Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Siggi Hakkari „átti að leika lykilhlutverk“ í máli FBI gegn Assange

Rit­stjóri Wiki­Leaks seg­ir upp­lýs­ing­ar um starf­semi Ju­li­ans Assange á Ís­landi byggja á lyg­um dæmds svika­hrapps.

Siggi Hakkari „átti að leika lykilhlutverk“ í máli FBI gegn Assange
Ritstjóri Wikileaks og faðir Julians Assange Kristinn Hrafnsson og John Shipton, faðir Julians Assange, berjast gegn framsali Julians Assange til Bandaríkjanna, þar sem til stendur að refsa honum fyrir að afhjúpa ríkisleyndarmál Bandaríkjanna sem varðar hernað þeirra í Írak og Afganistan. Hluti upplýsinganna birtust fyrst í umfjöllunum íslenskra fjölmiðla. Mynd: Tolga Akmen / AFP

Ísland kemur víða við sögu í máli saksóknara sem sækjast eftir því að fá Julian Assange framseldan til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Réttarhöldin standa nú yfir í Lundúnum. Í ákæruskjölum er Ísland ekki nefnt á nafn heldur aðeins kallað „NATO ríki 1“ en mikið af nýjum upplýsingum um tengslin við Ísland komu fram í réttarsalnum. 

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir þetta nýjasta útspil bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange vera farsa sem byggi á vitnisburði manns sem sé dæmdur þjófur, lygari, falsari og kynferðisbrotamaður sem þjáist af persónuleikaröskun á jaðri siðblindu. Maðurinn hafi villt á sér heimildir til að komast undan með fé frá samtökunum. 

„Það er með ólíkindum að bandarísk stjórnvöld dragi fram Sigurð Inga Þórðarson en sýnir ef til vill betur en annað á hvaða vegferð þetta ömurlega mál er í höndum Trump stjórnarinnar,“ segir Kristinn í samtali við Stundina. Sigurður er betur þekktur sem „Siggi Hakkari“ í umfjöllun fjölmiðla hér á landi. 

„Þessi svokallaða viðbót sem hent er inn í málið í miðjum klíðum er haldlaust rugl og hefur óskaplega litla ef nokkra einustu tilvísun í þau 18 ákæruatriði sem hefur verið skellt á Julian Assange,“ segir Kristinn. 

„Þarna eru settar fram furðulegar fullyrðingar eins og þær að Julian og Sigurður hafi reynt að afkóða skjal sem stolið hafi verið frá íslenskum banka. Væntanlega er átt við dulkóðað skjal úr gamla Landsbankanum sáluga sem margir reyndu sig að opna. Að fullyrða að þessu skjali hafi verið stolið er hvergi rökstutt. Margt annað er þarna í graut sem erfitt er að fá botn í.“

 Að sögn Kristins braut Siggi hakkari gegn trausti annarra í Wikileaks. „Það liggur fyrir að Sigurður fór langt út fyrir þann ramma sem honum var markaður sem sjálfboðaliði hjá Wikileaks árið 2010. Hann laug að fólki að hann væri í innsta hring samtakanna, væri starfsmannastjóri, sæi um nýráðningar, væri yfirmaður fjölmiðlatengsla svo eitthvað sé nefnt,” segir Kristinn. Sigurður er ekki nefndur á nafn í dómsskjölum en aðeins kallaður „táningurinn“. 

Mótmæli við dómshúsiðFjöldi fólks hefur mótmælt tilraunum til framsals á Julian Assange til Bandaríkjanna, þar sem hann horfir fram á ákærur með viðurlögum allt að 175 ára fangelsisvist, fyrir að dreifa upplýsingum, meðal annars um dráp Bandaríkjahers á almennum borgurum.

Stal frá Wikileaks sem sjálfboðaliði

Kristinn segir að þegar Sigurði var falið að vinna með öðrum sjálfboðaliða frá Kanada, í að setja upp netsölu með smávarning merktum Wikileaks, hafi hann séð sér leik á borði. Í sama mánuði og salan hófst (í febrúar 2011) hafi Sigurður sent falsað skeyti í nafni Julian Assange til netverslunar sem sá um söluna. Hafi hann þannig látið leggja allan afraksturinn inn á eigin einkareikning og stolið jafnvirði um 50 þúsund dollara áður en upp komst. 

„Þegar ég hóf að eltast við hann vegna þessara peninga um sumarið 2011 brá Sigurður á það ráð að skjóta sér inn í bandaríska sendiráðið og bjóða fram aðstoð sína í sakarannsókn FBI gegn Wikileaks,“ segir Kristinn. 

Við dómshúsið í LondonStella Moris, t.v., maki Julians Assange, mannréttindalögmaðurinn Jennifer Robinson og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, við komuna í Old Bailey dómshúsið í miðborg London í vikunni. Ekki tókst að fá málinu vísað frá.

„Það er búið að dæma þennan mann fyrir að stela frá okkur og um 20 aðilum öðrum, einstaklingum og fyrirtækjum. Verra er að hann náði að svívirða fjölda táningsdrengja með kynferðisbrotum á sama tímabili. Þennan ófélega einstakling, sem ég á ekki í nokkrum vandræðum með að kalla skíthæl, dregur ákæruvald Trumps núna upp á dekk í málinu gegn Julian Assange,“ segir Kristinn forviða.

„Þetta hefur ekkert með þessar ákærur að gera. Þær snúast allar um birtingu upplýsinga frá Írak, Afganistan og Guantanamo Bay ásamt sendiráðsskjölunum. Það er vitaskuld ekki nefnt í ákærunni nýju að þegar fulltrúar FBI og saksóknaraembættisins flugu með einkaþotu til Íslands í ágúst 2011 greip Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra. í taumana og rak þá öfuga úr landi. Enda hefðu þeir komið til landsins á fölskum forsendum og tilefnið var að leggja gildru fyrir Julian Assange. Auðvitað átti Sigurður Þórðarson að leika þar lykilhlutverk, og það er greinilegt að honum er enn ætlað að leika stórt hlutverk í þessum farsa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu