Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Grínast með gengisfellingu afsökunarbeiðninnar

Í uppist­ands­sýn­ing­unni VHS biðst for­láts leika þre­menn­ing­arn­ir sér með at­höfn­ina að baki þess að biðj­ast af­sök­un­ar. Þeir ræða við Stund­ina um grín og völd og ný­lega af­sök­un­ar­beiðni Pét­urs Jó­hanns.

Grínast með gengisfellingu afsökunarbeiðninnar
VHS biðst forláts Uppistandararnir segja grín sem byggir á rasisma vera úrelt.

Uppistandshópurinn VHS frumsýndi um daginn sýningu sem talar óvart beint inn í málefni líðandi stundar. Hópurinn segir að þema sýningarinnar, VHS biðst forláts, hafi þróast úr því að vera einfalt grín um óhöpp yfir í að fjalla um innihaldslausar afsökunarbeiðnir frægs og valdamikils fólks.

„Við vorum búnir að taka eftir þó nokkrum afsökunarbeiðnum þegar við vorum að þróa hugmyndina,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon. „Við fórum að pæla í gengisfellingu afsökunarbeiðninnar og hvernig hún er gjarnan sett fram sem hálfkák. Fólk segir „sorrí“ þegar það tekur gríðarleg feilspor, og þylur upp ákveðna athöfn. Okkur fannst fyndið að nota þessa ofur-formlegu afsökunarbeiðni fyrir minni atvik.“

Um það leyti sem VHS fór að kynna nýju sýninguna var einmitt ein slík afsökunarbeiðni í þjóðfélagsumræðunni, en það var hans Péturs Jóhanns Sigfússonar á rasískri eftirhermu sem var fest á filmu. Hann sagði að honum þætti leitt að hafa sært, að það hafi ekki verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár