Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 8.-28. janú­ar.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.

Barnamánuður í Borgarleikhúsinu

Yngstu áhorfendur eru boðnir velkomnir í leikhúsið, en janúar verður barnamánuður í Borgarleikhúsinu. Fyrsta frumsýning ársins fer fram helgina 9.–10. janúar, þegar sviðslistahópurinn Hin fræga önd stígur á svið með samstarfssýninguna Fuglabjargið, þar sem fylgst er með einu ári í eynni Skrúði þar sem flytjendur bregða sér í allra fugla líki. Um er að ræða tónleikhúsverk fyrir börn í leikstjórn Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur en textinn var í höndum Birnis Jóns Sigurðssonar, sem hlaut Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins, Kartöflur. Sýningar á Gosa hefjast á ný þann 16. janúar og Stúlkan sem stöðvaði heiminn fer af stað þann 30. janúar. 

Reykjavík Feminist Film Festival

Hvar? Á netinu
Hvenær? 14.–17. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Femíníska kvikmyndahátíð Reykjavíkur hóf göngu sína í fyrra, en hún hefur það að markmiði að skapa nýjar fyrirmyndir fyrir upprennandi kvikmyndagerðarkonur. Í ár snýr hún aftur, alltént á netinu, en nú er einblínt á hinsegin samfélagið. Á hátíðinni eru til sýnis ýmsar kvikmyndir og stuttmyndir, málþing með Samtökunum '78, Trans Ísland og viðtöl við konur og hinsegin fólk sem vinnur í kvikmyndaiðnaðinum. Opnunarmynd hátíðarinnar er Port Authority sem var sýnd og tilnefnd til verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019. Einnig verða sýndar myndir sem taka þátt í stuttmyndakeppninni Systir, auk stuttmynda eftir fyrsta kvenkyns kvikmyndaleikstjóra heimsins, Alice Guy-Blaché.

VHS – Nýtt ár, nýtt grín

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 9. & 23. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Hópur grínista, leiddur af hópnum VHS (Vilhelm Neto, Vigdís Hafliðadóttir, Hákon Örn og Stefán Ingvar), býður upp á kvöld af tilraunauppistandi með það fyrir augum að breyta lífi áhorfenda. Nýtt ár og nýjar aðstæður í samfélaginu kalla á nýtt efni, sem er einmitt það sem áhorfendum er boðið upp á á þessari sýningu.

Þrjár kynslóðir af bleikum

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 9.–24. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi einkasýning Gígju Jónsdóttur kannar hlutverk sem birtast í mæðraveldinu, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði og/eða hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli. Gígja nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, myndbönd, tónlist, teikningu, sviðslistir og dans.

Tómamengi: Tumi Torfason

Hvar? FB-síða Mengis
Hvenær? 10. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Tónskáldið og trompetleikarinn Tumi Torfason fagnar jólaleyfi sínu frá hinni virtu Konunglegu tónlistarakademíu í Stokkhólmi og stígur á svið ásamt fríðu fötuneyti. Í tónsmíðum sínum hefur Tumi til þessa helst sótt innblástur í nútímajazz, þá sérstaklega íslenskan, en kafar nú einnig í stefnur og stíla jazztónlistar síðustu aldar. 

Sinfó í janúar

Hvar? Harpa
Hvenær? 14., 21. & 28. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika á komandi vikum. Á þeim fyrstu eru flutt verk eftir Robert Schumann og Kaiju Saariaho, á þeim öðru eftir Strauss, Bottesini og Brahms og á þeim þriðju er flutt tónverkið Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason, en hann mun sjálfur stjórna Sinfóníuhljómsveitinni það kvöld.

GusGus 25 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. & 16. janúar
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Rafmagnaða hljómsveitin sem hefur það sem yfirlýst markmið að skapa unaðslega tónlist, GusGus, heldur sérstaka stórtónleika í Hörpu til að fagna 25 ára afmæli sínu. Farið verður í gegnum alla helstu slagara hljómsveitarinnar og því munu margir fyrrum hljómsveitarmeðlimir stíga aftur upp á svið til að flytja þau í upprunalegri mynd.

Listþræðir – málþing

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 16. janúar kl. 10.00–12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Íslands efnir til málþings tengt sýningunni Listþræðir. Sýningin samanstendur af verkum úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið. Erindin fjalla um sýninguna sjálfa, tengsl á milli textílverka og jafnréttisbaráttu kynjanna, og faglegt flæði á milli hönnunar, handverks og listar. Málþinginu verður streymt á Facebook-síðu safnsins.

Af fingrum fram: Júníus Meyvant

Hvar? Salurinn
Hvenær? 21. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Júníus Meyvant kemur frá Vestmannaeyjum og var skírður Unnar Gísli. Hann hefur sankað að sér stóran fylgjendahóp með sálarríku indípopptónlist sinni. Hann hefur herjað mikið á erlendri grundu, en mætir nú í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Krókótt

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 28. janúar til 14. mars
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Með samtvinningi af heimildagerð og skáldskap reynir Klængur Gunnarsson að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega atburði og athafnir. Þaðan vill hann vekja spurningar hjá áhorfendum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs. Sýningin samanstendur meðal annars af ljósmyndun og textagerð.

Nocturne

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 1. febrúar 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hrafna Jóna Ágústsdóttir er náttfari að eðlisfari, en sýning hennar, Nocturne, fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu íslensku borgarlandslagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans. Myndirnar sýna íslenskt úthverfi í allri sinni dulúð á meðan þorri íbúa þess fylgjast með regnhlífum Óla Lokbrár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
6
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
7
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Námsgögn í framhaldsskólum
8
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár