerk að fjármagnsfærslum fyrir hönd Shangala og Hatuikulipi. 

Í desember árið 2019 fékk lögmannstofa de Klerks einnig fyrirmæli um það frá namibískum yfirvöldum að halda eftir öllum fjármunum sem Swapo-flokkurinn og James og Sacky áttu og voru í vörslu lögmannstofunnar. Þessi aðgerð var liður í því sem namibísk yfirvöld áttu síðar eftir að gera við sakborningana í Samherjamálinu: Að kyrrsetja eignir þeirra.

De Klerk lendir í vandræðum

Jafnvel þó de Klerk hafi látið yfirvöld vita um aðkomu sína að málinu þá var hann gagnrýndur fyrir það á fundi með namibísku spillingarlögreglunni ACC að hafa gert það seint, eða um miðjan janúar 2020. Í yfirlýsingunni segir hann: „Þegar ég kom á skrifstofur ACC var andrúmsloftið nokkuð fjandsamlegt. Á móti mér tók hópur sjö til átta manna [….] Ég var spurður spurninga sem ég var allsendis ekki viðbúinn. […] tjáði mér að ACC vissi um greiðslurnar sem ég hafði innt af hendi fyrir Shangala og ég varð að útskýra af hverju ég hafði ekki komið til þeirra í nóvember 2019 þegar Samherjarannsóknin var opinberuð í fjölmiðlum.“

De Klerk sagðist hafa talað við stofnunina FIC, eða Financial Intelligence Unit sem er Fjármálaeftirlit Namibíu, og talið að þetta væri nóg. Hann segir hins vegar að eftir á að hyggja hefði hann átt að fara til ákæruvalds með málið. 

Í kjölfarið á þessum með nambísku spillingarlögreglunni fékk de Klerk taugaáfall, segir hann í yfirlýsingunni. Hann fór til Suður-Afríku og leitaði sér lækninga og hefur verið þar síðan og hafa yfirvöld í Namibíu gefið út handtökuskipun gegn honum. De Klerk telur hins vegar að hann muni ekki fá réttláta málsmeðferð í Namibíu í ljósi þess að hann er að ásaka forseta landsins um spillingu. De Klerk kann að eiga yfir höfði sér ákæru vegna aðkomu sinnar að málinu og hafa namibísk yfirvöld reynt að fá hann framseldan frá Suður-Afríku. 

„Umrætt mál er á viðkvæmu stigi þar sem ríkissaksóknarinn hefur tekið ákvörðun og brátt fer málið fyrir dóm.“
Hage Geingob

Forsetinn hafnar ásökunum

Í gær sendi forseti Namibíu frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnaði því að hafa vitað um og að tengjast Samherjamálinu. Gengob sagði að ásakanirnar væru „ósanngjarnar“ og „óheppilegar“.  „Umrætt mál er á viðkvæmu stigi þar sem ríkissaksóknarinn hefur tekið ákvörðun og brátt fer málið fyrir dóm. Forsetinn mun ekki reyna að grafa undan eða hafa áhrif á gang þessa máls í kerfinu með því að setja fram fullyrðingar opinberlega.“ Geingob segist mögulega tjá sig um málið nánar að réttarhöldunum liðnum. 

Samkvæmt uppstillingu namibíska blaðsins The Namibian þá var Geingob „stjóri stjóranna“ í málinu eða „Boss of bosses“, samkvæmt de Klerk, eins og stendur á forsíðunni í dag á ensku. Með þessu orðalagi leggur blaðið út frá ítalska orðalaginu „capo di tutti capi“ sem notað er um háttsettan ráðamann í mafíunni á Ítalíu. Blaðið er því að segja að de Klerk sé að segja að Geingob sé eins konar glæpaforingi í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu