Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir seg­ir að auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu ógni ör­yggi sjúk­linga. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina skapa rekstr­ar­grund­völl fyr­ir einka­rekst­ur með fjár­sveltu heil­brigðis­kerfi.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Kári Stefánsson Gagnrýnir ríkisstjórnina í opnu bréfi til Óttars Proppé. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæði landlæknir og forstjóri heilbrigðisrannsóknafyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar stíga fram í dag og vara við áhrifunum af stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum. Afleiðingarnar ógna lífi sjúklinga, að mati þeirra beggja.

Aukin áhersla stjórnvalda á einkarekstur, sem hefur í för með sér hagnað af heilbrigðisþjónustu, leiðir til þess að síðustu ár hafa sérfræðilæknar varið sífellt minni tíma á Landspítalanum og meiri tíma á einkareknum stofum.

Landlæknir varar viðBirgir varar við ástandinu í heilbrigðismálum vegna aukins einkareksturs.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í Fréttablaðinu í dag að þetta ógni öryggi sjúklinga. „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fjársvelti Landspítalans ýta undir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og segir forsætis- og fjármálaráðherra stjórna landinu eins og „lýðveldið Ísland sé fjölskyldufyrirtæki“.

Ríkisstjórnin framkalli einkarekstur

Í opnu bréfi sem Kári skrifaði til Óttarrs Proppé heilbrigðisráðherra segir hann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur. „Ein af afleiðingum fjársveltis Landspítalans og annarra þátta hins opinbera heilbrigðiskerfis er bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“

Kári bendir jafnframt á að vegna kjarasamninga Sjúkratrygginga Íslands hafi heilbrigðisstarfsmenn tilhneigingu til að starfa frekar á einkastofum, þar sem kjör eru hærri. „Afleiðingin er sú að meðlimir stéttarfélaganna hafa tilhneigingu til þess að forðast að vinna fyrir hið opinbera kerfi og starfsstöðvar þeirra einkareknar spretta eins og lúpínur út um allt og sækja sínar tekjur til ríkisins. Þær tekjur eru fé sem annars mætti nýta til þess að styðja við og bæta vel skipulagt heilbrigðiskerfi.“

Helming tímans í einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Landlæknir segir að þróun seinustu ára hafi leitt til þess að sérfræðilæknar eyði um helming tímans á einstofum. Stundin hefur fjallað um að vegna kjara og aðstæðna á Landspítlanum kjósi hjúkrunarfræðingar heldur að vinna á öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins, en einnig hefur ásókn hjúkrunarfræðinga í flugfreyjustörf aukist til muna.

„... allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður“

Kári ítrekar að lítið samfélag eins og Ísland geti aðeins staðið undir einu heilbrigðiskerfi og í því samhengi nefnir hann einkastofuna Klíníkina í Ármúla „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.

Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.“

Stundin hefur ítrekað fjallað um Klíníkina, sem stofnuð var af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, og viðskiptafélögum hennar. Hún hefur meðal annars bent á að Albanía standi framar Íslandi í einkarekstri, en á liðnum árum hafa fjölmargir Albanir sótt um hæli á Íslandi, meðal annars vegna heilbrigðisvandamála. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði Ásdís Halla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl árið 2014.

Vísar á ábyrgð Óttars Proppé

Í niðurlagi bréfsins til Óttars fullyrðir Kári að samfélagið sé reiðubúið að borga hærri skatta til að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar.“

Kári segir að þegar Óttarr geri sér grein fyrir ástandinu og horfist í augu við skoðun sína fyrir kosningar muni hann segja af sér: „Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.

Varaði líka við í fyrra

Viðvaranir landlæknis í dag eru endurómur frá fyrri viðvörunum hans í maí í fyrra, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var við völd. Þá sagði hann þörf á skjótum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir flæði starfsfólks yfir í einkarekna heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi skaða fyrir sjúklinga opinbera kerfisins. 

Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Birgir Jakobsson landlæknir hafa mismunandi túlkun á því hvort ráðuneytið þurfi að veita heimild fyrir því að Klíníkin opni fimm daga legudeild, en Óttarr telur svo ekki vera. Óttarr sagði í samtali við Stöð 2 á dögunum að verið sé að gera breytingar á heilbrigðisstefnunni og mikilvægt að það sé „ekki gert í einhverjum flýti.“. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ sagði hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
9
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár