Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sendur út í opinn dauðann að mati Samtakanna ´78

Sam­kyn­hneigð­um manni frá Ír­an hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið á grund­velli heim­ild­ar í Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni. „Sam­tök­in ´78 syrgja í dag,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þar sem brott­vís­un Amír er mót­mælt harð­lega.

Sendur út í opinn dauðann að mati Samtakanna ´78
Amír að læra íslensku Samtökin ´78 segja það þyngra en tárum taki „skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Samtökin ´78 syrgja í dag. Góðum vini okkar og sjálfboðaliða hefur verið gert að yfirgefa landið og snúa í óviðunandi aðstæður á Ítalíu,“ segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er sagt frá Amír, faglærðum samkynhneigðum hárgreiðslumanni frá Íran, sem sótti um hæli hér á landi sumarið 2015.

Amír, sem hefur starfað í sjálboðavinnu hér á landi sem hárgreiðslumaður, á fjölda vina hér á landi og þrátt fyrir að í Íran bíði hans mögulega ákæra og dauðadómur vegna samkynhneigðar þá hefur honum verið vísað úr landi á grundvelli heimildar í Dyflinnarreglugerðinni.

Vann sjálfboðavinnu
Vann sjálfboðavinnu Vinir Amírs hjá Samtökunum ´78 segja hann hafa unnið í sjálfboðavinnu hér á landi við að klippa og snyrta hár fólks og að hann sé faglærður sem slíkur.

Lítill skilningur á aðstæðum hinsegin flóttamanna

„Ekki þarf að fjölyrða um aðstæður samkynhneigðra í Íran en þar er líf okkar samfélagshóps í stöðugri hættu. Amír fer þaðan til Ítalíu þar sem hann verður fyrir alvarlegu ofbeldi, sefur á götunni, sætir ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar, er fullkomlega peningalaus og að auki matarlaus dögum saman. Nú hafa íslensk yfirvöld ákveðið að senda hann á ný til Ítalíu þó hann hafi þar ekki gilt dvalarleyfi. Alls óvíst er hvaða veruleiki bíður hans þar eða hvort hann muni hljóta vernd þar í landi. Ekkert bendir til þess að aðrar aðstæður bíði hans en síðast þegar hann var á Ítalíu. Í greinargerð lögfræðings Amírs kemur fram að ljóst sé að Ítalía geti ekki tryggt mannsæmandi aðstæður fyrir hann. Bæði sé aðstaða flóttafólks óviðunandi en að auki séu fordómar og ofbeldi í garð hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna landlægt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna sem Stundinni barst í dag.

Þá segja Samtökin ´78 að það sé þyngra en tárum taki að „skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis.“

Engin þjálfun fyrir hendi

Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að samkvæmt verklagsreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin flóttafólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir, ber að fræða starfsfólk Útlendingastofnunar sérstaklega um hinsegin málefni. Á fundi forsvarsmanna samtakanna með Útlendingastofnun fyrr á árinu hafi hinsvegar komið í ljós að engin slík þjálfun væri fyrir hendi.

„Nú er ljóst að Amír og aðrir hinsegin hælsleitendur gjalda fyrir það. Örlög Amírs eftir brottvísun hans héðan eru á ábyrgð íslenskra ráðamanna. Við fordæmum þessi forkastanlegu vinnubrögð. Þeim verður að linna strax.“

Yfirlýsingin í heild sinni:

Samtökin ‘78 syrgja í dag. Góðum vini okkar og sjálfboðaliða hefur verið gert að yfirgefa landið og snúa í óviðunandi aðstæður á Ítalíu. 

Amír sótti um hæli á Íslandi sumarið 2015 en hann er samkynhneigður maður frá Íran. Ekki þarf að fjölyrða um aðstæður samkynhneigðra í Íran en þar er líf okkar samfélagshóps í stöðugri hættu. Amír fer þaðan til Ítalíu þar sem hann verður fyrir alvarlegu ofbeldi, sefur á götunni, sætir ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar, er fullkomlega peningalaus og að auki matarlaus dögum saman. 

Nú hafa íslensk yfirvöld ákveðið að senda hann á ný til Ítalíu þó hann hafi þar ekki gilt dvalarleyfi. Alls óvíst er hvaða veruleiki bíður hans þar eða hvort hann muni hljóta vernd þar í landi. Ekkert bendir til þess að aðrar aðstæður bíði hans en síðast þegar hann var á Ítalíu. Í greinargerð lögfræðings Amírs kemur fram að ljóst sé að Ítalía geti ekki tryggt mannsæmandi aðstæður fyrir hann. Bæði sé aðstaða flóttafólks óviðunandi en að auki séu fordómar og ofbeldi í garð hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna landlægt. Þar að auki búi Amír við slæma andlega heilsu og muni ekki hljóta þá þjónustu sem hann þarfnast þess vegna á Ítalíu. 

Stjórnvöld á Ítalíu geta aukinheldur ekki tryggt að hann hljóti dvalarleyfi þar. Amír gæti því beðið brottvísun til Írans þaðan, en í heimalandi hans liggur dauðarefsing við samkynhneigð.

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að einstaklingar í viðkvæmri stöðu skulu ekki sendir til Ítalíu. Ljóst má vera að Amír er í viðkvæmri stöðu en hann er bæði samkynhneigður og býr við slæma andlega heilsu sem meðal annars er afleiðing af ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir. Það er mat Útlendingastofnunar að þrátt fyrir þetta teljist hann ekki vera í viðkvæmri stöðu. 

Samtökin ‘78 mótmæla þessu mati harðlega. Það er þyngra en tárum taki að skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis. Samkvæmt verklagsreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin flóttafólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir, ber að fræða starfsfólk Útlendingastofnunar sérstaklega um hinsegin málefni. Á fundi okkar með stofnuninni fyrr á árinu kom fram að engin slík þjálfun er fyrir hendi. Nú er ljóst að Amír og aðrir hinsegin hælsleitendur gjalda fyrir það. Örlög Amírs eftir brottvísun hans héðan eru á ábyrgð íslenskra ráðamanna. 

Við fordæmum þessi forkastanlegu vinnubrögð. Þeim verður að linna strax.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár