Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttamyndir eftir atvikið Fjallað var um viðbrögð við meintri efnavopnaárás á almenna borgara í Douma í Sýrlandi í fjölmiðlum um allan heim, en nú er komið á daginn að miklar efasemdir voru í rannsóknarteymi alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar um að raunverulega hefði verið beitt efnavopnum.

Tölvupóstur sem Stundin birtir nú í samvinnu við Wikileaks sýnir að meðlimur í rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar í Haag lýsti því að stjórnendur stofnunarinnar hefðu gjörbreytt niðurstöðum rannsóknar á vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi í fyrra. Skýrsla stofnunarinnar birtist með villandi niðurstöðum, að mati uppljóstrara úr rannsóknarteyminu, en niðurstöður hennar voru nýttar til að réttlæta loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á svæði undir stjórn Assads Sýrlandsforseta.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er úttekt á deilum um skýrslu sem Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sendi frá sér eftir rannsókn á árás í sýrlensku borginni Douma í apríl í fyrra. Allt að 49 voru sagðir hafa farist og meira en 600 veikst eftir að anda að sér eitruðu gasi.

Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt sitt síðasta vígi, sögðu að þyrlur hefðu varpað gashylkjum úr lofti og aðeins stjórnarher Assads notar þyrlur á þessu svæði. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.

Efnavopnastofnunin sendi rannsóknarteymi á vettvang en fékk ekki aðgang að svæðinu fyrr en um tveimur vikum eftir árásina, þegar uppreisnarsveitir voru hraktar á brott af stjórnarhernum. Höfundur tölvupóstsins var einn af átta sérfræðingum í hópnum sem fór til Douma.

Póstinum var lekið til Wikileaks en hann er dagsettur í lok júní 2018 þegar búið var að útbúa ritskoðaða útgáfu af bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda. Viðtakendur eru Robert Fairweather og Aamir Shouket, hátt settir stjórnendur OPCW, og er bréfið áframsent á sjömenningana sem fóru til Douma ásamt bréfritara.

Sláandi röng mynd dregin upp 

Tilefni bréfsins er að lýsa þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafi verið gerðar á skýrslunni þar sem þær dragi upp villandi mynd af sönnunargögnum. Þær breytingar hafi að sögn verið gerðar að beiðni framkvæmdastjóra samtakanna, sem var á þeim tíma tyrkneski stjórnarerindrekinn Ahmet Üzümcü.

„Það slær mig hversu ranga mynd skýrslan gefur,“ segir í póstinum. Staðreyndir þurfi að vera settar fram í réttu samhengi og með því að fjarlægja mikilvæga kafla hafi verið grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Þá hafi sumar staðreyndir „breyst í eitthvað allt annað en stóð í uppkastinu“.

Í bréfinu rekur uppljóstrarinn ýmsar breytingar sem hann telur sérstaklega ámælisverðar.

Meðal annars er um að ræða vafasama efnafræði eftir að varnaglar voru teknir út. Þannig segir í útgefinni skýrslu að fundist hafi lífræn klórefni í ákveðnum sýnum og sérstaklega tekið fram að það geti þýtt að klórgasi hafi verið beitt. Bréfritari telur það afar langsótta fullyrðingu og bendir á að fjöldi mismunandi efna geti fallið í þennan flokk án þess að um efnavopn sé að ræða.

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt“

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt,“ segir hann.

Magnið virðist líka vera ýkt í ritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Þar er talað eins og um sé að ræða mikið magn en: „Í flestum tilvikum vorum við bara að tala um milljarðshluta. 1-2 atóm á móti milljarði, það er bara snefilmagn,“ segir í póstinum.

Hlutdrægni og skortur á trúverðugleika

Annað sem hefur verið deilt um er hvort gasið hafi í raun verið í hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Í ritskoðuðu skýrslunni segir að það sé líklegt en í upprunalega textanum voru margir varnaglar og sérstaklega tekið fram að ekki séu til næg sönnunargögn til að fullyrða að svo hafi verið. Heilir kaflar um málið voru teknir út.

„Það sem er mikilvægt við þær upplýsingar er að þær hjálpa við að leggja mat á hvort eiturefni hafi einfaldlega verið á staðnum eða hvort þeim hafi verið beitt viljandi,“ segir bréfritari.

Annar kafli, sem var tekinn út úr upprunalega textanum, fjallaði um þau einkenni sem fórnarlömbin sýndu á myndbandsupptökum. Það voru allt önnur einkenni en sjónarvottar sögðust hafa upplifað á vettvangi. Í tölvupóstinum segir að það hafi alvarlega neikvæðar afleiðingar fyrir heildarmynd skýrslunnar að fjarlægja þessi gögn og samengi.

„Það er nákvæmlega þetta ósamræmi á milli einkenna á vettvangi og á upptökum sem vekur vafa um hvort klórgasi eða öðrum kæfandi efnum hafi verið beitt,“ segir þar.

Í lok bréfsins biður höfundur um að fá að bæta sínum athugasemd við útgefna skýrslu en ekki var orðið við því. Hann segir enn fremur að þær breytingar sem hafi verið gerðar á upprunalega textanum bendi til hlutdrægni sem dragi úr trúverðugleika skýrslunnar og stofnunarinnar í heild sinni.

Bréfritari og kollegar hans í rannsóknarteyminu hafa óskað eftir því að ávarpa ársþing OPCW sem hefst á mánudaginn, 25. nóvember. Ekki er vitað til þess að svar hafi borist við þeirri beiðni.

Tölvupóstur uppljóstrarans er hér birtur í heild sinni.

Tölvupóstur uppljóstraransMeðlimur úr rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar er tilbúinn að stíga fram og lýsa vinnubrögðum stjórnenda stofnunarinnar.

Upplýsingarnar í fréttinni eru birtar í samstarfi við Wikileaks, La Repubblica á Ítalíu, Der Spiegel í Þýskalandi og Mail on Sunday í Bretlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár