Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum

Var­úð - með­fylgj­andi mynd­ir geta vak­ið óhug. Ís­land hef­ur lýst yf­ir að tek­ið verði á móti 50 flótta­mönn­um. Ótt­ast er að tvö hundruð flótta­menn hafi drukkn­að á Mið­jarð­ar­haf­inu í fyrrinótt. Stund­in ræð­ir við flótta­menn sem hafa reynt að kom­ast til Ís­lands.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum
Reyndi að komast til Evrópu Sýrlensk-danski listamaðurinn Khaled Barakeh birti viðkomandi myndir af börnum, sem drukknuðu eftir að bátur sökk sem átti að flytja þau og fleiri frá Lýbíu til Evrópu. Mynd: Khaled Barakeh

Síðustu daga hafa hundruð flóttamanna drukknað í Miðjarðarhafi. Öll þeirra eru að reyna að komast framhjá sífellt harðnandi landamæragæslu Evrópu, mörg til að flýja stríð og örbirgð. Í gær birti listamaðurinn Khaled Barakeh ljósmyndir af dánum börnum sem hafði skolað á land eftir að bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu. „Frá gærnótt hafa meira en 80 Sýrlendingar og Palestínumenn drukknað í Miðjarðarhafinu nálægt Líbýuströndum við að reyna að ná til Evrópu,“ segir hann í lýsingu með myndunum. Talið er að í heild hafi um 200 manns drukknað.

Evrópsk yfirvöld hafa reynt að ásaka smyglara um dauðsföllin. Með því er átt við fólkið sem selur flóttamönnum far í bátunum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur meira að segja hvatt til þess að bátarnir verði eyðilagðir svo enginn geti lagt af stað í hættuförina yfir Miðjarðarhafið. Navid Nouri, flóttamaður frá Íran sem býr nú á Íslandi, er ósammála þessari nálgun. Hann fór frá Tyrklandi til Grikklands í bát árið 2008, en flestir flóttamenn fara þá leið inn í Evrópu. Hann segir fólk fara sjálfviljugt með smyglurunum því það eigi ekki annan kost. Í raun sé mesta hættan á ferðinni af evrópskum landamæravörðum.

Segir stafa hættu af strandgæslunni

„Ef gríska strandgæslan finnur þig í sjófærum bát þá þvinga þeir þig til að fara aftur til Tyrklands,“ segir Navid. „Smyglararnir kenna einum flóttamanninum að sigla í skiptum fyrir ódýrara far. Honum er sagt að stinga gat á bátinn þegar komið er á áfangastað, svo það sé ekki hægt að senda bátinn til baka.“ Þetta sé þó bara áreiðanlegt þegar fjölskyldur eru í bátunum. Viðhorf til einstæðra karla séu miskunnarlaus.

„Starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“

„Vinur minn hefur reynt þrisvar eða fjórum sinnum að komast til Grikklands, en alltaf mistekist. Eitt skiptið var hann í gúmmíbát við fjórða mann og mætti strandgæslunni. Hún tók þá upp í skipið, rændi þá öllu sem þeir höfðu og setti þá aftur í bátinn – og stungu gat á hann. Einn þeirra þurfti að halda fyrir gatið meðan hinir réru aftur til Tyrklands. Það tók átta tíma.“
Human Rights Watch lýsti sambærilegum árásum strandgæslunnar í skýrslunni „Stuck in a revolving door“ árið 2008, og bætti þar við að „starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“.

Hátt í þrjú þúsund drukknaðir

Navid segist hafa valið sjóleiðina því landleiðin er jafnvel verri. „Ef þeir grípa þig á landleiðinni taka þeir þig og fleygja þér strax til baka, án tillits til laga.“

Þetta ár hafa hátt í þrjúþúsund manns drukknað í „síki Evrópu“, eins og erlendir fjölmiðlar eru farnir að kalla Miðjarðarhafið. Líkurnar á að deyja í flóttamannabát eru hundraðþúsundfalt hærri en að deyja í flugslysi. Þrátt fyrir það fljúga aðeins örfáir flóttamenn til Evrópu, því þeir fá ekki vegabréfsáritanir og er því ekki hleypt um borð. En jafnvel ef þeim tekst að fá falsaða pappíra er leiðin ekki greið.

Einn hinna drukknuðu
Einn hinna drukknuðu

Sendur aftur frá Íslandi

Gazabúinn Ramez Rassas fékk til dæmis falsaða vegabréfsáritun árið 2009. Þegar hann komst úr herkvínni í Gaza og til Evrópu sótti hann um hæli í Noregi. Þar fékk hann þó ekki vernd heldur brottvísunarskipun, enda var stefna norskra yfirvalda gagnvart Palestínumönnum að veita þeim ekki hæli. Í stað þess að bíða brottvísunar fór Ramez til Íslands. Ísland sendi hann aftur til Noregs í fyrravor á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Nokkrum vikum síðar var hann aftur kominn til Gaza. Svo byrjaði stríð. Hann reynir nú að komast aftur til Evrópu – í þetta skipti með bát.

Ísland leit ekki á mig sem manneskju

„Ef ég kemst yfir hafið hef ég tækifæri til að hefja nýtt og öruggt líf,“ segir hann mér í netspjalli. „Auðvitað er ég hræddur. En ef þú lifir á stað eins og þessum er valið milli dauða og flótta.“ Málsmeðferð Ramez á Íslandi og í Noregi veldur honum mikilli biturð. „Yfirvöldum á Íslandi var alveg sama um söguna mína. Ég var bara Dyflinnar-tilfelli og átti að fara til Noregs. Það skipti engu máli fyrir þau hvernig ég slapp frá Gaza, hvaða hættur ég lagði á mig til að komast til Evrópu. Ísland leit ekki á mig sem manneskju, lét sig engu varða hvað Noregur gerði við mig.“

Líkpokar
Líkpokar Talið er að um tvö hundruð hafi drukknað í fyrrinótt.

„Þau drukknuðu öll“

Þegar Ramez kemst frá Gaza tekur við ógnvænlegt ferðalag. Navid segir að óttinn og ímyndunin um sjóferðina á Miðjarðarhafi komist ekki nærri upplifuninni. „Ég vissi alltaf að það er hættulegt að fara yfir. En það er eitt að heyra það, annað að prófa það. Hópurinn sem fór á undan okkur fór í góðu veðri. Þess vegna ákváðu þau að senda fjölskyldurnar, en við einhleypingarnir urðum eftir. Þau drukknuðu öll. Þau héldu að það væri í lagi en þau drukknuðu öll. Við hefðum átt að fara með þeim báti, einhleypu strákarnir.“

Þrátt fyrir hætturnar er Ramez samt ákveðinn að fara um leið og færi gefst. „Gaza er fangelsi. Jafnvel þótt nú sé ekki stríð, þá höfum við ekkert líf, engan frið, ekkert frelsi, ekkert. Sýrlenskt fólk getur flúið sitt stríð. Við erum föst.“

Viðbrögð Evrópu við komu flóttamanna hafa verið að reyna að hægja á henni. Það hefur ekki virkað. Örvænting og ákveðni fólksins sem kemur er of mikil. Sama hve hættuleg leiðin hefur verið gerð, þá hafa flóttamenn samt áfram reynt við hana, fleiri og fleiri með hverju árinu. Þar til stefnubreyting á sér stað verður ferðin til Evrópu áfram háskaför. Þangað til mun líkum barna áfram skola á strendur Miðjarðarhafsins.

Ísland taki á móti 50 flóttamönnum

Íslensk yfirvöld lýstu því yfir gagnvart ráðherraráði Evrópusambandsins í Brussel í júlí að þau hyggðust taka á móti 50 flóttamönnum á þessu og næsta ári, að gefnu samþykki Alþingis. Í yfirlýsingu stjórnvalda var vitnað í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra: „Þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vand­an­um.“

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem krafist er þess að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum. Rúmlega þrjú þúsund hafa gengið í hópinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
1
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár