Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Velferðarráðuneytið styðst við lagatúlkun sem gæti reynst Klíníkinni hagstæð. Landlæknir telur túlkunina gera það að verkum að einkarekstur á sviði sérhæfðrar þjónustu geti haldið áfram að vaxa.

Landlæknir telur að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi. Slík þróun eigi sér stað í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags og vandséð sé hvernig heilbrigðisyfirvöld geti haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verði ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.

Embætti landlæknis sendi út tilkynningu í gær vegna misskilnings sem gætir í umræðu um heilbrigðisþjónustu. Leiðréttir landlæknir bæði ummæli sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra lét falla á Alþingi þann 23. mars og fullyrðingu sem birtist í frétt Morgunblaðsins daginn eftir.

Þegar rætt var um málefni heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 23. mars sagði Óttarr: „Það er ekki ég sem veiti starfsleyfi fyrir starfsemi eða stofum, aðstöðu sérfræðinga úti í bæ, það er embætti landlæknisins sem veitir starfsleyfi fyrir stöðinni.“ 

„Embætti landlæknis hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu“

Í tilkynningu landlæknis segir hins vegar: „Embætti landlæknis (EL) hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu á landlæknir að staðfesta að fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur. Í lögum um heilbrigðisþjónustu stendur að þegar um er að ræða svokallaða sérhæfða heilbrigðisþjónustu þurfi leyfi ráðherra til rekstrarins.“

Starfsemi Klíníkurinnar eins og hver annar stofurekstur

Bendir landlæknir á að embættið hafi þegar staðfest að starfsemi Klíníkurinnar Ármúla með fimm daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.

„Embættið hefur því bent ráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum.“ 

 

Ráðuneytið lýsti því hins vegar yfir í desember síðastliðnum, þegar Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra, að það væri ósammála túlkun embættisins; líta bæri á rekstur Klíníkurinn sem hvern annan stofurekstur lækna sem ekki þyrfti leyfi ráðherra. 

Eins og Stundin hefur áður bent á tengist fyrirtækið Klíníkin Sjálfstæðisflokknum sterkum böndum. Á meðal hluthafa eru Hrólfur Einarsson, náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona sem verið hefur einn stærsti hluthafi Morgunblaðsins undanfarin ár, Ásta Þórarinsdóttir sem Bjarni Benediktsson skipaði sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins árið 2015 og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins sem er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020