Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hvorki gert ráð fyrir endurgerð á húsnæði gamla spítalans né tækjakaupum fyrir nýja spítalann

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans segja fjár­mála­áætl­un benda til þess að rík­is­stjórn­in vilji færa heil­brigð­is­þjón­ustu til veit­enda ut­an sjúkra­húsa. Fjár­mála­ráð­herra tel­ur einka­rekst­ur já­kvæð­an fyr­ir sjúk­linga og heil­brigð­is­ráð­herra sagði allt tal um nið­ur­skurð vera „fals­frétt­ir“.

Hvorki gert ráð fyrir endurgerð á húsnæði gamla spítalans né tækjakaupum fyrir nýja spítalann

Hvorki er gert ráð fyrir tækjakaupum vegna nýs Landspítala né nauðsynlegri endurgerð eldri húsa við Hringbraut í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sú forgangsröðun sem birtist í áætluninni bendir til þess að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að heilbrigðisþjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa, svo sem á einkareknum læknastofum.

María Heimisdóttirfjármálastjóri Landspítalans.

Þetta kemur fram í umsögn forstjóra og fjármálastjóra Landspítalans um áætlunina. Eins og Stundin greindi frá í gær þurfa sjúkrahús á Íslandi að skera niður í rekstri um tæpa 5,2 milljarða á næstu fimm árum til að skapa svigrúm til nýrra verkefna. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, fjallaði um þetta á ársfundi spítalans. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur hins vegar afgreitt tal um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu sem „falsfréttir“ (e. fake news). „Það eru hreinlega falsfréttir að niðurskurður sé í heilbrigðismálum vegna þess að það er verið að auka við í heilbrigðisþjónustu og eins og við vitum er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun að það sé aukið með forgangsröðun á velferðarmál eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði ráðherra þegar rætt var um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi þann 6. apríl síðastliðinn.

„Það eru hreinlega falsfréttir að
niðurskurður sé í heilbrigðismálum“

Þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á gagnrýni Landspítalans og ummælunum um 5,2 milljarða hagræðingu í rekstri sjúkrahúsa á Alþingi í dag svaraði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra: „Það er nú einu sinni þannig að þó að einhver segi að meira sé minna þá verður það ekkert minna við það. Það er ennþá meira, og framlög aukast mjög mikið til heilbrigðismála og þau munu aukast líka til Landspítalans.“

Vantar 10 milljarða á næsta ári

Umsögn Maríu og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, hefur að geyma ítarlega gagnrýni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Benda þau meðal annars á að strax á næsta ári vantar um 10 milljarða til rekstrar, nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar á Landspítalanum. 

Þau furða sig sérstaklega á áformum stjórnvalda um að auka fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa margfalt á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsa. Þetta gefi til kynna að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að þjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa.  

Birgir Jakobssonlandlæknir

Aðeins fáeinir dagar eru síðan landlæknir sendi út fréttatilkynningu þar sem hann sagði að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum opnaði á aukinn einkarekstur og einkavæðingu í íslensku heilbrigðiskerfi og vandséð væri hvernig heilbrigðisyfirvöld gætu haft stjórn á því hvert opinber heilbrigðisútgjöld rynnu. 

Í umsögn Páls og Maríu kemur fram sams konar gagnrýni á heilbrigðisstefnu stjórnvalda. „Nýja frumvarpið boðar meira af því sama þrátt fyrir að kalla eftir skýrari skilgreiningum á þjónustuframboði sem lykilatriði í skynsamlegri forgangsröðun. Samningur SÍ við sérgreinalækna hefur verið nefndur sem skólabókardæmi um óskilgreind og ótakmörkuð kaup á þjónustu fyrir almannafé. Samt er sífellt bætt við fjárframlög til þessa, jafnvel á fjáraukalögum enda virðist lítil sem engin stjórn sé á þessum útgjöldum. Ef litið er til rekstrar á miðlægri stjórnsýslu SÍ sést svipað mynstur - endurtekinn halli og sívaxandi kostnaður við rekstur, m.a. 33% hækkun ríkisframlaga bara milli áranna 2014 og 2015. Og enn á að bæta í,“ segir í umsögninni.

Telur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu jákvæðan fyrir sjúklinga

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra sem lagði fram fjármálaáætlunina, er sjálfur fyrrverandi stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands. Hann var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi heilbrigðisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, þegar stofnunin var sett á laggirnar árið 2008.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í vikunni var Benedikt inntur eftir afstöðu sinni til tvöfalds heilbrigðiskerfis. „Hugnast honum það? Telur hann það samræmast ábyrgri ráðstöfun opinbers fjár að ótakmarkað fjármagn geti runnið úr ríkissjóði í einkageirann þar sem um er að ræða jafnvel fólk og aðila og fyrirtæki sem hagnast á heilsubresti?“ spurði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Benedikt svaraði á þá leið að Sjúkratryggingar Íslands hefðu borgað margvíslega starfsemi einkalækna, einkarekinna læknastöðva, að hluta til á móti sjúklingum. „Ég veit ekki annað en mjög margir sjúklingar hafi fengið góðan bata þar. Þetta hefur stytt biðlista. Ég tel að það sé jákvætt fyrir sjúklinga.“ Þá sagði hann einnig að fara þyrfti vel með fjármunina sem rynnu til heilbrigðismála „Ég held að við getum verið sammála um það að hér á landi hefur verið einkarekstur í heilbrigðiskerfi um langa hríð. Hann hefur að stórum hluta verið borgaður af opinberu fé. Ég held að það sé sjúklingum til góðs að hér séu fleiri aðilar sem geta læknað þá. Ég held það hafi stytt biðlista í kerfinu að hér eru nú nokkrar stöðvar sem geta gert bæklunaraðgerðir og aðrar slíkar aðgerðir. Ég held að það sé sjúklingum til góðs. Ég held að við verðum alltaf að horfa á það þannig að við eigum að setja sjúklinginn í öndvegi.“

„Einkennileg forgangsröðun“

Páll Matthíassonforstjóri Landspítalans

Í umsögn Landspítalans um ríkisfjármálaáætlunina er fundið að áherslu sem lögð er á kaup á erlendri sjúkrahúsþjónustu. Einkennilegt sé að forgangsraða verulegum fjármunum til þjónustu utan Íslands þegar unnt er að veita sömu þjónustu hérlendis fyrir mun minna fé:

„Undir erlenda sjúkrahúsþjónustu fellur annars vegar mjög sérhæfð þjónusta sem ekki er hægt að veita hérlendis og hins vegar þjónusta sem sjúklingar hafa rétt á að sækja erlendis vegna óhóflegs biðtíma hér eða á grundvelli ESB tilskipunar um rétt sjúklinga til að leita sér þjónustu utan heimalands. Það er einkennilegt að sjá svo miklu fé ráðstafað til þessa verkefnis í ljósi þess að alger óvissa ríkir um eftirspurn eftir þessari þjónustu, og þess að biðlistaátak stjórnvalda mun væntanlega draga úr þeirri eftirspurn. Þetta fé væri betur nýtt í uppbyggingu þjónustu innanlands sem enn frekar myndi draga úr þessari meintu eftirspurn. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að fyrir liggur að sjúkrahúsþjónusta á LSH er miklum mun hagkvæmari en gerist t.d. á sænskum samanburðarsjúkrahúsum. Sjúklingar sem kjósa að sækja þjónustu erlendis á grundvelli ESB tilskipunarinnar fá ekki allan kostnað við þjónustuna greiddan, heldur einungis sem samsvarar því sem þjónustan kostar í þeirra heimalandi. Þannig fengi sjúklingur sem færi til Svíþjóðar til meðferðar aðeins greiddan um helming raunkostnaðar við meðferðina þar (ef marka má greiningu McKinsey) og þyrfti sjálfur að standa straum af hinum helmingnum. Það er því bjarnargreiði við neytendur að forgangsraða verulegum fjármunum til þjónustu utan Íslands þegar unnt er að veita sömu þjónustu hérlendis fyrir mun minna fé. Þetta verður að teljast mjög einkennileg forgangsröðun þegar markmið stjórnvalda hlýtur að vera að fá sem mesta og besta þjónustu á sem hagkvæmustu verði.“

Í umsögninni eru farið yfir ýmis atriði sem ekki er gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þennan kafla má lesa hér að neðan, en umsögnina í heild má nálgast á vef Alþingis

Í fyrsta lagi er ekki gert ráð fyrir neinum kostnaði við endurgerð eldra húsnæðis LSH samhliða byggingu NLSH. Eins og kunnugt er voru byggingaráform um NLSH endurskoðuð rækilega í kjölfar bankahrunsins og verulega dregið úr þeirri framkvæmd sem áður hafði verið fyrirhuguð. Á móti var gert ráð fyrir að eldra húsnæði LSH yrði nýtt að verulegu leyti með hinum nýju byggingum. Endurgerð eldri bygginga er því forsenda þess að rekstur LSH rúmist innan NLSH og skili þeim rekstrarábata sem erlendir sérfræðingar svo og Hagfræðistofnun HÍ hafa reiknað með. Í öðru lagi virðist ekki vera gert ráð fyrir neinum kostnaði við kaup á tækjum og búnaði vegna NLSH en sá kostnaður mun að hluta til falla til innan tímabilsins  sem tillagan tekur til. Í tillögunni er mikil áhersla lögð á að hraða uppbyggingu við Hringbraut en ef ekki er hugað að öðrum þáttum, svo sem tækjum og endurgerð eldra húsnæðis, er hætt við að niðurstaða verkefnisins og notagildi þess verði með öðrum hætti en lagt var upp með. Landspítala hefur ekki tekist að finna í tillögunni nokkurt fjármagn til rekstrar sjúklingahótels né heldur til kaupa á búnaði fyrir hótelið. Samkvæmt áætlun á sjúklingahótelið að hefja rekstur haustið 2017. 

Hvergi er minnst á kostnað vegna lögbundins hlutverks LSH á sviði vísinda og mennta þó svo í tillögunni sé sérstaklega rætt um mikilvægi þessara þátta fyrir samfélagið. Sama gildir um fjölmörg önnur atriði sem LSH lagði fram í mati sínu á fjárþörf næstu 5 ára sem stjórnvöld kölluðu eftir í aðdraganda þessarar áætlanagerðar - ekkert fé virðist til þeirra ætlað. 

Í fjárveitingum til SÍ virðist gert ráð fyrir nokkrum kostnaði vegna innleiðingar nýs greiðsluþátttökukerfis sem taka á gildi 1. maí nk. Fyrir liggur að breytingin mun leiða til lækkunar sértekna LSH. E f Landspítala fær þetta ekki leiðrétt að fullu mun leiða til hagræðingarkröfu á spítalann. 

Fjárheimildir til S-lyfja vekja einnig áhyggjur ekki síst í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú er uppi í þeim málaflokki. Frá því skipulagi umsýslu S lyfja var breytt árið 2015 hefur kostnaður vegna þeirra aukist hratt, einkum vegna notkunar eldri lyfja og lítið svigrúm hefur verið til innleiðingar nýrra lyfja. Landspítali hafði varað sterklega við þessari breytingu m.a. vegna aukins kostnaðar við dreifingu í almennum apótekum. Nú hafa þær spár því miður gengið eftir og eru verulegur hluti þess fjárhagsvanda sem blasir við. 

Landspítali fagnar þeim vilja sem fram kemur í tillögunni að sérstaklega skuli nýta upplýsingatækni og opinber innkaup til að ná fram hagræðingu. Það er því ákaflega mikil vonbrigði að sjá að til upplýsingatækniverkefna (falla undir lýðheilsu og stjórnsýslu velferðarmála í tillögunni) í heilbrigðisþjónustu eru aðeins ætlaðar að hámarki 355 milljónir á fimm ára tímabilinu sem samsvarar um 70 milljónum á ári að jafnaði. Þetta er ekki í neinu samræmi við þörfina varðandi rafræna sjúkraskrá og þær áherslur sem lagðar eru í tillögunni á nýtingu upplýsingatækni til að ná fram hagræðingu og aukinni framleiðni. Ekki virðist gert ráð fyrir neinum kostnaðarauka við að þróa opinber innkaup og byggja upp nauðsynlega innviði á því sviði. Því er hæpið að þau skili þeirri hagræðingu sem vænst er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár