Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

VG og Sjálfstæðisflokkur vinna að myndun ríkisstjórnar

Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son vinna form­lega að mynd­un rík­is­stjórn­ar, en þurfa þriðja flokk­inn til.

VG og Sjálfstæðisflokkur vinna að myndun ríkisstjórnar
Katrín og Bjarni Formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins ræddu saman í Alþingishúsinu þegar Katrín hafði stjórnarmyndunarumboðið. Mynd: Pressphotos

Forseti Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, hyggist reyna að mynda ríkisstjórn.

„Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa tjáð forseta Íslands að samkomulag hafi náðst um að kannaður verði möguleiki á samstarfi þessara flokka í ríkisstjórn. Fari svo að sátt náist um þá niðurstöðu verður í beinu framhaldi leitað viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild að þeirri stjórn. 

Forseti fylgist náið með þróun þessara viðræðna og væntir þess að komist verði að niðustöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar innan skamms.“

Þurfa þriðja flokkinn með

Til þess að meirihluti náist í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna þurfa flokkarnir þriðja flokkinn með. Saman eru flokkarnir með 31 þingmann og gætu náð 34 þingmanna meirihluta með Samfylkingunni, sem hefur 3 þingmenn, eða 35 þingmanna meirihluta með Bjartri framtíð, sem hefur fjóra þingmenn. Auk þess gæti myndast ríkisstjórn með 38 þingmanna meirihluta með Viðreisn, 39 þingmanna meirihluta með Framsóknarflokki eða 41 þingmanns meirihluta með Pírötum, sem útilokuðu reyndar samstarf með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningarnar.

Tveir fremur íhaldssinnaðir flokkar

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn teljast á sitt hvorum endanum í kvarða íslenskra stjórnmála. VG er félagshyggjuflokkur, sem trúir á mikla skattlagningu til að auka jöfnuð og tryggja ríkisrekna þjónustu fyrir borganana, en Sjálfstæðisflokkurinn er að mestu markaðshyggjusinnaður flokkur sem gerir út á lækkun skatta og takmörkun ríkisumsvifa. 

Flokkarnir tveir mætast hins vegar báðir í íhaldssemi. Báðir flokkar teljast meira fylgjandi ríkjandi ástandi í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, heldur en til dæmis Viðreisn, Píratar og Björt framtíð. Síðastnefndu flokkarnir leggja áherslu á breytingu sjávarútvegskerfisins með markaðsleið, þar sem bókfærð óefnisleg eign sjávarútvegsfyrirtækja - fiskveiðiheimildir við Ísland - eru boðnar upp á markaði og ágóðinn af sölu á nýtingarheimild auðlindarinnar nýttur í þágu almennings.

Hvorugur flokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og báðir fylgja því að halda krónunni sem gjaldmiðli Íslands. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Vinstri grænum í umhverfismálum að undanförnu og leggur ekki sömu áherslu á stóriðju og áður. Báðir flokkarnir kynntu þá stefnu fyrir kosningar að þeir vildu styrkja heilbrigðiskerfið. 

Helsti áreksturinn í stefnu flokkanna tveggja liggur í kjarnamáli stjórnmálanna: Hvernig og hversu mikið eigi að innheimta skatta. Í fráfarandi ríkisstjórn afnam Bjarni Benediktsson og þingmeirihluti hans sérstakan raforkuskatt ætlaðan stóriðju og lagði einnig af 1,25 prósent auðlegðarskatt á eignir umfram 90 milljónir króna.

Mismunandi stefna í skattamálum

Meðal stefnumála Vinstri grænna fyrir kosningar var að leggja skatt á viðskipti með gjaldmiðla, meðal annars til að hindra vaxtamunaviðskipti: 

„Ísland skipi sér í framvarðarsveit ríkja þar sem brask með gjaldmiðla og skammtímagróða fjármagnshreyfingar verði skattlagt.“

„Við viljum halda sköttum í lágmarki og að fólk haldi sem mestu af því sem það aflar,“ segir hins vegar í skattastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri grænir leggja hins vegar áherslu á misskiptingaráhrif skattalækkana á tekjuháa. „Á Íslandi er sama þróun og annars staðar í hinum vestræna heimi hvað það varðar að æ meiri auður safnast á æ færri hendur en um tíu prósent landsmanna eiga þrjá fjórðu alls auðs í landinu. Þessi þróun eykur ójöfnuð og byggist meðal annars á því að skatta- og fjármálakerfi hafa þróast með þeim hætti að hinum ríku er gert auðveldara að verða ríkari en aðrir hópar hafa setið eftir. Þessu er hægt að breyta annars vegar með skattkerfisbreytingum sem miða að því að jafna kjörin og hins vegar með uppbyggingu velferðarkerfisins.“

Aðrar leiðir eru opnar til tekjuöflunar en skattur á tekjur einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn „fækka undanþágum í virðisaukaskattkerfinu“. Því er líklegt að ný ríkisstjórn afli nýrra tekna með því að afnema undanþágu ferðaþjónustunnar frá virðisaukaskatti, en til dæmis er sala veiðileyfa í ám án virðisaukaskatts. Að auki fellur sala á gistiþjónustu hótela og annarra undir lægra þrep virðisaukaskattsins, eða 11 prósent.

Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn „almenningsvæða banka“. Vinstri grænir vilja hins vegar „skoða“ samfélagsbanka og „gera áætlun um hvað skal selja stóra hluti í þeim bönkum sem nú eru í eigu ríkisins“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu